Vera


Vera - 01.02.2001, Blaðsíða 64

Vera - 01.02.2001, Blaðsíða 64
Svo sem enqinn sósíalrealismi / :‘i j Anna 8jörni<lo((ir OrMný SlurludOIIif Silja Hauksdðllir L að finna sig. Samt er persóna Dfsar eitthvað of fullkomin, þrátt fyrir tilvist- arkreppuna, hún er nánast eins og persóna í unglingabók sem hefur á- hyggjur af einhverju sem engin skilur því hún hefur það í rauninni svo gott. Sjálf segir Dís: „Það er fátt ömur- legra en að vera meðalmanneskja í til- vistarkreppu. Hálffullorðið barn sem aldrei hefur skort neitt,, (115). Ég er reyndar ekki sammála því að hún sé meðalmanneskja, nema kannski í greind, en líf hennar er svo auðvelt að jaðrar við fullkomnun. Helstu gallar Dís eftir Birnu Onnu Björnsdóttur, Oddnýju Sturludóttur og Silju Hauksdóttur Forlagið 2000 - skóldsaga Di's er bók sem er skrifuð af þremur ungum konum: Birnu Önnu Björns- dóttur, Oddnýju Sturludóttur og Silju Hauksdóttur. Þær voru fengnar til verksins af Forlaginu og segir al- mannarómur að sagan eigi að vera kvennasvarið við 101 Reykjavík, þ.e.a.s. bók um Reykjavík samtfmans séð með augum ungrar konu. Dís á augljóslega ekki að vera nein vanda- málasaga, því Dís er ekki með nein vandamál. Hún drekkur ekki of mikið, er ekki með áhyggjur af þyngdinni eða útlitinu (þar fór samlíkingin við Bridget lones). Hún á góða vini og trausta og indæla foreldra sem hún hittir reglulega og þykir vænt um. Hún á ekki við vandamál úr æsku að stríða né virðist hún hafa lent f neinum árekstrum við umhverfi sitt, Unglings- árin virðast hafa verið auðveld og hún virðist í góðum málum. Nema að því leyti að hún hefur ekki hugmynd um hvað hún vili verða þegar hún verður stór. Þetta er auðvitað mikill galli á ár- inu 2000 þar sem allar vita í smáatrið- um hvernig þær vilja haga lífi sfnu. En Dís hefur ekki hugmynd um hvaða starf eða nám hún vill leggja fyrir sig og er í mikilli tilvistarkreppu út af þessum galla sínum, að vera ekki búin Lilja Rós er ein vinkvenna Dísar. Hún er vinstrisinnaður feministi og heldur uppi áróðri fyrir skoðunum sínum við öll tækifæri. En svo kynnist hún strák, sem að sönnu er líka vinstrisinnaður en helsti kosturinn við hann virðist vera að þau geta verið saman án þess að tala um pólitík! Þegar þau trúlofast verður hún vandræðaleg yfir því, svona eins og það jafngildi því að afneita fyrri skoðunum sínum! Staða konunnar virðist ekki vera Dfs eins hugleikin þótt hún samsinni Lilju Rós f orði. Hún fílar þó ekki „flag- aratúrista,, (bls. 18) og auglýsingar um að íslenskar konur séu lauslátustu konur í heimi. En annars finnst henni að: „Til þess að vera meðvituð kona ... þarf maður geðveikt að vera á verði til að skynja þegar manni er mismunað vegna kynferðis ... En eiginlega nenni ég ekki alltaf að vera á verði." (128-9). Ekki nóg með að Dís sé vanda- málalaus heldur eiga vinir hennar ekki við nein vandamái að strfða. Þegar ein vinkonan verður barnshafandi er það bara ekkert mál, smá vesen að segja öðrum hugsanlega barnsföðurnum frá því en annars bara allt í góðu. Dís er reyndar þvflfkur örlagavaldur vina sinna að fram úr hófi keyrir, en allar eru þær uppákomur jákvæðar og öll mál leysast farsællega fyrir bókarlok. Pfnulítið óraunsætt þar sem sagan gerist á einu sumri. Þessi dramatík er reyndar ekki vel heppnuð, auk þess sem hún er frekar ólíkleg dregur hún úr kímnigáfu bókarinnar sem er sterkasta hlið hennar. Kímnin minnkar eftir því sem dramatíkin verður meiri þó einstaka gullvægar setningar hljómi sem fyrr. Þó eru vísurnar sem BÆKUR vinkonumar „henda í„ nánast grátlega ófyndnar (272-3). Samtölin eru of stíf miðað við aðr- ar pælingar bókarinnar, sérstaklega allt sem Harpa, frænkan úr sveitinni, lætur út úr sér: „Örlögin hafa svo sannarlega spunnið magnaðan vef," (272). Þá fara orðaleikirnir í kringum nafn sögu- mannsins, draumaDís, þokkaDís, o.s.frv. í taugarnar mér, auk þess sem of mikið er hamrað á nafninu hennar, það kemur fyrir allt að fimm sinnum á blaðsíðu. Hinsvegar er frábært að þýða ensku með neðanmálstexta. Sér- lega skemmtilega gert. Það er þó ein- göngu í þeim tilgangi að niðurlægja þann sem enskuna taiar, því ef Dís þóknast sá sem talar eða skrifar er engin þýðing, sbr. bréf frá Spánverjan- um Ricardo (bls. 148). Gamli vitringurinn sem vinnur með Dís er þreytandi og ósennilegur eins og Harpa frænka sem talar eins og hún sé sögupersóna í sveitaróman frá miðri síðustu öld. Vitringurinn er fullur af speki sem hann dælir í Dfs og deyr svo mjög pent. Að honum látnum les lögfræðingur bréf frá þeim gamla fyrir Dís þar sem f Ijós kemur að hann hef- ur arfleitt hana að einhverjum milljón- um. Þetta er reyndar alveg eins og í ástarsögunum þar sem bréf berst á ör- lagastundu og reddar öllu. Auðvitað á bókin ekki að vera neinn sósíalrealismi en þessi lausn er fjarri því að vera ásættanleg. Þá er kaflinn þar sem sagt er frá til- raun Dísartil háskólanáms hálfklénn og er fullmikið verið að segja frá hverri námsgrein á fætur annarri og segja brandara um þær. Sorglegt að náms- áhugi Dísar virðist miðaður við sam- skipti við myndarlega menn og hverfur algjörlega vegna skorts á þessháttar karlpeningi. Ergo Þrátt fyrir alla gallana get ég mælt með Dís, þ.e.a.s. bókinni, fyrir þær sem eru að leita að afþreyingu. Hún er mjög flissvaldandi í byrjun og kemur með góða frasa sem sumir eru veru- lega samtímalegir, eins og „Ungfrú persónuleiki.is". Dís er þó varla verð- ugt rannsóknarefni þeirra sem hafa áhuga á „unga fólkinu nú til dags", til þess er hún of átakalaus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.