Teningur - 01.05.1987, Side 61

Teningur - 01.05.1987, Side 61
myndir líka, og geri enn, alltaf annað slagið. Mér finnst svo gott að ögra sjálf- um mér og vinum mínum með þessu. Hvað er myndlistin þér innst inni? Teng- ist hún því sem er handan rúms og tíma ? Einhver nauðsyn til að lifa, býst ég við. En ég hef aldrei tekið myndlist sem átrúnað, hef aldrei náð svo langt og lang- ar heldur ekki til þess. Helsti kosturinn við list finnst mér vera hvað hún er hug hreinsandi. Hún er eins og tæki til að eyða meinlokum og ryðja burt þessum skoðanahaug sem við erum sífellt að drattast með. Svo býr hún yfir þessum dásamlega hæfileika að vega stöðugt að sjálfri sér. Mín vegna má hún svo bara halda áfram að vera eins og hvítvoðung- urinn sem grætur, hjalar og skítur í sig, án þess að hafa nokkrar áhyggjur af af- leiðingunum - þar er hún líka kannski næst Guði. Frá sýningu Kristjáns í Ásmundarsal í mars 1987. Á veggjunum eru verk án titils (blý- antsteikningar á pappa, 1986-87) en á gólfinu Gráðubogi (járn,1987), Náttsteinn (granít 1986) og Innsigli (terrazzo 1986-87). Ántitils. Blýantsteikning á pappa, 1986, 1,8 x 14,5 x 44,8 cm. Gœtirðu sagt eitthvað að lokum um sýn- inguna sem þú varst með í Ásmundarsal um daginn? Hún fór vel í þessum sal, fannst mér. Enda sá Ásmundur um lofthæðina og dagsbirtuna, sem er í fínu lagi þama. Um sýninguna að öðm leyti hef ég fátt að segja - hún skýrði sig sjálf vona ég. Þetta er einhvers konar millispil sem ég veit ekki hvert leiðir, ég er að reyna að losa mig við eitthvað. Nú langar mig mest til að gera bara eitthvað lítið og grátt sem hefur bara með tilfinningu að gera, eitthvað sem er soldið veikt í sjálfu sér kannski, - einmitt já, - nægilega veikt til að úthýsa einhverju af þessari köldu rök- hyggju sem mér finnst vera svo sligandi. Það er erfitt að losa sig við hana, en ég ætla samt að halda áfram að reyna. 59

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.