Vera


Vera - 01.02.2001, Blaðsíða 11

Vera - 01.02.2001, Blaðsíða 11
Margrét lauk BA prófi í sagnfræði frá HÍ 1993 og vann eftir það og með skóla í Árbæjar- safni. Síðan sneri hún sér að ritun bókar um íslenska stúdenta í Kaupmannahöfn sem kom út 1996 undir heitinu Babýlon við Eyrarsund. Bókin er að mestu byggð á heimildum úr fundagerðarbók- um Hins íslenska stúdentafélags sem starfði á ár- unum 1893 til 1970. í félaginu voru nær eingöngu karlmenn enda var konum ekki leyfð innganga lengst af. Þær störfuðu hins vegar f Félagi náms- manna í Kaupmannahöfn sem var stofnað um svip- að leyti og stúdentafélagið var lagt niður. „Funda- gerðarbækurnar eru einstaklega skemmtilegar enda komu margir góðir pennar við sögu og mikil áhersla lögð á að skrá viðhorf félagsmanna til stjórnmála og menningarmála í bland við drykkjusögur. Ég bjó um tfma á Garði, Regensen, til að upplifa andrúms- loftið og fór að sjálfsögðu á krárnar sem þeir sóttu á sínum tíma," segir Margrét. Næst sneri Margrét sér að mastersnámi í félags- sögu 20. aldar í University College í London. Hún skrifaði lokaritgerð um hrun togaraútgerðar í Hull eftir síðasta þorskastríðið við íslendinga. „Ég þjó í Hull f þrjá mánuði þegar ég var að afia efnis og tal- aði við fjölmarga togarasjómenn. Ég byggði ritgerð- ina út frá sjónarhóli þeirra, hvað þeim fyndist að hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir hrun útgerðarinnar eftir að síðasta þorskastríðinu lauk. Þeim var lofað bótum frá bresku ríkisstjórninni en þegar á reyndi voru öll loforð svikin. Sjómennirnir voru skilgreindir sem lausráðnir starfsmenn útgerð- anna og samkvæmt atvinnuleysisþótalögum í Bret- landi áttu eingöngu þeir sem höfðu starfað í tvö ár óslitið hjá sömu útgerð rétt á þótum. Þar sem nýr samningur var gerður fyrir hvern túr uppfylltu þeir ekki þessi skilyrði. Undanfarin 18 ár hafa sjómenn- irnir staðið í baráttu við bresku ríkisstjórnina og hafa nú loks fengið sigur. Bæturnar hafa verið borg- aðar út og búið er að leiðrétta þetta misrétti og loksins heyra þorskastríðin sögunni til. Það var á þessari undirbúningsvinnu sem við byggðum myndaflokkinn um þorskastríðin og hóf- um vinnu að gerð myndarinnar um svipað leyti og ég var að ljúka mastersritgerðinni. Þættirnir rekja sögu þorskastríðanna og byggjast einnig á viðtöl- um við íslenska varðskipsmenn þar sem þeir segja frá frækilegri framgöngu sem átti ekki minnstan þátt í sigri íslendinga. Þættirnir fengu eitt mesta áhorf sem hefur mælst á Stöð tvö en við gáfum þá einnig út á sölumyndböndum sem seldust vel fyrir jólin. Við höfum samið við BBC um að búa til sjötíu mínútna útfærslu á þáttunum fyrir breskan markað og verður sá þáttur sýndur í júní þegar 25 ár verða liðin frá lokum síðasta þorskastríðsins." Sterkar og kraftmiklar sjómannskonur Margrét byggði mastersritgerð sína nær eingöngu á viðtölum við sjómenn í Hull en hafði hug á því að víkka sviðið út og ræða við konur þeirra og börn og gera það að doktorsverkefni. En þá kom heimilda- myndagerðin inn í líf hennar og það er svo skemmtileg vinna að doktorsverkefnið mun bíða. „Þegar ég sagði félögum mínum í MaGus frá þessum áætlunum varð til hugmyndin að heimilda- myndinni um sjómannskonurnar. Ég kannaði að- stæður sjómannskvenna í nokkrum löndum og við ákváðum síðan þessi fimm lönd en myndin fjallar um eiginkonur togarasjómanna á íslandi, Noregi, Bretlandi, Kanada og iapan. Ég dvaldi í tvær vikur á hverjum stað og fann konur í þáttinn, síðan fór ég aftur með kvikmyndafólkinu og úr þessu varð klukkutíma heimildamynd sem við nefnum ástar- sögu sjómannskvenna. Myndin fjallar um það sem sjómannskonur almennt þurfa að ganga í gegnum, um það hvernig þær haga lífi sínu á meðan menn- irnir eru langdvölum í burtu, samskiptin á milli hjónanna, barnauppeldið o.s.frv. Mér finnst konurn- ar eiga það sameiginlegt að vera mjög sterkar og kraftmiklar, eins og sjómannskonur hafa verið í gegnum tíðina. Myndin hefur vakið athygli víða og við höfum selt hana til nokkurra landa og fleiri íhuga kaup á henni." Konur í íslensku atvinnulífi Nýjasta verkefnið sem Margréti hefur nú boðist er að búa til sjö hálftíma þætti fyrir Stöð tvö um kon- ur í íslensku atvinnulífi eða konur sem eru að fást við áhugaverð viðfangsefni. Þættirnir verða vikulega á dagskrá og byrja í mars. Um framtíðina segir hún að sig langi til að sinna fræðunum áfram með því að miðla þeim á alþýðlegan hátt til fólks frekar en að stunda fræðilegar rannsóknir. Hún hefur ásamt félögum sínum í MaGus unnið að heimildaþáttum um Vestmannaeyjagosið og nokkur önnur verkefni sem ekki er tímabært að tala um ennþá. „Þetta form hentar mér mjög vel," segir Margrét. „Mér finnst gaman að hitta fólk og hef úr nokkrum verkefnum að velja í framtíðinni. Ég gæti hugsað mér að vinna á alþjóðlegum vettvangi og hef fengið nokkra innsýn íþann heim á alþjóðlegu heimilda- mynda hátíðunum sem við höfum sótt. Okkur hefur verið vel tekið þegar við höfum kynnt myndir okkar á þessum hátíðum og sjáum að íslensk dagskrár- gerð er vel samkeppnisfær við það sem er að gerast í öðrum löndum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.