Vera - 01.02.2001, Blaðsíða 13
Þær vildu ekki lengur sitja heima og lesa heldur safna liði og berjast!
Anna: Ég held einmitt að forsíðan þrælvirki - forsíðan sjálf
er ádeila á útlit kvenna.
Helga: Ég hef heyrt að sumir hafi hætt við að gefa bókina í
jólagjöf út af forsíðunni. Sem er auðvitað fáránlegt því allar
stelpur frá 12 ára aldri ættu að lesa bókina. Þar er nefnilega
fjallað um mörg mál sem koma fyrst fram við kynþroskaald-
ur, t.d. er bent á að þó maður sé orðin kynþroska þá er
maður ekki almenningseign. Strákar hafa ekki rétt á að káfa
á stelpum þó þær séu orðnar kynþroska. Ég man eftir þvf
þegar ég var unglingur og lenti f þvf að einhver karl káfaði á
mér í strætó. Ég þorði ekki að gera neitt þvf ég vissi ekki
hvað ég ætti að gera. Enginn hafði varað mig við svona
körlum.
Anna: Eða þessir karlar sem eru að klípa mann í rassinn.
Ætli þeir haldi að konum finnist það gott?
í Píkutorfunni er m.a. fjallað um kynfræðslu í skólum.
Hvert er álit ykkar á kynfræðslu í íslenskum skólum?
Anna: f kvikmyndum eru mjög sjaldséðar leikkonur með lítil
brjóst. Þær eru allar með stór brjóst, reyndar stundum of
stór að mínu mati. Ég hef ekki ennþá gleymt brjóstunum á
einni leikkonunni í myndinni I know what you did last summer.
Myndin hefði frekar átt að heita I saw your breasts last
summer and I am still seeing them.
Helga: Oftast er þetta eitthvað í hausnum á stelpum. Af
hverju ætti stelpa eða kona sem er óánægð með sig að
verða ánægðari eftir brjóstastækkun? Er ekki eitthvað ann-
að að?
Anna: Ég þekki konu sem fór f brjóstastækkun eftir barn-
eignir þvf hún hafði verið með brjóst áður en hún eignaðist
börnin og vildi fá brjóstin sín aftur. Ef kona heldur að hún
verði ánægðari eftir brjóstastækkun þá sé ég ekkert athuga-
vert við það. Hennar er valið.
Haldið þið að þessi ofuráhersla á líkamsdýrkun og stór
brjóst eigi eftir að minnka á næstunni?
Anna: Kynfræðsla í skólum er nánast engin. Það er allt of
mikið lagt upp úr tæknilegum atriðum í kennslutfmum eins
og umfjöllun um tíðahringinn og þess háttar. Það var alltaf
mjög asnalegt andrúmsloft í skólanum þegar
fjallað var um kynlíf. Það var aldrei hægt að
tala um þetta af viti.
Helga: Ég man eftir áhugaverðum myndbönd-
um sem sýnd voru f kynfræðslutímum en um-
ræðan og kennslan var mjög slöpp. Ég leitaði
sjálf eftir flestum þeim upplýsingum sem ég
þurfti í bókum eða hjá vinum.
Hrafnhildur: Það eina sem ég man eftir er
umfjöllunin um tíðahringinn og ég lærði mest
um hann í kynfræðslutímum.
Helga: Það er mikilvægt að vita ýmsilegt um
tíðahringinn og önnur tæknileg atriði en það er náttúrulega
fáránlegt að fjalla ekki um tilfinningar og önnur atriði eins
og t.d. snípinn og hvað örvar konur kynferðislega. Hvernig
er t.d. hægt að ætlast til að strákur fullnægi stelpu ef hann
veit ekkert um snfpinn? í kynfræðslutímum var mikið lagt
upp úr þvf að við lærðum hvað örvar stráka kynferðislega
og hvernig á að fullnægja þeim. Það voru meira að segja
margar aðferðir nefndar.
Anna: Ég man eftir einni setningu úr kynfræðslutfma sem
var eitthvað á þessa leið: Karlmaður finnur fyrir vellíðan
þegar limurinn hreyfist inn og út um leggöngin. Það hefði
nú alveg mátt bæta við: Konum finnst það líka stuð - eða
eitthvað álfka.
Hrafnhildur: f framhaldsskóla fór kynlíffræðslan fram f líf-
fræðitímum og var sáralítil og nánast endurtekning á því
sem við lærðum í grunnskóla. Þar ætti einmitt að nota
tækifærið og vera með almennilega fræðslu í framhalds-
skólum.
Hvað finnst ykkur um þessa ofuráherslu á brjóst og
brjóstastækkanir?
Anna: Ég hef misst af einhverju... er þetta orðið eitthvað
meira en áður?
Helga: )á, kfktu á heimasíðu Versló. Þar eru ekki myndir af
stelpum heldur brjóstum. Það er einmitt
hætt við að fólk gleymi að það er persóna á
bak við brjóstin. Ég vona að konur átti sig á
að það er ekki stærð brjóstanna sem skiptir
máli heldur þær sjálfar.
Anna: Þetta hlýtur að ná hámarki og taka
svo enda. Ég nenni ekki að taka þátt í
þessu. Mér finnst ég ógeðslega sæt og er
mjög hrifin af sjálfri mér.
Hvað ætlið þið að gera í framtíðinni?
Anna: Ég hef aldrei séð mig fyrir mér sem hálaunamann-
eskju f framtíðinni því það eru engin í kringum mig hálaun-
uð. Ég er Ifka raunsæ og veit t.d. að bróðir minn á eftir að
fá betri laun en ég í framtíðinni. Ég er hins vegar ekki að
segja að ég vilji hafa það svoleiðs - þvert á móti. Mín fram-
tíðarmynd er ótrúlega óráðin. Ég veit hvað ég ætla ekki að
gera, þ.e. ég ætla ekki að vinna á elliheimili né að koma ná-
lægt umörinun. Ég er að vinna á dvalarheimili um þessar
mundir og það er ótrúlega vanmetið starf og illa launað. Ég
er spennt fyrir tölvunámi því mig langar að sýna að stelpur
geti líka orðið klárar á tölvur. Annars hef ég engar áhyggjur
því ég trúi á sjálfa mig.
Hrafnhildur: Ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að
verða þegar ég verð stór. Ég ætla í Háskólann eftir stúd-
entspróf en ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að læra.
Helga: Ég ætla í læknisfræði. Reyndar var ég um tíma hætt
við að fara f læknisfræði því fólk var svo mikið að tala um
hvað námið væri erfitt. Núna er ég búin að ákveða að
hlusta ekki frekar á þessar raddir og stefni ótrauð á læknis-
fræðina. Framtfðin er mjög björt.
Helga: Ég var mjög seinþroska og leið rosalega illa yfir þvf.
Stundum grét ég á kvöldin af ótta við að enginn ætti eftir
að vilja mig af því ég var ekki með brjóst. Þetta er auðvitað
faránlegt en það sýnir kannski best hvernig ég meðtók
þessa umræðu í samfélaginu og meðal jafnaldra. Ég er ekk-
ert að velta þessu fyrir mér lengur enda fékk ég brjóst á
endanum. Ég held hins vegar að klámvæðingin hljóti að
hafa eitthvað að gera með þessa ofuráherslu á stór brjóst.
„Ég hef heyrt stráka tala um hvað þeim
finnist forsíðan viðbjóðsleg. Hafa strákar
aldrei séð venjulegar konur? Ég held að
fólk sé í einhverri afneitun."
13