Ný saga - 01.01.2000, Qupperneq 85

Ný saga - 01.01.2000, Qupperneq 85
Mynd 3. Safnahúsið við Hverfisgötu hýsti áður ýmis söfn íslenska þjóðríkisins, en hefur nú fengið nýtt hiutverk sem Þjóðmenningarhús. menningunni hafa stjórnvöld skapað miðlun sögu og menningar nýjan vettvang en jafn- framt skapað sjálfum sér og öðrum vetlvang til að tengja sig virðuleika hússins og því sem þar er boðið upp á. En það er ekki einungis með tengingu l'undaaðstöðu og sögusýninga sem ríki og þjóð- nrenning eru bundin einingarböndum í Þjóð- menningarhúsinu. Myndmál þjóðríkisins birt- isl með ýmsum hætti í húsinu. Sú sjálfsmynd, sem menntamálaráðherra telur þurfa skerp- ingar við, er sjálfsmynd íslendinga sem þjóð- ar. Frá því sjónarhorni má lesa sig í gegnum sýningarhús íslenskrar sögu og menningar. Kjörgripir þjóðarinnar Lestrarsalurinn gamli, sem nú heitir bókasal- urinn, er eins og nafnið gefur til kynna helg- aður bókinni en þar eru til sýnis „mörg af úr- valsritum íslenskrar bókmenningar frá upp- hal'i prentlistar á 16. öld til nútímans".2 í huga þeirra sem sóttu Landsbókasafnið í gamla daga er þessi salur hjarta hússins og í vissum skilningi er hann það enn. Bækurnar eru kannski hvað alþýðlegastar þeirra hluta sem ællaðir eru til að efla sjálfs- mynd þjóðarinnar í Þjóðmenningarhúsinu. Bókin hefur líka verið í minningu þjóðarinn- ar tákn hennar l'rá miðöldum lil samtímans. Jafnvel liinn aumasti kotbóndi sem flúði fóst- urjörð sína til Vesturheims á 19. öld tók með sér bækur: Bókin og íslendingurinn eru óað- skiljanleg mynd. Það er því eðlilegt að bækur séu í hjarta hússins. En ólíkt þeirri menning- arstofnun sem húsið hýsti áður eru bækur Þjóðmenningarhússins ekki ællaðar til lesturs því þær eru vandlega lokaðar bak við gler. Bækur sem ekki er hægt að fletta eru tákn- rnyndir, íkonar. Og hér er bókin líka höfð til sýnis sem tákn, tákn um þann menningararf sem gerði sjálfstæði þjóðarinnar mögulegl. í texta þeirra er tungumálið varðveill hreinast - fyrirmyndir hins talaða orðs sem er alltal' ófullkominn eftirbátur hinnar raunverulegu íslensku. An bóka hel'ðu íslendingar glatað sérstöðu sinni og þjóðerni. Bækur eiga því skilið að vera settar í öndvegi, bak við gler. í þremur minni sölum inn af bókasalnum, í austurenda hússins, eru sýningarnar „Ríkis- tákn og þjóðlitir Islands“, „íslenskur gjald- miðill“ og „Island á gömlum landakorlum". Þarna er stel'nt saman þeim táknum sem hvað augljósast minna á Island sem ríki. Á sýningunni „Ríkistákn og þjóðlitir ís- lands“ eru samankomin helstu opinberu tákn þjóðríkisins, skjaldarmerkið og fáninn - og saga þeirra sögð. Á sýningunni er líka fálka- orðan - heiðursmerki þeirra sem hafa staðið sig óvenju vel í að vinna þjóðinni gagn. í þessu musteri þjóðartákna er kannski helst að maður sakni þess að heyra ekki þjóðsönginn óma. Mynd 4. Bækurnar eru kannski hvað alþýðlegastar þeirra hluta sem ætlaðir eru til að efla sjálfsmynd þjóðar- innar í Þjóðmenn- ingarhúsinu. Mynd 5. Davíð Oddsson forsætisráðherra í ræðustól við vígslu Þjóðmenningar- hússins. 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.