Vera


Vera - 01.02.2001, Qupperneq 53

Vera - 01.02.2001, Qupperneq 53
I Buffy þáttunum er búið að snúa kynjahlutverkunum við og áherslan er á Angel sem kyntákn. Bríet mælir með Kvikmyndinni Crouching Tiger Hidden Dragon. Ógeðslega flott mynd með flottum kvenhetjum sem geta rústað öllum með bardagatækninni, skemmtilegur söguþráður líka. R&B hljómsveitinni Destiny's Child. Klárar stelpur sem syngja ekki um að þær hafi verið fæddar til að gera karlmanninn hamingjusaman (eins og sumar Britneyjar Spearsar) heldur um sjálfstæðar konur eins og kemur fram í nýjasta undrinu þeirra Independent Women sem er aðallagið í Charlies Angels. Feðraorlofi þó að í ár sé það aðeins mánuður sem feður mega taka með barninu sinu þá hefur það sýnt sig í rannsóknum að þegar pabbinn tekur feðraorlof þá nær hann betra sambandi við barnið, lærir betur á heimilið og þar af leiðandi verður meira jafnrétti í heiminum. Hannyrðabúðinni Slétt og brugðið á Skólavörðustígnum. Þar fá viðvan- ingar umburðarlyndi og góða hjálp í prjónaskap. Kvikmyndinni Love and Basketball sem er nýkomin á myndband. Myndin fjallar um það hvað stelpur eiga erfitt uppdráttar í iþróttum og fá litla hvatningu. Leikstjóri myndarinnar er kona. Buffy rís upp gegn feðraveldinu Rubert Giles er leiðbeinandi Buffy, „the watcher". Hann var sendur til Sunnydale af „The Watchers Counscil" og vinnur sem bókasafnsvörður í skólanum. Það er hans hlutverk að þjálfa hana líkamlega sem andlega til þess að takast á hendur köllun sína. „The Watchers Counscil" er sterk feðraveldisstofnun og fólkið sem við sjáum koma frá þessari stofnun eru allt íhaldssamir, hvftir karlmenn með breskan hreim. Ráð- ið hefur tekið að sér-að stjórna lífi ungra stúlkna í margar kynslóðir og því hefur tekist að stofngera vampírubana náðargáfuna. Vampírueyðirinn á að hlýða leiðbeinanda sínum skil- yrðislaust en Buffy hinsvegar neitar oft að fara eftir því sem Giles leggur til. í upphafi serí- unnar neitar hún að hún sé vampírueyðirinn og neitar að hlýðnast köllun sinni. Hún leggur líf sitt í hættu vegna þess að hún vill gera hlutina á sinn hátt, hún gerir uppreisn gegn feðraveldinu og fer ekki eftir reglum þess nema það henti henni. Það versta sem hún gerir er að verða ástfangin af vampíru, af ó- vininum. Kynjahlutverkunum snúið við Angel er 240 ára gömul vampfra sem hefur endur- heimt sálina sína og samvisku, hann er sem sagt hættur að drepa fólk. Hann er stór, herðabreiður og skuggalegur, með flóttalegt augnaráð. Það er nokkuð augljóst frá byrjun að Buffy og hann laðast hvert að öðru. Smám saman fara hlutirnir að gerast og úr verður eldheitt ástarsamband sem á sér ekki farælan endi. Femínistar hafa gagnrýnt það að í sjónvarpi séu konur eingöngu sjónræn viðföng sem karlmenn fá að glápa á. f Buffy þáttunum er búið að snúa kynjahlut- verkunum við og áherslan er á Angel sem kyntákn. Þegar Buffy kemur í heimsókn er hann oft ber að ofan og þegar hann er að slást rifnar skyrtan svo að sést í stæltan brjóstkassann. Það er ekki bara hér sem kynjahlutverkunum er víxlað í sambandi þeirra. í fjölmiðlum eru karlar oft- ast virkir og drottnandi en konur auðmjúkar og laga sig að vilja karlanna sem eru þeim við hlið. Það hefur líka lengi verið umtalað að kvenhetjum er alltaf bjarg- að af draumaprinsunum á síðustu stundu en það virðist ekki einusinni koma til greina í þessari þátta- röð. Angel kemur alltaf aðeins of seint, Buffy er nýbú- in að leysa sig sjálf út úr ó- göngunum þegar hann birtist og þegar Buffy biður hann um hjálp þá berjast þau hlið við hlið sem jafningjar. Femínism- inn í þáttunum kemur aðal- lega fram í persónu Buffy og köllun hennar sem vampíreyð- is. Buffy er sterk, sjálfsörugg, sjálfstæð, óhlýðin og brýtur upp hefðbundin kynjahlutverk. Hún er góð fyrirmynd fyrir unglingsstelpur vegna þess að hún sýnir að það er allt í lagi að vera soldið villt og gera ekki alltaf eins og ætlast er til. Þó að sögu- svið þáttanna eigi sér ekki stoð f raunveruleikanum gæti Buffy verið venjuleg stelpa því hún glímir við raunveruleg vandamál sem eru ekki klisjugerð eða kaffærð af skilaboðum um hina eða þessa hegðunina. Unglingsstelpa sem gerir uppreisn gegn feðraveldinu getur ekki verið annað en femínísk hetja og tækifærið sem áhorfendur fá til þess að glápa á Angel er einnig skemmtileg tilbreyting. Því meira sem ég hugsa um Buffy og vini hennar í Sunnydale verð ég öruggari á því að það hafi verið ætluninn að skapa femíníska hetju fyrir ungar stelpur. Femínisminn í þóttunum kemur aðallega fram í persónu Buffy og köllun hennar sem vampíreyðis. Buffy er sterk, sjólfsörugg, sjólfstæð, óhlýðin og brýtur upp hefðbundin kynjahlutverk. o 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.