Vera


Vera - 01.02.2001, Blaðsíða 48

Vera - 01.02.2001, Blaðsíða 48
Femínískt uppeldi Femínískt uppeldi er nýr þáttur í Veru í umsjón Guðrúnar M. Guðmundsdóttur mannfræðings. Guðrún skrifaði grein um sama efni í Píkutorfuna og vakti margar konur til umhugsunar um mikilvægi þess að ræða við börn um jafnréttismál. Draumsýn femínistans em femínisti og móðir tveggja dætra, 9 og 11 ára, velti ég mikið fyrir mér hvaða áhrifaþættir móti hugmyndirog heimssýn barna sem síðan mynda þá persónu sem þær verða í framtíðinni. Ég get ó- mögulega gert mér í hugarlund alla mótunarþættina en ég þykist vita að uppalendur og samfélagið gegna þar lykilhlutverki. Ég kýs þvf að beita áhrifum mfnum sem uppalandi og ala dætur mínar upp í femínisma sem felur í sér að draga í efa réttmæti samfélagsgerð- ar sem staðsetur karla ofar konum í metorðastiga. Með því fipa ég vonandi áhrif hefðþundinnar félags- mótunar á líf þeirra. Ég legg þetta tfma- og orkufreka erfiði á mig einfaldlega vegna þess að mér mislíka þau skilaboð sem ég tel samfé- lagið senda stúlkum og konum um hlutskipti sitt í lífinu. Ég vil með þessu móti reyna að gefa þeim aukið frelsi til að velja eigin farveg án fyrirfram mótaðrar forskriftar um „eðli- lega" kvenhegðun sem laumað er að þeim í formi skilaboða frá vöggu til grafar, frá morgni til kvölds og úr öllum mögu- legum áttum. Mig langar að forða þeim frá því að trúa því að karlar séu eitthvað merkilegri en konur þó að samfélagið byggi á þeím regin misskilningi. Að taka þátt í hlutgervingu kvenna (objectification) sem elur á þeirri mýtu að gott útlit og kyn- þokki tryggi hamingju, vellíðan og öryggi þar sem það felur f sér aðdáun annarra. Því það hlýtur að vera óáreiðanlegt að byggja sjálfsmynd sína á mati annarra en þess í stað tel ég meira vit vera í því að leggja áherslu á að rækta sína innri konu, vera sjálfstæð, gefandi og góðhjörtuð og öðlast þannig velvild annarra á þeim grundvelli. Ég tel einnig mik- ilvægt að þær haldi ekki að undirgefni, hógværð og trygg- lyndi (byggð á valdamuni kynjanna) sé dyggð sem konur eigi að hafa í hávegum. Því ég tel hinar svokölluðu „kvennadyggðir" vera rótina að þvf að konur láti karla kúga sig sem er engum til góðs. Aðferðin sem ég nota óspart er að benda þeim á þegar ég kem auga á kynjamisrétti í hin- um ýmsu birtingarformum. Ég er iðin við að benda þeim á hið sýnilega sem felur í sér m.a. að grípa hin ýmsu tölfræði- hlutföll á lofti, til dæmis þá staðreynd að af 100 stærstu fyr- irtækjum landsins er aðeins einn kvenforstjóri, allt um launamismun o.s.frv. Konu finnst.... En mér finnst hin óljósari skilaboð skipta jafnvel meira máli því þau smjúga inn í vitund okkar og festast þar í sessi. Til að koma í veg fyrir þetta hvet ég þær t.d. óspart til að telja hversu oft viðtöl eru tekin við konur í samanburði við karla í fréttunum, hversu oft teiknimyndir og annað barnaefni fjalla um hressa, hnyttna og sniðuga stráka, hvernig kennarar koma fram við stelpur og stráka á ólíkan hátt, hversu mikil áhersla virðist vera lögð á að tónlistar- konur f myndböndum séu sætar og sexý á meðan meira virðist vera lagt upp úr að strákarnir séu þráðir, dáðir og of- urtöff. Mér finnst karllægni íslenskunnar mjög mikilvægt umræðuefni í þessu samhengi. Sem dæmi um það má nefna að orðið „maður" er samheiti yfir mannkynið en er aldrei notað ef aðeins konur eiga í hlut. Við mæðgurnar erum orðnar nokkuð góðar í að sneiða hjá þessu og erum nýfarnar að reyna nýja máltækni og segjum: „Konu finnst auðvitað mjög erfitt þegar kona er spurð." Einnig notum við orðið menn aðeins fyrir karla til að komast hjá þessari „normaliseringu" á karlkyninu. Við segjum því fræðikonur og -menn, stuðningskonur og -menn o.s.frv., þegar það er mögulegt, þó svo það kunni að hljóma hálfundarlega stundum. Ég er löngu hætt að þurfa að brydda upp á öllum at- hugasemdum sjálf þar sem dætur mínar taka fullan þátt í kvenréttindapælingum enda með femfnistaaugun og -eyrun galopin. Ég met árangur minn einmitt útfrá því sem þær sjálfar taka eftir og er aldrei montnari af þeim en þegar þær sýna femíníska tilburði. Aðeins einu sinni hef ég velt því fyrir mér hvort ég gangi nokkuð of langt f sannfæringu minni. Það var þegar ég spurði yngri dóttur mfna nýlega hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór. Hún hugsaði sig um og sagði svo döpur í bragði: „Já, en mig langar ekk- ert að búa á Akureyri." Ég varð eitt spurningamerki í framan þar til hún sagði: „Er ekki búið að flytja Jafnréttis- ráð þangað?" Það hlýtur að vera óóreiðanlegt að byggja sjólfsmynd sína ó mati annarra. Þess í stað tel ég meira vit vera í því að leggju óherslu ó að rækta sína innri konu, vera sjólfstæð, gefandi og góðhjörtuð og öðlast þannig vel- vild annarra ó þeim grundvelli. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.