Ný saga - 01.01.2000, Side 65
ísland var stöðutákn fyrir hinn einvalda konung
dómsríkt, ég hef komist í kynni við marga og
kynnst alls konar rannsóknum vegna vinnu
minnar. Og það var eiginlega þess vegna sem
mér var boðið að taka að mér formennskuna.
Hlutverk mitt verður einkum að takast á við
þá þætti sem snúa að rafrænum heimildum og
að gera heimildir aðgengilegar í tölvuformi,
því menn hafa áttað sig á því að á þennan hátt
er hægt að gera stóra heimildaflokka aðgengi-
lega án stórkostlegs kostnaðar. Til dæmis um
þetta má nefna það verkefni sem einna lengst
er á veg kornið. Það snýst um svokallaða
Supplikprótokolla, sem er að finna í ríkis-
skjalasafninu hér, í safni Danska kansellísins.
Þetta eru skrár um innkomnar beiðnir þegn-
anna lil konungs urn ýmiss konar ívilnanir.
Michael Bregnsbo, sem er lektor í Odense,
fékk fyrir nokkrunr árum styrk til að rann-
saka þessar skrár og gaf í kjölfarið út bók sem
heitir Folk skriver til kongen, þar sem hann
fer yl'ir þetta efni, lýsir einkennum þess,
livaða hlutverki beiðnirnar gegndu í samfé-
laginu, hverjir skrifuðu, hvaða úrlausn þeir
fengu og svo framvegis. Þetta eru tilvaldar
heimildir til að yl'irfæra í rafrænt form, það
má nola þær til að gera alls kyns skrár og töfl-
ur og i'á út miklar upplýsingar um samfélagið
í dansk-norska ríkinu á 18. öld. í raun eru þær
að stórum hluta til þegar á tölvutæku formi,
þar sem Michael lagði upplýsingarnar inn í
gagnagrunn sem hægt er að leita í. Hann tók
ákveðið úrlak úr prótókollunum, sem eru 231
talsins, og í grunninum eru um 5000 beiðnir.
Hugnryndin er svo að gefa grunninn út á
geisladiski jafnframt því sem við munum
skanna viðeigandi síður úr prótókollinum og
leggja með. Þetta er bæði ódýrt og einfalt.
Áður fyrr voru handritaútgáfur mjög dýrar;
það var dýrt að mynda handritin og verðið
hátt á útgáfunum til að standa undir kostnaði,
en það er ódýrt að skanna.
Þið ætlið að gefa þetta út á geisladiski, hvers
vegna ekki beint út á Netið?
Netiö hefur marga kosti, og í raun er það
allra ódýrasti miðillinn. En gallinn við Netið,
Ef ég má ráða
eirthverjum
heilt, þá myndi
ég vara menn
við að leggja
sig eftir tölvum
og notkun
þeirra, það
verður bara til
þess að maður
er notaður í alls
konar verkefni
fyrir aðra!
63