Vera


Vera - 01.02.2001, Page 8

Vera - 01.02.2001, Page 8
Viðtal: Svala Jónsdóttir Hanna föt fyrir femínista Vegur íslenskrar fatahönnunar fer vaxandi og stöðugt bætast nýir hönnuðir í hópinn. Á síð- asta óri stofnuðu þrjór ungar konur fyrirtæk- ið Pell og purpura, en þær hanna föt með nokkuð öðrum formerkjum en margir fatahönnuðir hérlendis. Eins og nafnið bendir til leggur fyrirtækið óherslu d vandaðan og glæsilegan fatnað og ekki er hægt að segja annað en að vel hafi tekist til. Vera hitti einn eiganda Pells og purpura, Sólborgu Erlu Inga- dóttur, að móli, skoðaði falleg föt og spurði hana út í tilurð og stefnu fyrirtækisins. „Þetta byrjaði allt á veitingahúsinu Við Tjörnina fyrir tveimur árum," segir Sólborg Erla, en hún var þá ný- útskrifuð úr hönnunarnámi. Við vorum allar með bakgrunn í listum og hönnun, þannig að við fórum að tala um fatahönnun og á endanum ákváðum við að halda tískusýningu. Hana héldum við í Nýlista- safninu á Þorláksmessu 1999 og í mars 2000 stofnuð- um við fyrirtækið. Hinir tveir eigendur Pells og purpura eru Anna Fanney Ólafsdóttir og Ingibjörg Þóra Gestsdóttir. Ingibjörg, eða Inga eins og hún er kölluð, er lærður fatahönnuður og Anna Fanney er textílkennari. Allar hafa þær bakgrunn í listaheiminum því Sólborg er menntuð myndlistarkona, Anna Fanney er með grunn í myndlist og Inga hefur meðal annars unnið við búningagerð. Þessi bakgrunnur þeirra hefur sett mikinn svip á tískusýningar fyrirtækisins, þar sem listamenn hafa verið í stórum hlutverkum. Á fyrstu tískusýningunni okkar voru myndlistarmenn, Ijóðskáld og tóniistar- menn," segir Sólborg. „Okkur gekk svo vel að vinna saman að sýningunni að við ákváðum að halda áfram á sömu braut. Sýningin okkar í Iðnó í fyrra var með þemað eldgos undir jökli og þá vorum við með danssýningu víð lifandi tónlist. Við ætlum að vinna áfram með listamönnum og við notum allskyns fyrir- sætur f sýningum og myndatökum hjá okkur." Hægt að sérpanta Pell og purpuri sendir frá sér tískulínu tvisvar á ári en auk þess geta viðskiptavinir sérpantað flíkur sem eru hannaðar samkvæmt þeirra óskum. Þannig hönnuðu þær stöllur kjól fyrir Andreu Gylfadóttur fyrir tón- leikaferð Todmobile sl. vetur og þær hönnuðu einnig fötin sem Borgardætur komu fram í fyrir jólin. Vor- og sumarlínan byrjar að koma í mars en hún er unn- in útfrá arabískum ævintýrum að sögn Sólborgar. „Okkar markmið er að fara á erlendan markað," segir hún. „Við erum með þannig föt. Það er bara eitt eintak af hverri flík og mikið lagt í þær, þannig að þetta eru dýrar flíkur. Við hönnum allskyns hátísku- fatnað sem konur geta verið í, m.a. buxur, pils, kjóla, toppa, peysur, kápur og lfka fylgihluti eins og hand- prjónaða trefla, húfur og fleira." Fötin frá Pelli og purpura fást í versluninni Omni, Laugavegi 51 og Sólborg segir að viðskiptavinirnir séu á öllum aldri þó að stærsti hópurinn hafi hingað til verið á aldrinum 25 - 50 ára. Fötin okkar eru fyrir sjálfstæðar konur sem vita hvað þær vilja og þora að vera öðruvísi. Eiginlega erum við að hanna föt fyrir femínista," segir hún og brosir. Sólborg tók þátt í námskeiðinu Brautargengi á síðasta ári og segir hún það hafa hjálpað mikið til við að koma fyrirtækinu af stað. Þetta var mjög gagn- legt námskeið sem kenndi okkur allt um það hvernig á að byggja upp og reka fyrirtæki. Við lærðum alveg rosalega mikið á þessu og erum núna að byggja á því sem við lærðum á námskeiðinu." Á námskeiðinu voru fleiri hönnuðir og það varð til þess að þær fóru að huga að því stofna samtök hönnuða. Okkur langar til þess að efla fatahönnun á íslandi og gera veg hennar sem mestan," segir Sól- borg að lokum. „Það eru svo margir góðir fatahönn- uðir til á íslandi og það er um að gera fyrir okkur að standa saman." o 8 Ingibjörg, Anna Fanney og Sólborg

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.