Ný saga - 01.01.2000, Qupperneq 34

Ný saga - 01.01.2000, Qupperneq 34
Rósa Magnúsdóttir Mynd 3. Vilhjálmur Þór forstjóri SÍS var formaður Islensk- ameríska félagsins 1949-55. Honum er lýst sem áhrifa- mesta aðdáanda Bandaríkjanna á Islandi. Mynd 4. ÓfeigurJ. Ófeigsson laeknir. Ýmsir félagar hans í Islensk-ameríska félaginu töldu hann „of vinveittarí' Banda- ríkjunum. varlega að þeim er væru tortryggnir í garð út- lendinga. Hann lagði einnig til að Bandaríkja- menn tækju upp samvinnu við Norðmenn þar eð Islendingar tengdust þeim sögulega, menningarlega og tilfinningalega. Trimble taldi afar mikilvægt að til íslands kæmu er- lendir gestir. Islendingar væru upp með sér er útlendingar legðu lykkju á leið sína til að komast til Islands og tækju þar af leiðandi mark á skoðunum þeirra. Einnig væri brýn þörf á andkommúnískum kvikmyndum, les- el'ni og fréttaefni fyrir Islendinga.20 Arið 1949 var Vilhjálmur Þór, þá forstjóri SIS, fenginn til að verða formaður íslensk- ameríska félagsins, þar sem vænlegast þótli að hafa framámann í þjóðfélaginu í þeirri stöðu. Sveinn Björnsson, forseti íslands, var heiðursforseti félagsins og hann lagði þegar árið 1948 fram skýra ösk um að Vilhjálmur Þór yrði fenginn til að sinna formennsku í fé- laginu.21 Vilhjálmur Þór var mjög hrifinn af Bandaríkjunum og vildi allt lil vinna að treysta stjórnmála- og viðskiptatengsl Islend- inga og Bandaríkjamanna. Einnig voru Banda- ríkjamenn mjög hrifnir af Vilhjálmi og lýstu honum sem „áhrifamesta aðdáanda Banda- ríkjanna" á Islandi.22 Það kemur því ekki á óvart að hann hafi verið fenginn til að sinna formannsembætti í vináttufélagi Islendinga og Bandaríkjamanna. Þórhallur Ásgeirsson, ráöuneytisstjóri í viðskiptaráðuneylinu, og Benedikt Gröndal, þá fréttastjóri Alþýðublciðsins,23 sátu í nýrri stjórn félagsins. I skýrslu Upplýsingaþjónusl- unnar um starfsemi Íslensk-ameríska félags- ins kemur fram að þeir Þórhallur og Benedikl vildu ekki fá Vilhjálm Þór sem formann. Ekki ríkti þó einhugur um þá félaga heldur. „Harð- ir íhaldsmenn", eins og ónafngreindir gagn- rýncndur voru kallaðir í skýrslu Upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna, sögðu að seta þeirra Þórhalls og Benedikts í stjórn íslensk-amer- íska félagsins yrði eflaust nýtt Sósíalista- flokknum til handa þar eð þeir tveir væru þekklir sósíalistar! Einnig voru uppi vanga- veltur um lleiri stjórnarmenn. Talið var að Valborg Sigurðardóttir, er hafði verið virk í Þjóðvarnarfélaginu, væri „leynikommúnisti" og að hún væri í stjórn Íslensk-ameríska fé- lagsins í þeim tilgangi einum að grafa undan starfseminni.24 Valborg stundaði nám í upp- eldis- og sálarfræði í Minnesota og varð síðar skólastjóri Fóstruskóla Sumargjafar.25 Af sama fólki var Ofeigur Ofeigsson, læknir og sjálfstæðismaður, gagnrýndur l'yrir að vera „of vinveittur" Bandaríkjunum - hann gæti með ákafa sínum skaðað félagið til lengri líma litið.26 Ófeigur starfaði sem trúnaðar- læknir bandaríska sendiráðsins og var því vel tengdur Bandaríkjamönnum.27 Feta skyldi liinn gullna meðalveg og ekki nóg með að kommúnisti sæist í hverju horni - menn gátu einnig verið of hlynntir Bandaríkjunum. Vilhjálmur Þór var formaður Islensk- ameríska félagsins til ársins 1955. Hann lét félaginu í té litla skrifstofu í Sambandshús- inu28 sem tekin var í notkun árið 1950 en þá var starfsemi l'élagsins komin í nokkuð fastar skorður. Verkaskipting stjórnar var skýr en endanlegar ákvarðanir tók stjórn í samein- ingu. Hannes Jónsson, félagsfræðingur og síð- ar sendiherra, lók endurgjaldslaust að sér að annast framkvæmdastjóraslörf fyrir félagið á l'yrstu árum þess.29 Islensk-ameríska félagið starfaði ágætlega fyrsta starfsárið en svo virðist sem starfsemin hafi ekki verið burðug næstu ár þar á eftir. Upphaflegt markmið Uppiýsingastofnunar Bandaríkjanna um að nýta Íslensk-ameríska félagið undir menningaráróður gekk ekki eft- ir og Morris N. Hughes, sendifulltrúi Banda- ríkjanna á Islandi, gaf Islensk-ameríska félag- inu ekki góða einkunn í skýrslu um félagið árið 1951. Hann sagði stjórn lelagsins afar kraftlausa og Íslensk-ameríska félagið væri ekki sá samvinnuvettvangur Bandaríkja- manna og Islendinga sem vonir hefðu staðið til í upphafi. Lausnin, að mati Hughes, fólst í því að Bandaríkjamenn á Islandi veittu félag- inu sterkari leiðsögn. Hann lagði þó áherslu á að tillögur um samstarf yrðu að koma frá l'é- lagsmönnum sjálfum. Bandaríkjamenn inættu hvergi koma þar nálægt. Hann sagðist hal'a fundið fyrir því að Islendingar væru ekki hrifnir af þreifingum um þátttöku Banda- ríkjamanna í stjórn félagsins en vænti tíðinda á næsta aðalfundi þess.30 Hughes mat það eflaust réltilega að bein afskipti Bandaríkjamanna myndu ekki falla í góðan jarðveg hjá félagsmönnum Islensk- 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.