Húsfreyjan - 01.10.1964, Side 9

Húsfreyjan - 01.10.1964, Side 9
um allt liitt, sem þær vantar? Það sem okkur vantar er ævinlega svo mikilvægt, liitt, sem við höfum, er ekki nema sjálfsagt og eðlilegt; og ekki nein liuggun í því, þótt það hafi e. t. v. verið talið til sjaldgæfs munaðar fyrir nokkrum áratugum, og sé svo ennþá í stórum hlutum veraldarinnar; eða hefir nokkurt harn orðið ánægðara með matinn sinn, eftir að liafa heyrt nm svöngu hörnin í Kína? Sumir félagsfræð- ingar halda því fram, að þessi eftirsókn í það, sem við höfum ekki, sé grundvallar forsenda allra framfara. Að una glaður við sitt feli í sér viðurkenningu á ríkjandi ástandi, og gæti leitt til þess, að við ósk- uðum engra breytinga. Síðan ég lieyrði þessa kenningu, hefi ég slakað á við að temja mér öfundarleysi og nægjusemi, dyggðir sem annars lilífa okkur við mörg- um óþægindum í lífinu. Þegar ég því geng framlijá vistlegum hí- hýlum manna í blíðviðrinu, verður mér stundum á að liugsa sem svo: Mikið eiga þessar konur gott að mega vera heima allan daginn að undirbúa jólin, gera heimilin sín vistleg og hrein, leggja jafnvel mikla vinnu í ýmislegt smádútl til skrauts og skemmtunar, svo sem kökubakstur, jóla- föndur og útsaum. Ofl fyllist ég aödáun, þegar dagsverk myndarlegra húsmæðra er horið fram, og rifja upp, hvernig því er lýst í orðskviðum Salómons Davíðssonar Israelskonungs: Væna konu, hver hlýtur hana? Hún er miklu meira virði en perlur. Hjarta manns hennar treystir henni, og ekki vantar að honum fénist. Hún gjörir honum gott og ekkert illt alla ævidaga sína. Hún sér um ull og liiir og vinnur fúslega með höndum sínum. Hún er eins og kaupförin, sækir björgina langt að. Hún fer á fætur, fyrir dag, skammtar heimilisfólki sínu og segir þernum sínum fyrir verkum. Hún hefir augastað á akri og kaupir hann, af ávexti handa sinna plantar hún víngarð. Hún gyrðir lendar sínar krafti og tekur sterklega til armleggjunum. Hún finnur að atvinna hennar er arðsöm; á hunpa hennar slokknar eigi um nætur. Hún réttir út hendurnar eftir rokknum, og fingur hennar grípa snælduna. Hún breiðir út lófann móti liinum bágstadda og réttir iit hendurnar móti liinum snauða. Hún er ekki hrædd um lieimilisfólk sitt, þótt snjói, því að allt heimilisfólk hennar er klætt skarlati. Hún hýr sér til ábreiður; klæðnaður lienanr er úr baðmull og purpura. Maður henanr er mikilsmetinn í borgarhliðunum, þá er liann situr með öldungum landsins. Hún hýr til skyrtur og selur þær, og kaupmanninum fær hún belti. Kraftur og tign er klæðnaður hennar, og hún hlær að komandi degi. Hún opnar munninn með speki, og ástúðleg fræðsla er á tungu liennar. Hún vakir yfir því, sem fram fer á lieimili liennar, og étur ekki letinnar brauð. Synir hennar ganga fram og segja hana sæla, maður hennar gengur fram og lirósar henni: „Margar konur hafa sýnt dugnaö, en þú tekur þeim öllum fram!“ Yndisþokkinn er svikull og fríðleikinn hverfull, en sú kona, sem óttast Drottin, á hrós skilið. Gefið lienni af ávexti lianda liennar og verk hennar skulu lofa hana í horgarliliðunum. Ekki þarf að efa að réttsýnir og skyn- samir menn kunna að meta starf konunnar á heimilinu; e. I. v. syngja þeir henni ekki daglega eins hástemmt lof og Salomon konungur, enda yrði það bragðdauft við hversdags notkun. Græðismyrsl lióls og við- HÚSFREYJAN 7

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.