Vera


Vera - 01.02.2001, Page 60

Vera - 01.02.2001, Page 60
mótaðar venjur sem ákvörðuðu hvað æsti þá kynferð- islega áður en þeir náðu 18 ára aldri. Er starf í klámiðnaði frjálst val? Að framansögðu er auðvelt að halda því fram að flestir sjái einhvern tíma klámmynd eða klámblað. Sumir gerast reglulegir neytendur, aðrir ekki. Þeir sem eru reglulegir neytendur færa fyrir því ýmis rök að klám sé skaðlaust og skemmtilegt, það sé fantasíu- veröld fyrir fullorðna og kryddi kynlíf áhorfandans. Fólkið sem starfi í klámiðnaðinum sé þar að eigin vali og það sé ekkert að því að njóta starfskrafta þeirra á þennan hátt. Fæstar konur fara að starfa í klámiðnaði vegna þess að þær hafi svo gaman af að sýna líkama sinn eða hafi svo gaman af kynlífi en fái hinsvegar aldrei nóg af því. Það er ekki nóg að í viðtölum við fjölmiðla segi þær að þeim líki vel í þessu starfi, því fólk sem lifir lífi sem geng- ur gegn viðteknum skoðun- um er oft í afneitun á hegðun sína (rétt eins og alkóhólistar) og ýmsar rannsóknir benda til að allt að 90% þeirra sem leika í klámmyndum (og/eða stunda vændi), séu þolend- ur sifjaspella eða annars kynferðisofbeldis. Þessar konur höfðu aldrei neitt val um afdrif líkama síns, frá unga aldri hefur verið farið inn fyrir mörk þeirra þar til engin mörk eru eftir. Því er ekki hægt að segja að það sé val einstaklingsins að taka þátt í klámiðnaðinum. Sá sem horfir á klám (eða kaupir vændi) er því að fylgjast með einstaklingum sem eru að fá útrás fyrir sálarkvalir sínar. Kynlíf með viljugum konum sem gera engar kröfur Sumir halda því þar að auki fram að karlar flýji á náð- ir klámmynda og vændis því að þeir treysti sér ekki til að uppfylla þarfir nútfmakvenna. Þær vilji ríka, mynd- arlega fola en venjulegir karlar séu hræddir um að standast ekki kröfurnar sem þær gera, þeir séu auk þess að kikna undan ábyrgðinni sem þeim finnst þeir bera á fullnægingu kvenna. Eða þá að konur eru ekki nógu viljugar og því þurfi að bæta sér það upp á ein- hvern hátt. í báðum tilfellum sé því auðveldara að ímynda sér, eða kaupa, kynlíf með viljugum konum sem gera engar kröfur. Auk þess gera þeir sér fulla grein fyrir að þeir eru sennilega óaðlaðandi í augum flestra kvenna. Kenan Seeberg, danskur blaðamaður og neytandi klámefnis, segir konur ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur: „Konur þurfa ekkert að vera afbrýðisamar eða stressaðar yfir þessu. Það er ekkert frá konunni tekið þótt hann skoði klámmyndir eða klámblöð. Hún gæti meira segja lært einhver ný trix með því að skoða með. Konur fróa sér svosem líka. Munurinn er bara sá að þær notast við innri bíómynd meðan við karlarnir notumst við ytri (klám)mynd." Það sem Seeberg virðist ekki sjá er að munurinn á innri og ytri myndunum er sá að í þeim síðarnefndu er verið að nota lifandi einstaklinga, þeim til skaða. Klám kveikir ranghugmyndir um kynlíf Fæstir unglingar hafa fengið almennilega kynfræðslu. Kynfræðslan hefur gengið útá að kenna krökkum að passa sig á að búa ekki til börn og forðast kynsjúk- dóma og segja þeim að blæðingar séu ekki hættuleg- ar. (Þetta hefur því miður ekki breyst frá því að „ég var ung." sbr. bls. 21 í Píkutorfunni.) Foreldrar eru nátt- úrulega „síðasti bærinn í dalnum" þegar kemur að því að ræða kynlíf og þeir fáu sem reyna það eru stórlega misheppnaðir í augum þess sem þarf að hlusta. Upp- lýsingar um hvernig á að framkvæma samfarir fást hvergi, nema í gegnum klám. f klámmyndum (og tímaritum) er fólk sýnt í kynlífi. í „venjulegum" samförum og ýmiskonar útgáfum af því, þ.e.a.s. mörgum stellingum. Þar eru karlar og konur óseðjandi kynferðislega. Karlar eru með stór tippi og konur með stór þrjóst, auk þess eru þær mál- aðar mjög mikið í framan, sennilega til að vega upp á móti klæðleysinu. Við sjáum auðvitað að þetta er allt saman mjög ýkt en þeir sem ekki vita neitt og hafa enga reynslu, vita heldur ekki betur en þetta séu myndir sem sýna hversdagslegt kynlíf venjulegs fólks. Venjulegt fólk afturá móti er allavega í laginu; grindhorað, spikfeitt, klofstutt, hálslaust - eða með skakkar tennur, ör og hárvöxt á hinum ýmsu stöðum. Venjulegir karlmenn eru með mjó tippi, sveigð, litla dyrabjölluhnappa og feita dindla. Konur hafa mis- munandi stór brjóst og þau eru búin þeim eiginleik- um að lúta þyngdaraflinu. Þessi brjóst eru þaraðauki misnæm og það eru ekki allar konur sem emja af greddu ef einhver andar ofani hálsmálið hjá þeim. Konur eru heldur bara alls ekki alltaf tilbúnar í kynlíf. Auk þess fá þær allskyns móðurlífsbólgur og verki og stingi útum allt kviðarhol sem hamlar þeim í kynlífi. Þetta er alls ekki það sem sjá má í klámmyndum. Þar gengur allt fyrirhafnarlaust fyrir sig. Konur eru með mörgum karlmönnum í einu eða mörgum, jafn- vel tugum, í röð. Þær fá fullnægingu f hvert sinn - með látum. Karlmönnum stendur endalaust og þeir geta verið með mörgum konum f einu. Þetta fólk virð- ist ekki bera neinar tilfinningar til hvers annars, það er oft nýbúið að hittast og stekkur beint í rúmið eða hvar sem það nú athafnar sig. Fólkið er alls ófeimið við að fremja hina ýtrustu gjörninga á líkama hvers annars. Unglingar sem sjá þetta ítrekað fá ranghugmyndir um samskipti kynjanna. Þeir hafa engar forsendur til að fatta að þetta er ekki svona. Strákunum finnst stelpur bara fúlar ef þær vilja ekki hefja samfarir inn- an 27 mínútna frá því að þeir kynnast þeim. Og svo vilja þær ekki þetta og ekki hitt og fást með engu móti til að gera það með þremur bestu vinunum í einu eða neitt. Hvað þá að þær fái það. Þannig að þeir fara bara aftur að horfa á klámmyndir þar sem hlutirnir ganga sko upp. Og smám saman eykst neysla klámefnisins. Sumir halda því fram að karlar flýji á náðir klámmynda og vændis því að þeir treysti sér ekki til að uppfylla þarfir nútímakvenna. 60

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.