Vera


Vera - 01.02.2001, Side 58

Vera - 01.02.2001, Side 58
Myndir: ída Sigríður Krisljónsdóttir Úr ritgerð sem Bóra Magnúsdóttir skrifaði ó nómskeiði í kynjafræði við Hóskóla íslands. Eftir því sem konum óx ásmegin í vestrænum þjóðfélögum á síðustu öld þyngdist þrúnin á karlveldinu. Eftir síðari heimstyrjöldina þegar hermennirnir komu heim úr stríðinu og þurftu að fá störfin sín aftur, en þau höfðu konur leyst af hendi í nokkur ár, var sett f gang mjög merkileg áróð- ursvél sem teygði arma sína um allt. Konum var talin trú um, í bókum, bíómyndum, skólum og öilum fjöl- miðlum, að fjölskyldan, hornsteinn samfélagsins, yrði að fá þrjár þríréttaðar máltíðir á dag, framreiddar af snyrtilegum konum í vönduðum heimasaumuðum fötum. Heimili þessara kvenna yrðu að vera rykfrí og því yrði sífellt að berja og banka sængur og teppi, og þurrka af helst oft í viku. Allt yrði að vera gljáfægt þegar húsbóndinn á heimilinu kæmi heim úr vinn- unni. Þetta varð til þess að konur hurfu skjótt af vinnumarkaðinum, engin hafði tíma fyrir launaða vinnu þegar heimilið og útlitið krafðist svo mikils. Þessi sæla stóð lengi en svo fór unga fólkið að gera uppreisnir gegn gildum foreldra sinna (feðraveldinu) og konur fóru að fordæmi þeirra og ruddust út af heimilunum, í skóla og út á vinnumarkaðinn. Karl- veldið var þó ekki af baki dottið. Gamla áróðursvélin var sett af stað en pússuð upp í takt við nýja tíma. Konum er nú sýnt fram á að þær verði að „sinna kvenlega þættinum í sér", þ.e.a.s. hugsa mikið um út- litið. Það er hérumbil fullt starf, rétt eins og húsmóð- urstarfið á fimmta og sjötta áratugnum. Kvikmynda- stjörnum sem hafa ofur kvenlegt útlit (lesist: silíkon- brjóst) og eru ungar og fallegar er hampað. Söngkon- an Madonna, með hjálp karlkyns fatahönnuðar, hefur haft mikil áhrif, hún setti ýmist brjóstahaldara í yfir- stærð utanyfir önnur föt eða kom fram á slíkum og brókinni einum fata. Afleiðingin er sú að konur á öll- 58

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.