Ritmennt - 01.01.2002, Qupperneq 159
RITMENNT
ILMANSKÓGAR BETRI LANDA
íslandi til Nýa íslands - þessi öreigi sem hafði fært börn sín að fórn von-
inni um miklu ágætari framtíð, fullkomnara líf. Tár hans féllu niðrá ís-
inn. (209)
í Nýja íslandi má einnig sjá tengsl við kvæði Guðmundar Frið-
jónssonar á Sandi, Bréf til vinar míns, sem sagt er að hann hafi
ort til Baldvins Þorgrímssonar, bónda á Bergsstöðum í Þingeyjar-
sýslu, þegar hann hugðist fara vestur.32 í kvæðinu er erindi sem
á sér beina samsvörun í endurteknum hugsunum Torfa um
kindurnar, hestana, kýrnar og börnin, um það sem hann hefur
kastað frá sér og glatað:
Ætlarðu að fara út í bláinn?
yfirgefa litla bæinn?
eigum þínum út á glæinn
öllum kasta og fram á sjáinn?
Ætlarðu að glata ánurn þínum?
afbragðs-hesti, tryggum vini?
þínu góða kúakyni?
kasta í enslcinn börnum þínum?
í ævisögu Guðmundar segir Þóroddur Guðmundsson að kvæðið
hafi verið lesið upp á samkomu í Aðaldal og þegar komið hafi
verið að hendingunum „Ætlarðu að glata ánum þínum / afbragðs
hesti, tryggum vini / þínu góða kúakyni" hafi Benedikt frá
Auðnurn ekki getað orða bundist og sagt: „Mikið andskoti er
þetta gott!"33 Þá segir sagan að vegna kvæðisins hafi Baldvin
hætt við vesturför.34 Kvæðið hefur einnig haft áhrif á Halldór
Laxness sem samdi ekki aðeins við það söguna Nýja Island,
heldur minnist þess einnig í sambandi við vesturferð Jóhanns
Magnúsar Bjarnasonar í I túninu heima (188-89) og vísar þar orð-
rétt í sömu hendingar og hrifu mest Benedikt frá Auðnum.
Mynd á bls. 154: Halldór orti
mikið af kvæðum á Vestur-
heimsárum sínum og birti í
vestur-íslensku blöðunum í
Winnipeg. Eitt frægasta
kvæði sitt, íslenskt vögguljóð
á Hörpu, orti hann í San
Francisco í mars 1928 og birt-
ist það fyrst á forsíðu
Heimskringlu 18. apríl 1928
undir titlinum Islenzk vöggu-
ljóð á Hörpu. 1928. f eftir-
mála 2. útgáfu Kvæðakvers
(1949) gerir Halldór svofellda
grein fyrir kvæðinu: „Is-
lenskt vögguljóð er ort á
Hörpu 1928 1 San
Francisco." (144) Blaðið hefur
hins vegar misskilið titilinn
og birtir með kvæðinu mynd
af hljóðfærinu hörpu. Þá á
Halldór sennilega við þetta
kvæði í bréfi til Jóns Leifs,
dagsettu í San Francisco 16.
apríl 1928, þar sem segir: „Eg
hef undanfarið verið að semja
solítið af smávísum fyrir fá-
tækar sveitakonur og þurra-
búðarmannakonur að raula
við húsverk og lángar mig til
að biðja yður að sernja lag við
það." Ekki varð Jón Leifs við
beiðni Halldórs um þetta.
Landneminn mikli
í september 1927 ferðaðist Halldór um íslendingabyggðir í
Manitoba og las úr verkum sínum, m.a. söguna Nýja Island sem
af samtímaheimildum að dæma hefur verið vel tekið. I Heims-
32 Guðmundur Friðjónsson, Úr heimahögum (1902), bls. 243-44.
33 Þóroddur Guðmundsson, Guðmundur Friðjónsson, bls. 127.
34 Sama, bls. 219.
155