Vera - 01.02.2001, Page 39
Hvað er ferilskró?
Ferilskránni þinni er ætlað að sýna þig
í þfnu skærasta ljósi og markmiðið
með henni er að komast f atvinnuvið-
tal þar sem þú færð frekari möguleika
á að láta Ijós þitt skfna. Ferilskrá er
ekki viðurkennt, staðfest skjal með op-
inberum stimpli og ferilskrá er ekki
heldur umsókn um starf.
Hverju ó ferilskróin að lýsa?
Þér og hverju þú hefur afrekað. Aðalat-
riðin eru menntun og starfsreynsla. Á-
herslan er á afrek og viðfangsefni sem
skipta mestu máli fyrir starfið sem þú
ert að sækjast eftir núna. Góð ferilskrá
á að geta spáð fyrir um frammistöðu
þína í nýju starfi.
Algengustu mistökin við gerð ferilskróa
Að geta þess ekki hvaða
starfi er verið að sækjast eftir.
Viðkomandi er þá of upptekin
við að búa til fína ferilskrá og
gleymir að taka fram hverju
hún / hann sækist eftir.
Fyrsta skefið í að búa til
ferilskró
Að ákveða hvaða starfi þú
vilt sækjast eftir og koma
því fremst í ferilskránna í
fimm til sex orðum.
Ert þú ekki viss um hvar eða
við hvað þú vilt vinna?
Þá verður þú að eiga nokkrar ferilskrár
sem hafa mismunandi störf að mark-
miði. Mundu mikilvægi þess að hafa
ákveðna stefnu varðandi störfin sem
þú sækist eftir.
I hvaða röð ú skrúin að vera - tíma eða
verkefnaröð?
Hefðbundin röð er tímaröð og ýmis-
legt bendir til þess að atvinnurekendur
vilji frekar fá skrána f þeirri röð. Aftur á
móti gæti verið gott að láta fylgja með
sérstakan verkefnalista ef ætlunin er
að skipta um starfsvettvang..
Engin starfsreynsla ú viðkomandi sviði?
Náðu þér í reynslu. Gott ráð er að
finna aðila sem er reiðubúinn að hafa
þig með í verkefnum jafnvel þó um
sjálfboðavinnu sé að ræða. Nokkrir
dagar eru betri reynsla en engin og því
lengri tími og fjölbreyttari verkefni því
betra - auðvitað.
Hvað með eyðu í ferlinum?
Ekki Ifta á eyðuna sem eyðu. Nefndu
það sem þú varst að fást við á þessum
tíma. Þú getur hafa öðlast verðmæta
reynslu þó þú hafir ekki verið í laun-
aðri vinnu. Dæmi: 1993 -1995 í fullu
starfi sem foreldri (fjölskyldustjórnun)
1995 - 1996 ferðlög vegna atvinnu
maka og skólagöngu barna.
Hér reynir á hugmyndaflugið (og
minnið).
Starfsferill sem einkennist af mörgum
störfum ú stuttum tíma
Til að forðast þá tilfinningu að þú
„tollir" hvergi í vinnu má spyrða saman
álíka störf hjá nokkrum fyrirtækjum á
eftirfarandi hátt 1995 - 1997 þjónustu-
og afgreiðslustörf í verslunum. 1997 -
1999 skrifstofu- og ritarastörf f þjón-
ustu- og framleiðslufyrirtækjum.
Þú getur einig sleppt þeim störfum
sem þú telur litlu eða engu máli skipta
fyrir það starf sem þú sækist eftir núna.
Gúð leið til að ganga í augun ú
atvinnurekanda
Settu í ferilskránna eins mikið af VAL
lýsingum og þú mögulega getur. VAL
stendur fyrir VANDAMÁL / AÐGERÐIR
/ LAUSNIR. Þá lýsir þú fyrst vandamál-
inu sem var fyrir hendi, síðan hvað þú
gerðir til að leysa það og að lokum
þeim ávinningi sem lausnin hafði í för
með sér. Notaðu lykilorð og orðasam-
bönd eins og „tók frumkvæðið", „hef
leiðtogahæfileika", „sætti aðila" „kom
með lausn" o. s.frv.
Er hægt að komast hjú mismunun
vegna aldurs?
Á íslandi er það erfitt vegna kennitölu-
notkunar (eða ofnotkunar). Aldur um-
sækjanda liggur yfirleitt ljóst fyrir þeg-
ar kemur að því að velja umsækjendur
í viðtöl. Það má þá grípa til þess ráðs
að hafa í ferilskránni aðeins siðustu
tfu til fimmtán ár af starfsferlinum og
sleppa kennitölunni. Einnig má hafa
skrána í verkefnaröð í stað tímaraðar.
Hversu langt aftur í tímann ú að rekja
ferilinn?
Nógu langt en ekki of langt. Yfirleitt
duga tíu til fimmtán ár nema að fyrir
þann tfma hafir þú öðlast reynslu sem
skiptir máli fyrir starfið sem þú sækist
eftir núna.
Sumarstörf og vinna með númi
Nota má orðasambönd eins og „sumar
1998" eða „með námi veturinn 1999"
o.s.frv. Betra er að skrá þessi störf á
þennan hátt heldur en að láta líta svo
út sem þetta væru störf unnin í
skamman tíma af einhverjum öðrum
ástæðum. Atvinnurekendur gætu líka
litið það jákvæðum augum að nem-
endur hafi unnið launaða vinnu sam-
hliða náminu.
Aðeins einn vinnuveitandi ú sl. úratugum
Þá er gott að ná fram línulegri mynd
sem lýsir framþróun þinni innan fyrir-
tækisins og einnig að nefna öll verk-
efni og starfsheiti sem þú
hefur borið. Ef þú hefur
byrjað sem ræstitæknir
og ert núna verkstjóri þá
er um að gera að lýsa
ferlinu þarna á milli.
Ahugamúl og
tómstundaiðkun
Áhugamál og tómstunda-
iðkun eru yfirleitt ekki tí-
unduð í ferilskrá nema
það skipti máli varðandi
það starf sem sóst er eft-
ir. Ef sótt er um starf í
gróðrarstöð er gott að
nefna að þú hafir „græna fingur" og
eigir 200 fm. verðlaunagarð en aftur á
móti skiptir það litlu máli hvort þú
hafir yndi af leiklist. Þetta er samt
alltaf matsatriði og má þar nefna að ef
þú veist að forstjórinn er „hlaupari" og
þú ert það einnig þá nefndu það svo
lítið beri á.
Útlit ó ferilskró
Mörgum atvinnurekendum er meinilla
við flottan og dýran pappír og telja að
um yfirborðsmennsku sé að ræða svo
notið því látlausan hvítan eða bein-
hvítan pappír. Gæði pappírsins geta
farið eftir stöðu þess starfs sem þið
sækist eftir. Notið aldrei litaðan pappfr
því ef skráin er Ijósrituð þá verður af-
ritið óskýrt.
Hvað með tölvupóst?
Ef ferilskrá er send með tölvupósti
biðjum við viðtakanda að staðfesta
móttöku og að skjalið hafi verið læsi-
legt. Notið einfalda og algenga stafa-
gerð (Times New Roman klikkar ekki)
svo meðhöndlun skráarinnar sé sem
auðveldust fyrir viðtakanda.
Er ferilskráin
þín vænleg
til árangurs?