Vera - 01.12.1998, Síða 44

Vera - 01.12.1998, Síða 44
Nemendur í fataiðn í Iðnskólanum í Reykja- vík komu til liðs við Veru í tískuþætti sem Berglind Hlynsdóttir Ijósmyndari sá um. Nemarnir eru Hrönn Ósk Sævarsdóttir, Sigríður Erla Einarsdóttir, Berg- lind Ómarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir og Þröstur Sigurðsson. Þau voru spurð hvað þeim fyndist um framboð á tískufatn- aði hér á landi. í fataiðn læra nemendur að búa til sniö, taka mál og sauma flíkur og útskrifast eftir fjögurra ára nám sem sveinar í kjólaskurði eða klæðskurði. Síðan er hægt að bæta viö tveggja ára meistara- námi og verða kjólameistari eöa klæðskeri. Miklar kröfur eru gerðar til nem- enda í fataiðn og námið strangt. Á hverju ári eru teknir inn 28 nem- endur en aöeins 14 fá að halda á- fram að lokinni fyrstu önn. Því geta nemendur með 9.0 í meðal- einkunn lent í því að komast ekki áfram því svo margir eru með hærri einkunnir. Á seinni önn fjórða námsársins fá nemendur verklega þjálfun úti á vinnumark- aði hér á landi eöa erlendis. 21 árs, á 2. ári í námi. Að námi loknu stefnir hún að fram- haldsnámi í fatahönnun erlendis. & „Það vantar meiri fjölbreytni í fatnað í tískuverslunum hér á landi og mætti P vera meira til af íslenskri framleiðslu." 27 ára, á 2. ári i námi. Berglind byrjaöi ^ að sauma sér föt því hún fékk ekkert á cg1 sig i íslenskum verslunum. Hana langar aö vinna viö saumaskap í framtíðinni. „Það vantar meiri fjölbreytni í stæröum og meira úrval af fötum í verslanir hér á landi." 'S 'O 19 ára, á 3. ári i námi. Hún stefnir að því að komast í vinnuþjálfun til ® Danmerkur og síðan langar hanna í erlendan hönnunarskóla. „Mér finnst mikið úrval af tískufatnaði hér á landi en íslenska framleiðslan finnst mér of :£ mikiö miðast við fólk sem vill vera öðru vísi. Þaö þarf að breikka línuna, hafa meira af venju- legum fatnaöi - eitthvað fyrir alla.“ 24 ára, á 3. ári í námi. Langar að vinna við búningahönnun í fram- tíðinni. „Hér á landi mætti vera meira úrval af tísku- fatnaði fyrir breiðari aldurshóp, þó finn ég yfirleitt eitthvað fyrir mig þegar ég leita." 19 ára, á 1. ári í námi. Aö námi loknu langar Þröst að vinna við hönnun og hafa áhrif á tískuna. „Mér finnst að mætti vera meira af íslenskum tísku- fatnaði á markaði. Það þarf að koma upp þeirri stemn' ingu að það sé smart að vera í íslenskum fötum.“ ymiiöfr ísUdiraglkDir ffaísiIhi^irairaQíilíBir

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.