Vera


Vera - 01.12.1998, Qupperneq 9

Vera - 01.12.1998, Qupperneq 9
Kristbjörg Kristmundsdóttir er starfandi jóga- kennari á EgilsstoÖum og heldur námskeið viða um landið sem og erlendis. Hún lauk kennaranámi frá Kripalu Center í Bandaríkj- unum 1992 og lærði Lakulish jóga á Indlandi 1994. Hún vinnur með islenska hlómadropa og jurtir og er að ljúka námi í lithimnulestri frá School Of Natural Medicine í Bolder. Hún býr í Vallanesi og rekur ásamt Eymundi Magnússyni fyrirtækið Móðir Jörð sem selur lífrænt ræktað grænmeti og nuddolíur. „Þegar Elisabet bað mig um að skrifa grein um trúmál eða trúna mína fór ýmislegt að gerast í kollinum mínum. Þetta er í fyrsta lagi mjög persónulegt fyrirbæri og vafalaust trúa engir eins, þó svo að við tilheyrum sömu trú- félögum eða stefnum i trúmálum. Eg ætla hér aðeins að lýsa minni trú og hvernig ég nálg- ast trúna/' segir Kristbjörg. hugmyndir um hver við erum og allar kenningar og hugmyndafræð- ina sem við höfum um lífið og Guð. Við erfum frá samfélaginu fullt af ákveðnum hugmyndum um hvernig lífið „á að vera“, hvað „er rétt og hvað er rangt“ o.s.frv. Samfélagslega hugmyndafræðin hef- ur mjög mótandi áhrif á okkur, á trúna og viðbrögð okkar við lífinu. Að þvo fætur sína í blóði hjartans er einnig að horfast í augu við eig- in veikleika, að vinna í því að breyta þeim í styrkleika og skoða hver er raunverulega minn sannleikur en ekki sannleikur samfélagsins sem ég hef tekið sem minn, gagnrýnislaust. Guð er lifandi raunveruleiki. Guð er ekki kenning heldur lifandi raunveruleiki sem er ótakmark- aður og sem við skynjum hvert á sinn hátt. Trúin tengir okkur við þennan lifandi raunveruleika. Við þurfum að treysta fullkomlega á hann, að þessi raunveruleiki eða Guð sé hér fyrir okkur og sé tilbú- inn til að leiða okkur áfram gegnum lífið til blessunar okkur sjálfum og mannkyninu. En hvernig getum við hætt að láta hjarta okkar blæða, hætt að tárast og gert eyrun ónæm fyrir skarkala heimsins? Það gerum við allavega ekki með því að bæla tilfinningar okkar eða orkuna okkar. Heldur ekki með því að láta hana taka völdin í lífi okk- ar. Heldur með því í fyrsta lagi að viðurkenna það sem er að gerast innra með okkur, t.d. með því að viðurkenna að við höfum sársauka í hjartanu. Því næst að upplifa hann á meðan viðvera hans er til staðar, án þess að dæma okkur sjálf eða reyna að skilgreina sárs- aukann, hvaðan hann kom, hverju hann tengist o.s.frv. Við getum meira að segja unnið með tilfinningunni með því að anda inní hana og leysa hana upp þannig. Við verðum nokkurskonar áhorfendur og rannsakendur án þess að hafa eitthvað markmið annað en að „vera“. Það er jafnvel hægt að finna fyrir hamingju í miðjum sárs- aukanum (eða t.d. í óttanum) þegar sársaukinn hefur ekki völdin yfir okkur. Við erum full af bældum tilfinningum og notum allskonar aðferð- ir til að bæla þær áfram eins og með gengdarlausri leit að hamingju i veraldlegum hlutum og því sem neysluþjóðfélagið hefur uppá að bjóða. Síðan, þegar spennan verður óbærileg, förum við og höm- umst eins og vitlaus í einhverri líkamsræktarstöðinni, horfum á l RUZOMBEROK Hver eru helstu mistök kvenna í samskiptum við karlmenn? „Þessi bók gefur konum kjark til þess að líta í eigin barm og taka ákvörðun um að axla ábyrgð á lífi sínu og tilfinningum." Fanný Jónmundsdóttir, leiðbeinandi VÖXTVK ÖGRANDI • • ÓMBSSANÐJ • • HVETJANDJ • UMFRAM ALLT GÓÐ BÓK Náðuga frúin ffá Ruzomberok er saga Laufeyjar Einarsdóttur. Sönn hetjusaga íslenskrar konu úr seinni heimstyrjöldinni. Hún missti mann sinn, varð að þola vist í fangabúðum en vonin kviknaði á ný með sendiboða Rauða Kross íslands. Náðuga frúin er einstök örlagasaga, snilldarlega færð í letur af Jónasi Jónassyni. 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.