Ný saga - 01.01.2000, Qupperneq 34
Rósa Magnúsdóttir
Mynd 3.
Vilhjálmur Þór
forstjóri SÍS var
formaður Islensk-
ameríska félagsins
1949-55. Honum
er lýst sem áhrifa-
mesta aðdáanda
Bandaríkjanna á
Islandi.
Mynd 4.
ÓfeigurJ. Ófeigsson
laeknir.
Ýmsir félagar hans
í Islensk-ameríska
félaginu töldu hann
„of vinveittarí' Banda-
ríkjunum.
varlega að þeim er væru tortryggnir í garð út-
lendinga. Hann lagði einnig til að Bandaríkja-
menn tækju upp samvinnu við Norðmenn þar
eð Islendingar tengdust þeim sögulega,
menningarlega og tilfinningalega. Trimble
taldi afar mikilvægt að til íslands kæmu er-
lendir gestir. Islendingar væru upp með sér er
útlendingar legðu lykkju á leið sína til að
komast til Islands og tækju þar af leiðandi
mark á skoðunum þeirra. Einnig væri brýn
þörf á andkommúnískum kvikmyndum, les-
el'ni og fréttaefni fyrir Islendinga.20
Arið 1949 var Vilhjálmur Þór, þá forstjóri
SIS, fenginn til að verða formaður íslensk-
ameríska félagsins, þar sem vænlegast þótli
að hafa framámann í þjóðfélaginu í þeirri
stöðu. Sveinn Björnsson, forseti íslands, var
heiðursforseti félagsins og hann lagði þegar
árið 1948 fram skýra ösk um að Vilhjálmur
Þór yrði fenginn til að sinna formennsku í fé-
laginu.21 Vilhjálmur Þór var mjög hrifinn af
Bandaríkjunum og vildi allt lil vinna að
treysta stjórnmála- og viðskiptatengsl Islend-
inga og Bandaríkjamanna. Einnig voru Banda-
ríkjamenn mjög hrifnir af Vilhjálmi og lýstu
honum sem „áhrifamesta aðdáanda Banda-
ríkjanna" á Islandi.22 Það kemur því ekki á
óvart að hann hafi verið fenginn til að sinna
formannsembætti í vináttufélagi Islendinga
og Bandaríkjamanna.
Þórhallur Ásgeirsson, ráöuneytisstjóri í
viðskiptaráðuneylinu, og Benedikt Gröndal,
þá fréttastjóri Alþýðublciðsins,23 sátu í nýrri
stjórn félagsins. I skýrslu Upplýsingaþjónusl-
unnar um starfsemi Íslensk-ameríska félags-
ins kemur fram að þeir Þórhallur og Benedikl
vildu ekki fá Vilhjálm Þór sem formann. Ekki
ríkti þó einhugur um þá félaga heldur. „Harð-
ir íhaldsmenn", eins og ónafngreindir gagn-
rýncndur voru kallaðir í skýrslu Upplýsinga-
þjónustu Bandaríkjanna, sögðu að seta þeirra
Þórhalls og Benedikts í stjórn íslensk-amer-
íska félagsins yrði eflaust nýtt Sósíalista-
flokknum til handa þar eð þeir tveir væru
þekklir sósíalistar! Einnig voru uppi vanga-
veltur um lleiri stjórnarmenn. Talið var að
Valborg Sigurðardóttir, er hafði verið virk í
Þjóðvarnarfélaginu, væri „leynikommúnisti"
og að hún væri í stjórn Íslensk-ameríska fé-
lagsins í þeim tilgangi einum að grafa undan
starfseminni.24 Valborg stundaði nám í upp-
eldis- og sálarfræði í Minnesota og varð síðar
skólastjóri Fóstruskóla Sumargjafar.25 Af
sama fólki var Ofeigur Ofeigsson, læknir og
sjálfstæðismaður, gagnrýndur l'yrir að vera
„of vinveittur" Bandaríkjunum - hann gæti
með ákafa sínum skaðað félagið til lengri
líma litið.26 Ófeigur starfaði sem trúnaðar-
læknir bandaríska sendiráðsins og var því vel
tengdur Bandaríkjamönnum.27 Feta skyldi
liinn gullna meðalveg og ekki nóg með að
kommúnisti sæist í hverju horni - menn gátu
einnig verið of hlynntir Bandaríkjunum.
Vilhjálmur Þór var formaður Islensk-
ameríska félagsins til ársins 1955. Hann lét
félaginu í té litla skrifstofu í Sambandshús-
inu28 sem tekin var í notkun árið 1950 en þá
var starfsemi l'élagsins komin í nokkuð fastar
skorður. Verkaskipting stjórnar var skýr en
endanlegar ákvarðanir tók stjórn í samein-
ingu. Hannes Jónsson, félagsfræðingur og síð-
ar sendiherra, lók endurgjaldslaust að sér að
annast framkvæmdastjóraslörf fyrir félagið á
l'yrstu árum þess.29
Islensk-ameríska félagið starfaði ágætlega
fyrsta starfsárið en svo virðist sem starfsemin
hafi ekki verið burðug næstu ár þar á eftir.
Upphaflegt markmið Uppiýsingastofnunar
Bandaríkjanna um að nýta Íslensk-ameríska
félagið undir menningaráróður gekk ekki eft-
ir og Morris N. Hughes, sendifulltrúi Banda-
ríkjanna á Islandi, gaf Islensk-ameríska félag-
inu ekki góða einkunn í skýrslu um félagið
árið 1951. Hann sagði stjórn lelagsins afar
kraftlausa og Íslensk-ameríska félagið væri
ekki sá samvinnuvettvangur Bandaríkja-
manna og Islendinga sem vonir hefðu staðið
til í upphafi. Lausnin, að mati Hughes, fólst í
því að Bandaríkjamenn á Islandi veittu félag-
inu sterkari leiðsögn. Hann lagði þó áherslu á
að tillögur um samstarf yrðu að koma frá l'é-
lagsmönnum sjálfum. Bandaríkjamenn inættu
hvergi koma þar nálægt. Hann sagðist hal'a
fundið fyrir því að Islendingar væru ekki
hrifnir af þreifingum um þátttöku Banda-
ríkjamanna í stjórn félagsins en vænti tíðinda
á næsta aðalfundi þess.30
Hughes mat það eflaust réltilega að bein
afskipti Bandaríkjamanna myndu ekki falla
í góðan jarðveg hjá félagsmönnum Islensk-
32