Ný saga - 01.01.2000, Qupperneq 49

Ný saga - 01.01.2000, Qupperneq 49
talin heimssögulega svo merk borg að í des- ember 1992, á i’yrsta ári hinna blóðugu innan- lands-átaka, lýsti Menningarstofnun Samein- uðu þjóðanna, UNESCO, gömlu borgina, la Casbah d'Alger, World heritage, patrimoine universel, eða alheimsmenningarminjar. Það var með nokkru stolti sem okkar góðu leið- sögumenn kynntu okkur þessa staðreynd, um leið og þeir hörmuðu hversu litla fjármuni þeir hefðu til þess að sinna viðhaldi og endur- reisn hinna merku minja. Það er fyrst og fremst byggingarlist og borgarskipulag tyrk- neska tímans í sögu Alsírborgar, l'Epoque turquc, þeirra víkingaöld frá miðbiki 16. ald- ar og fram á þá 19., sem vert þykir að vernda og geyma handa komandi kynslóðum. Hulstr- ið utan um sérstakt söguskeið, gullaldar- menningu og trú sem setur sterkan svip á líf borgarbúa fram á þennan dag. Þingvellir eru sá blett.ur á Islandi sem lielst kæmi lil greina að veita hliðstæða alþjóða viðurkenningu vegna sögu sinnar, ef Islendingum þykir nægi- lega rnikið til þess koma sem þar hefur gerst. Um það má þó efast el’tir þá útreið sem kristnihátíð fékk hjá þjóðinni. Þingvellir eru ef til vill búnir að vera í hugum þorra Islend- inga nema sem sérstætt náttúrufyrirbæri. Það ber kannski að skoða. Tyrkjaránið í söguiegu samliengi Um gildi sögulegra atburða má auðvitað lengi deila. Tyrkjaránið er einn þeirra. I augum flestra 17. aldar manna var Tyrkjaránið refs- ing guðs vegna syndugs lífernis landsmanna, í augum margra nútíma Islendinga er það eins og stórslys eða náttúruhamfarir, sem ekki gefa tilefni til sérstakra umþenkinga. Þó hafa að minnsta kosti tveir íslenskir sagnfræðingar gert atlögur að því að setja Tyrkjaránið í sitt heimssögulega samhengi á síðustu áratugum, Sverrir Kristjánsson í formála að Reisubók séra Ólafs Egilssonar sem út kom hjá Al- menna bókafélaginu 1969 og Þorsteinn Helgason í grein í Sögu, tímariti Sögulelags- ins 1995, „Hverjir voru Tyrkjaránsmenn?“ Ari síðar varði Þorsteinn magistersritgerð í sagnfræði við Háskóla íslands sem lieitir „Stórtíðinda frásögn, heimildir og sagnaritun Islendingar í Alsír um Tyrkjaránið á íslandi árið 1627.“ Þor- steinn hefur ritað fleira um efnið og fundið áður óbirt frumgögn í Kaupmannahöfn í tengslum við doktorsverkefni sitt. Eg get ekki lokið þessari grein án þess að þakka Þorsteini Helgasyni fyrir ómetanlega aðstoð hans við undirbúning Alsírferðar minnar. Hann hefur víða aflað fanga og átt samskipti við nokkra erlenda fræðimenn, þ.á m. dr. Moulay Belhamissi í Alsír, og lét hann vita af komu minni til borgarinnar. Próf. Moulay Bclhaniissi Belhamissi, sem stendur á sjötugu og l’ór á eftirlaun nú í vor, reyndist okkur Einari Karli ónretanleg hjálparhella. Áhugi lians á við- fangsefninu, greiðvikni, gestrisni og örlæti við okkur varð lil þess að auðvelda okkur mjög að komast milli áfangastaða og hitta einstak- linga sem við áttum erindi við. Það fyllti okk- ur öryggiskennd í þessari ókunnugu og lil skamms tíma hættulegu borg aö njóta leið- sagnar hans, fjölskyldu hans og vina. Það fyllti okkur vinsemd í garð þjóðar og siða- kerl’is sem er okkur bæði framandi og and- stætt í veigamiklum atriðum. Kynnin af Mou- lay Belhamissi, konu hans, sonum, tengda- dætrum og barnabörnum, sem og öðrum sem hann kynnti okkur l’yrir, komu okkur í skiln- ing um að í Alsír býr að miklu leyti gott l’ólk, sem þráir aö losna úr viðjurn hinnar grimmi- legu valdabaráttu sem háð er yfir höfðum þess. Mynd 6. Úr Dar Aziza, höll deyjanna. 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.