Vera


Vera - 01.02.2001, Blaðsíða 55

Vera - 01.02.2001, Blaðsíða 55
t V Barbara Morgenstern Fjorden Fyrir nokkrum árum áskotnaðist mér diskurinn vermona et 6-1 með þýsku stelpunni Barböni Morgenstern Hann var afar vinsæll í mínum geislaspilara svo að þegar ég heyrði hjá Jóa í 12 Tón- um að nú væri kominn nýr Barböru Morgenstern diskur varð ég öðru frem- ur ofsakát. Þetta er blanda af sungnum lögum og ósungnum en þau eiga öll sameiginlegt að hafa eitthvað afskap- lega skemmtilegt og skrítið skemmtara- orgel í aðalhlutverki ásamt röddinni. Útsetningarnar á þessari plötu eru aðeins flóknari en á þeirri fyrri sem var nánast bara skemmtari inni í stofu og Barbara að syngja með. Hér er hún orð- in metnaðarfyllri og leyfir lögunum að fá meira kjöt á beinin. Hún nýtir sér líka „sampl"-tæknina aðeins betur og hér og þar má heyra alls kyns brök og bresti og flugu að suða og vatn að leka og alls kyns skreytingar úr ólíkum áttum. Fyrir utan þetta heldur betur áhugaverða umhverfi laganna er stúlk- an með prýðilegar lagasmíðar og skemmtilega einfaldar sönglínur og svo fylgir disknum textabæklingur. Því er alveg gráupplagt að æfa sig á skóla- þýskunni og syngja með Barböru og leyfa henni að heilla sig upp úr skón- um með óvæntum trommuheilum og ðevintýraskemmturum þess á milli. í einu laginu er eins og hún sé búin að kreista úr appelsínu yfir allt lagið og það sé þessvegna klístrað og það braki í því. f öðru lagi er millikafli þar sem trommurnar minna mest á langferða- bíl með gangtruflanir og eflaust, ef vel er leitað, er ýmislegt annað bitastætt sem ímyndunaraflið fæðir af sér f tengslum við sum skemmtilegu hljóð- in hennar Barböru. Blonde Redhead Melody of Certain Damaged Lemons Blonde Redhead er hljómsveit frá New York sem inniheldur japanska söng- konu og ftalska tvibura og hefur verið að sýsla við tónlist sfðan 1993. Nýjasti diskur þeirra: Melody of Certain Damaged Lemons, er hreinasti gull- moli, rétt tæpar 40 mfnútur að lengd en afar grfpandi og vel samin lög og laglínur. Hljómsveitin skartar þeirri ffn- ustu blöndu af góðum söngvara og góðri söngkonu sem ég hef heyrt í lengi og tekst þeim oftast að skapa mjög heillandi stemningu. Þetta er fremur angurvært rokk/popp en mikið lagt upp úr dramatískum útsetningum með mikilli strengja- og píanónotkun sem setur sinn svip á diskinn. Samt er undirtónninn Ifka búinn til úr reiðileg- um gítarleik sem setur mikla spennu í angurværðina. f ofanálag eru svo gítar- línurnar seiðandi og allt að þvf dáleið- andi og virðast vera samdar nær ein- göngu til þess að galdra hlustandann með sér aðeins lengra inn í skógivaxna blöndu af reiðilegri rómantík og væmnum hráleika. Lögin sem söngv- arinn syngur bera með sér vott af Elliot Smith áhrifum en á köflum minnir hann líka á söngvara Sonic Youth, Thurston Moore. Söngkonan hefur mikla sérstöðu í söngstíl, hljóm- ar oft eins og hún sé örlítið hrædd í röddinni en á mjög jákvæðan hátt! Söngvarinn og gítarleikarinn með seið- andi galdragftarlínurnar hafa eflaust svona áhrif á hana, hún er bara eitt- hvað skelkuð við drungalegt andrúms- loft tónlistarinnar. Vel þess virði að at- huga hvað þessir alþjóðlegu tónlistar- menn bjóða upp á í framtíðinni. Goldfrapp Felt Mountain Söngkonan Alison Goldfrapp, sem frægust er fyrir að hafa sungið með Trichy, Peter Gabriel og Orbital, hefur nú gefið út sína fyrstu sólóplötu og hvílík plata það! Hún er sett upp eins og kvikmyndatónlist en auðvitað er myndin ekki til. Stemningin er dular- full, oft upplifir maður spennutilfinn- ingu í maganum eins og f einhverju sturtuatriði í spennumynd og það er eins og eitthvað yfirnáttúrulegt sé að fela sig undir sjálfri tónlistinni og ætli sér að stökkva upp þegar maður er ekki tilbúinn og klófesta mann. Radd- beiting hennar spannar miklar víddir og í sumum lögum er eitthvað mjög svo „gamaldags" við sönginn, eins og um Shirley Bassey eða jafnvel Billie Holliday sé að ræða, en í öðrum lög- um minnir stemningin meira á söng- konurnar úr Massive Attach eða Cochteau Ttvins. Það er alveg mögnuð stemning á disknum og oft næstum yf- irþyrmandi á einhvern hátt. Þetta er sama tilfinning og að standa við fjalls- rætur risafjalls og upplifa smæð sína og eilífðina á mjög greinilegan hátt. Það er eitthvað afskaplega gott í gangi þarna, næstum heilandi. Þessi diskur passar best við kertaljós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.