Vera - 01.02.2001, Page 6
formaður Félags framhaldsskólanema
■'v: ...
■Æm. %
V
.. .
Hún vakti athygli fyrir framgöngu sína á meðan á verkfalli framhaldsskóla-
kennara stóð. Undir hennar forystu stóð Félag framhaldsskólanema fyrir
mótmælum á Austurvelli, málþingi og friðargöngu þar sem stjórnvöld voru
hvött til að semja hið fyrsta við kennara.
Steinunn Vala ákvað að fara í menntaskóla á Akureyri. því hana langaði að
standa á eigin fótum og kynnast nýjum krökkum. Þar hellti hún sér af krafti út í
félagslífið, varð formaður leikfélagsins og ári seinna formaður skólafélagsins.
Steinunn var þeðin að bjóða sig fram sem formaður Félags framhaldsskólanema
og hlaut góða kosningu. Hún kom því suður í haust og útskrifast frá MH í vor,
síðan ætlar hún í byggingaverkfræði við HÍ og þaðan í arkitektúr í Bandaríkjunum
eða Danmörku.
„Þegar ég tók við formannsstarfinu ákváðum við að breyta stefnu félagsins og
einbeita okkur að hagsmunamálum nemenda. Ég forgangsraðaði verkefnum og
henti um sjötíu atriðum út sem ég taldi ekki raunhæft að vinna að. Við bjuggum
síðan til framkvæmdaáætlun þar sem aðaláhersla er lögð á að gera félagið sýni-
legra og kynna það í skólunum sem ekki var vanþörf á. Við settum upp heima-
síðu, effeff.is, og höfum verið í samstarfi við menntamálaráðuneytið um vinnu
að lögum og reglum sem snerta hagsmuni okkar.
Verkfallið var erfiður en lærdómsríkur tími fyrir mig. Ég hafði mikið að gera
við alls kyns upplýsingagjöf og að svara fyrirspurnum frá nemendum á netinu.
Við héldum marga fundi en það var erfitt að ná fólkinu saman því það dreifðist út
um allt í verkfallinu. Framhaldsskólanemar eru því miður ekki nógu meðvituð um
möguleikana sem við höfum til að hafa áhrif ef við bara beitum okkur," segir
Steinunn Vala, hinn röggsami formaður.
6