Ný saga - 01.01.2000, Side 87
Hús með sál - þjóðarsál
augnablikinu og sjónrænu gildi gjörðabókar-
innar. Þrátt fyrir ýtarlega fundargerðina, þar
sem hvert orð og hvert atvik virðist skráð,
virkar uppgjör Þjóðfundarins eins og æft leik-
rit, eins og allir (flestir) fundarmenn hafi
ákveðið fyrirfram að kalla í kór við útgöngu
kongungsfulltrúans: „Vér mótmælum allir“.
Þegar augu sýningargestsins hvarfla af orðun-
unt helgu sér hann málverk af Þjóðfundar-
mönnurn hangandi yfir gættinni: Jón Sigurðs-
son hefur staðið upp og þrýstir krepptum hnef-
um í borðplötuna og upphefur mótmælin.
Nú er gjörðabókin komin á stall sem
dýrasta djásn ríkisins; þar sem konungsríkin
sýna krýningarkórónuna fangar íslenska ríkið
augnarblikið þar sem samstaða íslensku jrjóð-
arinnar gegn erlendu kúgunarvaldi nær tákn-
rænu hámarki - þetta er ekki bara lykillinn að
sjálfstæðisbaráttunni heldur að tilveru þjóð-
arinnar.
ímyndarhönnun
Þjóðmenningarhúss
Við opnun Þjóðmcnningarhússins sagði
Björn Bjarnason menntamálaráðherra:
Á sínum tíma lagði ég til, að Þjóðmenning-,
arhúsið flyttist af forræði menntamála-
ráðuneytis til forsætisráðuneytis og gekk
það el'tir, góðu heilli. Helslu rökin fyrir Jrví
voru að skipa húsinu sess með öðrum þjóð-
artáknum okkar. Forsætisráðuneytið fer lil
dæmis stjórnarfarslega nteð málefni Þing-
valla, þá gætir það virðingar skjaldarmerk-
isins, fánans og þjóðsöngsins. Nú er þessari
byggingu skipaður sambærilegur virðingar-
sess og þar á hún sannarlega heima.3
Við markaðsetningu á hugmyndinni unt Þjóð-
menningarhús hafa stjórnvöld farið þá leið að
kynna húsið mjög eindregið sem þjóðernis-
legt tákn. Eins og ummæli menntamálaráð-
herra bera með sér er markmiðið að gera hús-
ið eilt af táknum þjóðríkisins. Með samneyli
við helg tákn ríkisins mun húsið, að mati ráð-
herrans, öðlast samskonar virðingu og verða
að samskonar einingarafli og skjaldamerkið,
l'áninn og þjóðsöngurinn. Með því að tengja
húsið Þingvöllum er gerð meðvituð tilraun til
að láta heilagleika helgasta staðar íslendinga
sem Jrjóðar ná líka til Þjóðmenningarhússins.
Þeim táknum sent ráðherra vill tengja
bygginguna var gefið hlutverk sitt á mótunar-
skeiði þjóðríkisins. Vissulega var húsið reist á
árunum þegar þjóðríkið var í deiglunni og
kannski er það þess vegna sem stjórnvöldum
datt í hug, nú í lok 20. aldar, að bæta því í
hóp þjóðartákna. En það breytir því ekki að
Þjóðmenningarhúsið sem opinbert þjóðar-
tákn er nýtt sköpunarverk, orðið til í orðræðu
þeirra sem nú sitja í Stjórnarráðinu.
Það telst varla áhlaupaverk að taka sér
l'yrir hendur að skapa nýtt opinbert þjóðar-
tákn í lok 20. aldar. Einkanlega á það við urn
þetta hús því það er hvorki augljóst né sjáll'-
gefið efni í slíkt tákn. I samanburði við Þing-
velli, sem Guðmundur Hálfdanarson hefur
nýlega lýst sem liinu fullkomna, hlutlausa,
þjóðartákni, er Þjóðmenningarhúsið hlaðið
merkingu úr sögu sinni sem gerir það að
fremur ólíklegu einingartákni. Að áliti Guð-
mundar eru Þingvellir sérlega vel heppnað
|rjóðartákn, sem „staður minninganna“ eins
og hann orðar það, lausir við að tengjast ein-
um hópi Islendinga fremur en öðrum.4 En
ef litið er til sögu Þjóðmenningarhússins er
erl'itt að samþykkja athugasemdalausl þá
mynd sem forsætisráðherrann dró upp við
opnunarathöfn þess: „í upphafi þessarar
aldar varð þelta liús táknmynd þess, hvernig
Mynd 8.
Án bóka hefðu
íslendingar glatað
sérstöðu sinni og
þjóðerni. Bækur
eiga því skilið að
vera settar í önd-
vegi, bak við gler.
Mynd 9.
Ufsa-Kristur.