Ný saga - 01.01.2000, Qupperneq 68
Island var stöðutákn fyrir hinn einvalda konung
Ef við lítum til
hins venjulega
Dana, þá held
ég að hann viti
þónokkuð um
sögu íslands,
landnámið og
svo nútíma-
sögu. - En ég
held ekki að
margir Danir
viti mikið um
sögu Noregs
og Svíþjóðar,
og hér á ég
líka við sagn-
fræðingana
arríksins dansk-norska hei'ur verið á dagskrá,
en það er ekki auðvelt aö fást við það efni. Og
hér er ísland ekki stærsta vandamálið, heldur
eru það hertogadæmin, vegna þess hversu
flókin þau eru inn á við. En ef við lítum til
hins venjulega Dana, þá held ég að hann viti
þónokkuð um sögu Islands, landnámið og svo
núlímasögu. íslendingasögurnar eru enn lesn-
ar hér og menn þekkja þann veruleika. Svo
muna menn enn nýrri tíma sögu og tengsl
landanna. En ég held ekki að margir Danir
viti mikið um sögu Noregs og Svíþjóðar, og
hér á ég líka við sagnfræðingana. í sögunám-
inu hér er það svo að menn velja danska sögu
og svo „ekki-danska“ sögu og þá hafa menn
tilhneigingu til að líta út í hinn stóra heim og
fram hjá Norðurlöndum, sem maður þurfti
áður að vita eitthvað um. Svo Norðurlanda-
sagan lendir eiginlega milli stafs og hurðar.
Eg hef þurft að kynna mér sögu Svíþjóðar til
þess að geta gert samanburðarrannsóknir á
dansk-norska ríkinu og því sænsk-finnska, og
það eru fleiri sem hafa skoðað þessa sögu, en
þeir flíka því ekki mikið. Harald Gustafsson
er sennilega eini raunverulegi sérfræðingur-
inn í Norðurlandasögu, en hann hefur nú líka
persónuleg tengsl við öll þessi lönd á einn eða
annan hátt!
Nú hefur þú higt þig eftir stjórnsýslusögu ó
17. öld, hvað finnst þér um stöðu Islands í
því ríki sem þci varð til?
Ég held að ísland hafi, þrátt fyrir legu sína,
verið mikilvægt fyrir ríkið, en þó einkum sem
stöðutákn fyrir hinn einvalda konung. Ég
held ekki að fjárhagslegur ávinningur hafi
vegið þyngst, málið snerist frekar urn völd -
sem auðvitað mátti breyta í fé með sölu versl-
unarleyfa. Og að vera sá sem hafði leyfi til
sölu var merki urn yfirráð. Gott dæmi um
þetta er þegar Kristján 4. vill endilega heilsa
upp á Jón Ólafsson, af því hann var íslending-
ur og konungur vildi gjarnan sýna að hann
væri líka konungur yfir þessari smáey í norðri.
Ég segi ekki að ísland hafi ekki skapað auð,
en ég held að fyrir konung hafi það skipt
mestu máli að geta sagst ráða yfir þessu landi.
Og þar með þökkum við Gunner Lind fyrir
spjcdlið.
66