Húsfreyjan - 01.10.1964, Qupperneq 16

Húsfreyjan - 01.10.1964, Qupperneq 16
auðvelt að skera bjarnarsvið, endur og héra og stór svínslæri. Hnífar og skeiðar liggja tilbúnar á borð- inu, en við guðsgafflana verður að notast. Mundlaugar úr skíru silfri og liandþurrk- ur hjá hverjum manni eru óspart notaðar á kámuga fingur, sem grufla í nautasteik og aldinmauki. Á svölunum yfir eldhúsinu situr kvenna- hljómsveitin. Þær gera eftir 'mætti liark með hörpum, gítar, munnhörpu, sekkja- pípum og löngum trompetum. Þeim er réttur vænn matarskammtur og öl í könn- um. Þær eru matvandar og neita að drekka liið innflutta, liollenzka öl. Máltíðin varir lengi, því matarlystin er jafn gífurleg og matarmagnið, seni fram er borið. Hvernig einn mannsmagi getur rúmað alla þessa rétti, er þeim sjálfum ráð- gáta. Mikinn fögnuð vekur þjóðarrétturinn: reykt svínakjöt marið í mortéli með eggj- um, sykri, salti, kúrenum, möndlum, pip- ar og negulnöglum. Þetta deig er soðið og skorið í sneiðar. Ekki skemmir ídýfan réttinn. Hún er úr rauðvíni, rúsínum, möndlumjólk litaðri með saffran, pipar, negul, kanel, engifer og söxuðu pomerans- liýði. Með þessum rétti verður að drekka marga potta af rauðu og hvítu víni og heil- ar tunnur af heimabrugguðu öli. Gleðskap- urinn eykst enn við þennan rétt. Réttirnir eru bornir um á þykkunt brauðsneiðum, sem svo er hent til margra, soltinna liunda, smárra og stórra, sem fljúgast á um „diskana“ á salargólfinu. Loksins rís biskupinn, tignasti gesturinn, á fætur og flytur viðeigandi bæn, en undir- leikurinn er ropar og smellir í kinnhest- um, þegar liýrir sveinar reyna að kyssa borðdömur sínar. Menn kippa sér ekkert upp við svoleiðis smátruflanir. Nii er fagn- aðarhátíð og heimurinn er frelsaður. Hvort á nú að dansa eða fara í leiki, þeg- ar borðlialdinu er lokið? Menn kjósa að leika vinsælan leik, „jólakónginn“. Jóla- kóngurinn er liúsbóndi stundarkorn og liann leikur einhver i'ir þjónaliðinu. Allir, jafnvel lávarðurinn, verða að hlýða skip- unum lians. Ungur og fallegur sonur virk- isstjórans er kjörinn og vekur það fögnuð, því rnenn þekkja liann að gáska og glett- um. Þeir eldri eru svolítið áliyggjufullir. Bara að liann gangi ekki of langt. Dagur kemur eftir þennan dag og þá er það lá- varðurinn, sem ræður á ný ... en hefur kannski engu gleymt. Hinn ungi jólakóngur kemur inn, Piers heitir Iiann, skrýddur austurlenzku skarti og með grímu fyrir andlitinu, eins og ung jómfrú. Hann haslar sér völl og segist vera Rebekka við brunninn. Svo skipar hánn Isak að koma og biðja um vatn og hann ákveður hverjir skidi vera úlfaldarn- ir í lest Isaks. Við hlátrasköll nefnir hann til þess allt aðalsfólkið, sem í hásæti situr, lávarðinn og lafðina, börn þeirra og bisk- upinn sjálfan. Öll ganga þau að brunn- inum á eftir Isak og Rebekka segir ástúð- lega: „Ég ætla líka að gefa úlföldunum þínum að drekka“. Það kemur sér að sperrur og mæniás sal- arins eru úr völdum eikarstofnum, annars hefðu hlátrasköllin feykt þeim af, þegar „úlfaldarnir“ verða að krjúpa niður og drekka úr skálinni, sem „Rebekka“ kallar brunnstokk. Síð og voðfelld pilsin vefjast ekki fyrir konunum, en verr gengur með strúthattana með slæðunum á. Hver sykur- toppshatturnin fellur af öðrum, þeir rek- ast á og hinar dýru, perlusaumuðu slæð- ur flækjast saman. Það tekur langan tíma að greiða þær aftur sundur. Þó gengur herramönnunum verr, því þeir eru í herklæðunum, sem þeir bera jafnt úti og inni, jafnvel sofa stundum í. Ef herklaíðin liéldu ekki að þeim, myndu þeir lilaupa í spik af ofáti. Þeir eru í brynjum og leggverjum. Að jafnaði bera þeir ekki við að beygja sig meðan þeir eru í þessum skrúða, en láta skósveinana klæða sig úr áður. Nú skipar jólakóngur- inn þeim að krjúpa og drekka, svo þeir verða að styðja liver annan til að detta ekki og verða afvelta. Þegar allir ,,úlfaldarnir“ eru biinir að drekka, er Isak skipað að leiða þá aftur í hásætið. Jólakóngurinn liefur lokið sínu hlutverki og dansinn hefst. Fiðluleikari 14 HÚSPREYJAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.