Vera


Vera - 01.02.2001, Qupperneq 3

Vera - 01.02.2001, Qupperneq 3
fyrir ráðningu fyrsta lektors i kynjafræðum og valið á Þorgerði Einarsdóttur í það starf. Von- andi styrkir ráðningin greinina í sessi þannig að hægt verði að bjóða upp á meira nám. Lýtaaðgerð nefnast aðgerðir sem framkvæmdar eru af lýtalæknum. í þessu blaði er ítarlega fjallað um eina tegund þeirra, brjóstastækkun í fegrunarskyni. En hvert er lýtið sem rekur svo margar ungar og vel skapaðar konur til að leggjast undir skurðhnífinn? Lýtið er brjóst þeirra - venjuleg, heilbrigð brjóst og sú tilfinning að til að verða „raunverulegar konur" þurfi brjóstin að vera stærri og stinnari. Síðastliðinn áratug hef- ur hún nefnilega komið aftur ímyndin af konunni sem kvennahreyfingin reis upp gegn fyrir 30 árum. Ný kynslóð veit lítið um þá baráttu og tekur nú út á líkama sínum svipaðar þjáningar og konur gerðu áður en frelsis- rödd femínismans skók heiminn. Framleiðendur brjóstahalda hafa notið góðs af þessari þróun. Úrvalið hefur sjaldan verið meira og þar leynast reyndar ýmsar lausnir sem eru hættuminni en skurðaðgerð og silíkonígræðsla. Það er margt sem konur hafa lagt á sig fyrir útlitið. Fyrr á öldinni reyrðu ömmur okkar sig í lífs- stykkin en á blómaskeiði nýju kvennahreyfingarinnar voru brjóstahaldarar brenndir sem táknræn aðgerð. Að hætta að ganga í brjóstahaldara var lausn undan þvingandi höftum og til varð hin nýja kona sem tók fagn- andi á móti frelsinu á fleiri sviðum. Á hverjum tíma koma útlitskröfur frá samfélaginu og það er verðugt verkefni að velta fyrir sér hvaðan krafan um stór og stinn brjóst kemur. Þau eru t.d. þungamiðjan f klámmyndaframleiðslunni sem sjaldan hefur verið blómlegri og í afþreyingarefni af öllu tagi blasir við sífellt einhæfari mynd af konum. Þeirri fyrirmynd reyna ungar konur líklega að líkjast og það skal tekið fram að Vera er ekki að gera lítið úr þeim. Þvert á móti er tilgangurinn með umfjölluninni í þessu blaði að vekja ungar konur til vit- undar um þær afleiðingar sem brjóstastækkun í fegrunarskyni getur haft f för með sér. í samtali við landlækni kemur fram að hann telur fjölgun brjósta- stækkunaraðgerða stafa af samfélagsvanda sem við verðum að berjast gegn. Þar á hann við útlitsdýrkunina sem hefur verið allsráðandi undan- farið. Vera tekur heilshugar undir þau orð. Sú staðreynd að víða um heim hafa konur veikst alvarlega af sjúkdómum sem erfitt er að greina en benda eindregið til þess að eigi rætur að rekja til silíkons í brjóstum, vekur okkur til alvarlegrar andstöðu. Við getum ekki horft aðgerðalausar á ungar konur fórna heilsu sinni til þess að stækka barm sinn um nokkra sentimetra. Það er einnig umhugsunarvert hvað vitneskjan um þessa sjúkdóma hefur farið hljótt. Það er ekki ný staðreynd að sjúkdómar kvenna séu minna metnir en sjúkdómar karla. Sú staðreynd getur ekki látið okkur ósnortnar. Hæstiréttur og dómsmálaráðherra fyrir að velja Ingibjörgu Benediktsdóttur i starf hæstaréttardómara. Aðeins ein kona hefur verið skipuð í starfið áður og í ár eru 15 ár síðan það gerðist. Stíðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna i Haag fyrir að viðurkenna loks að nauðgun sé glæp- ur gegn mannkyni. Nýlega voru þrír menn dæmdir í yfir tuttugu ára fangelsi fyrir pynt- ingar og nauðganir á múslimakonum í fanga- búðum Serba í Bosníustríðinu 1992. Mínus Silfur Egils fyrir að velja nánast eintóma karla til að tjá sig í umræðum. Sömu smástrákarnir koma þangað í þátt eftir þátt. Hvar eru sjónarmið kvenna í þessum annars ágæta þætti? Gunnar G. Schram fyrir val á fólki sem fékk að skrifa um fram- tíðarsýn sína í bók sem Gunnar ritstýrði og tengdist aldalokunum. Kynjuhlutföllin voru nítján karlar á móti þremur konum. Er ekki slæmt að mæta nýju öldinni með svo mikla slagsíðu? Heiðurslaunasjóður listamanna fyrir að sniðganga Svövu Jakobsdóttur. Verk Svövu höfðu ómæld áhrif á skilning kvenna á hlutverki sínu, þáttur hennar í íslenskri kvennabaráttu er ómetanlegur. Svava á svo sannarlega skilið að fá heiðurslaun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.