Ný saga - 01.01.2000, Qupperneq 41
Menningarstríð í uppsiglingu
son í fararbroddi, hafi talið sig leiða menning-
arstríðið á Islandi þá voru aðferðirnar langl í
frá nýjar af nálinni.
Menningarstríðið á Islandi var ekki eins-
dæmi en ljóst er að fáar þjóðir á þröskuldi
nútímasamfélags fengu jafnmikla athygli frá
stórveldum heimsins og Islendingar þegar
kalda stríðið var í algleymingi. Baráttan mið-
aði að því að kynna menningu þjóðanna á
sem jákvæðastan hátt og mikið var í húfi þar
eð almenningsálitið var helsta keppikefli stór-
veldanna. Hernaðarmikilvægi íslands endur-
speglaðist í þeirri áherslu sem Bandaríkja-
menn og Sovétmenn lögðu á menningaráróð-
ur á íslandi. Bandaríkjamenn vildu afia sér
góðvildar vegna stjórnmála- og hemaðarhags-
muna sinna á íslandi og Sovétmenn reyndu á
sama hátt að færa sér í nyt þá andstöðu sem
var við varnarsamstarfið við Bandaríkin og
Allantshafsbandalagið.
Aödragandi að slofnun og starfsemi vin-
áttufélaganna sýnir að Bandaríkjamönnum
og Sovétmönnum var annt um að hafa hér
félög skipuð fyrirmyndar-íslendingum er
hefðu forgöngu í að dreifa áróðri í formi
menningar. Stórveldin vonuðust til þess að
jákvæð menningarímynd hefði keðjuverkandi
áhril' á stjórnmála-, hernaðar- og efnahags-
stefnu stjórnvalda en menningarbarátta sjötta
áratugarins hafði lílil sem engin áhrif á ís-
lensk stjórnvöld. Almenningur hagnaðist
mesl á baráttunni en húsfyllir var á flestum
samkomum þeirra erlendu listamanna er
sendir voru til landsins á sjötta áratugnum
enda oí't um að ræða listamenn á heimsmæli-
kvarða. Ágóði menningarstríðsins var því
fyrsl og fremst íslendinga.
Tilvísanir
1 Valur Ingimundarson, / eldlínu kulda slríðsins. Samskipli
íslands og Bandaríkjanna 1945-1960 (Rcykjavík, 1996).
bls. 9-1».
2 Nalional Archives - Washington DC (hér eftir NA),
RG [59?]. Box [nr. vantar]. 889A.00B/5-1247. Skýrsla
„Significant Factors in the Strength of the Icclandic
Communist Party", 12. ntaí 1947.
3 lslensk-ameriska félagið 51) ára. Sigurjón Ásbjörnsson
hafði umsjón með útgáfu (Reykjavík, 1990). bls. 19.
4 Erik J. Friis, Tlte American-Scandinavian Foundalion,
1910-1960. A Brief History (New York, 1961), bls. 9,
15-16 og 59.
5 fslensk-ameríska félagið 50 ára, bls. 20-21.
6 Skjalasafn Íslensk-ameríska félagsins (hér eftir ÍAF).
I vörslu KPMG lögmanna. Ýmis gögn íslensk-ameríska
félagsins. „fslenzk-Ameríska [svo] Félagið", ódagsett.
7 ÍAF, „Islenzk-Ameríska [svo] Félagið". ódagsett.
8 NA. RG 84. Box 10. Skýrsla um starfsemi íslensk-
amerfska félagsins, 3. desember 1948.
9 Gunnlaugur Haraldsson, Lögfrœðingatal, 1756-1992.
Ritið er byggl á elilri útgáfum Lögfrœðingatals Agnars
Kl. Jónssonar (Reykjavík, 1993), bls. 236.
10 NA, RG 84. Box 10. Skýrsla um starfsemi íslensk-
ameríska félagsins, 3. desember 1948. I nýrri stjórn voru
þau Ófeigur Ófeigsson, Benedikt Gröndal, Sigurður Ólafs-
son, Valborg Sigurðardóttir og Pórhallur Ásgeirsson.
11 Viðtal við Lúðvík Gizurarson, hrl.. maí 1999.
12 Ragnars Ólafssonar er víða getið í fundargjörðabókum
MÍR.
13 Viðtal við Lúðvík Gizurarson. hrl., maí 1999.
14 ÍAF, „Íslenzk-Ameríska [svo] Félagið". ódagsett.
15 NA, RG 84. Box 10. Skýrsla um starfsemi fslensk-amer-
íska félagsins, 3. desember 1948.
16 Valur Ingimundarson. / eldlínu kalda stríðsins, bls. 84.
17 NA, RG 84, Box 10. Skýrsla „Communist Influences in
Iceland and Proposed Remedial Measures", 4. ágúst
1948. - Sjá einnig Valur Ingimundarson, í eldlínu kalda
stríðsins, bls. 179-80.
18 Valur Ingimundarson, feldlínu kalda slríðsins, bls. 179-80.
19 Trimble stakk t.d. upp á því að veita Alþýðuflokknum
fjárstuðning í gegnum norska Verkamannaflokkinn til að
styrkja flokkinn gagnvart Sósíalislaflokknum. Fjárstuðn-
ingurinn mætti alls ekki koma beint frá Bandaríkjunum.
Hann vildi einnig láta reka sósíalista úr embættum og
lagði mikla áherslu á að styrkja verkalýðshreyfinguna eft-
ir höfði Bandaríkjamanna. Sjá um tillögur Trimbles í NA,
RG 84, Box 10. Skýrsla „Communist Influences in
lceland and Proposed Remedial Measures". 4. ágúst
1948. og Valur Ingimundarson, / eldlínu kalda slríðsins,
bls. 179-83. I bók Vals er einnig umfjöllun um viðbrögð
starfsmanna í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna við
skýrslu Trimbles.
20 NA, RG 84. Box 10. Skýrsla „Communist Influences in
Iceland and Proposed Remedial Measures". 4. ágúst 1948.
21 NA, RG 84. Box 10, Skýrsla um starfsemi íslensk -amer-
íska félagsins, 3. desember 1948 og Íslensk-ameríska fé-
lagið 50 ára, bls. 24.
22 Valur Ingimundarson, / eldlínu kalda stríðsins, bls. 32.
23 Sama heimild, bls. 175.
24 NA, RG 84. Box 10, Skýrsla um starfsemi íslensk-
ameríska félagsins, 3. desentber 1948.
25 Jón Guðnason og Pétur Haraldsson, fslenzkirsamtlðarmenn.
Síðara bindi, K-Ö. Viðbætir (Reykjavík, 1967). bls. 323.
26 NA, RG 84, Box 10. Skýrsla um starfsemi íslensk-amer-
íska félagsins. 3. desember 1948.
27 Gísli Ólafsson (ritstj.), Læknar á fslandi. 3. útgáfa
(Reykjavík, 1984), bls. 491.
28 fslensk-ameríska félagið 50 ára, bls. 24 og 83.
29 ÍAF, „Skýrsla um starfsemi íslenzk-ameríska |svo] félags-
ins á árinu 1950." - Viðtal við Hannes Jónsson, fv. sendi-
herra, maí 1999.
30 NA, RG 59, Box 2352, 511.40B/7-651. Bandaríska sendi-
ráöið (Reykjavík) til utanríkisráðuneytis, 6. júlí 1951.
31 Valur Ingimundarson, í eldlínu kalila slríðsins, bls. 261.
32 Sama heimild, bls. 223 og 263-64.
33 Pór Whitehead, Kommúnistahreyfingin á íslandi, 1921-
1954. Sagnfræðirannsóknir 5 (Reykjavík, 1979), bls. 9 og 35.
34 Pétur J. Thorsteinsson. Utanríkisþjónusla íslands og ulan-
ríkismál. Sögulegt yfirlit I-IIl (Reykjavík, 1992). bls. 243.
Fáar þjóðir á
þröskuldi nú-
tímasamféiags
fengu jafnmikla
athygli frá stór-
veldum heims-
ins og íslending-
ar þegar kalda
stríðið var í
algleymingi