Vera


Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 22

Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 22
Kynlífsvæðing ASÍ neitar að gefa umsögn um atvinnuleyfi nektardansara segir of mikla óvissu um starfsskyldur dansara Bréf ASÍ til félagsmólaráðuneytisins: Alþýðusamband íslands til- kynnir hér með að það telur sér ekki lengur fært að sinna umsagnarhlutverki vegna út- gáfu á atvinnuleyfum dansara á nætur- klúbbum í samræmi við ákvæði b-liðar 7. gr. laga nr. 133/1994 um atvinnurétt- indi útlendinga. Afstaða ASÍ byggir fyrst og fremst á þeirri óvissu sem ríkir um eðli þeirra starfa sem viðkomandi dansarar eru látnir sinna á grundvelli útgefinna atvinnuleyfa og þær aðstæð- ur sem þær starfa við. Það er skoðun Alþýðusambandsins ■ að stjórnvöld og löggjafinn verði að skera úr um til hvers konar starfa og vinnuskilyrða umrædd atvinnuleyfi ná og tryggja að eftir því sé farið. Þá bendir ASÍ á nauðsyn þess að fsland leggi sitt af mörkum í þeirri alþjóðlegu baráttu sem nú fer fram gegn skipu- lagðri verslun með fólk, einkum ungar konur og börn, en kastljósinu var m.a. beint að þessum vanda á alþjóðlegum degi kvenna, 8. mars. sl. Þegar ákveðið var að störf dansara á næturklúbbum væru atvinnuleyfis- skyld tók ASÍ að sér hlutverk umsagn- araðila og hefur eftir fremsta megni reynt að tryggja að í engu sé brotið á réttindum þeirra dansara sem hingað koma enda eiga þessir starfsmenn sama rétt og allir aðrir til að njóta bæði fyllstu virðingar og mannréttinda. Umsagnarréttur stéttarfélaga um atvinnuleyfi er mjög mikilvægur, ekki síst til að verja réttindi og stöðu þeirra erlendu starfsmanna sem hingað koma. Atvinnuleyfi eru veitt til tiltek- inna starfa og það er m.a. hlutverk stéttarfélaganna að fylgjast með því hvort við það sé staðið og hvers kyns aðbúnað verið er að bjóða hinum er- lendu starfsmönnum og aðstoða starfsmennina ef svo ber undir. Sá vandi sem umsagnaraðili stendur frammi fyrir stafar af óvissu um eðli þeirra starfa sem viðkomandi dansarar eru látnir sinna á grundvelli atvinnuleyfis sem nær til dans og þau skilyrði sem þeir búa við að öðru leyti. Það er skoðun Alþýðusambandsins að stjórnvöld og löggjafinn verði að svara því afdráttarlaust hvort m.a. sú starf- semi sem fram fer í lokuðum klefum, þar sem viðkomandi starfsmaður er nakinn með einum viðskiptavini, fellur undir atvinnuleyfaskylt starf dansara eða hvort um er að ræða kynlífsþjón- ustu af einhverju tagi. Athygli Alþýðu- sambandsins hefur verið vakin á þvf að viðskiptavinir séu jafnvel hvattir til að snerta viðkomandi starfsmenn og hefur það m.a. komið fram í viðtölum við starfsmennina, í umsögnum við- skiptavina og í upptöku sem sýnd var í sjónvarpsþætti. í nýrri skýrslu um vændi á íslandi, sem unnin var að til- stuðlan dómsmálaráðherra, eru þessir einkaklefar m.a. sagðir vettvangur kyn- lífsþjónustu. Hvort sem eitthvað er hæft í þessum alvarlegu staðhæfing- um eða ekki stendur samt sem áður eftir sú spurning hvort íslensk stjórn- völd telji þjónustu í slíkum klefum falla undir eðlilegar starfsaðstæður á grundvelli atvinnuleyfa útgefnum af opinberum aðilum. Fullyrt er að umræddir starfsmenn séu látnir skrifa undir sérstaka samn- inga viðkomandi næturklúbba sem feli í sér margháttaða skerðingu á per- sónufrelsi og viðurlög af fjárhagsleg- um toga sem brjóta með alvarlegum hætti í bága við íslenskan vinnurétt. Rannsóknir og viðbrögð við hugsan- legum brotum gagnvart landslögum og réttindum framangreindra starfs- manna eru aðeins á færi opinberra að- ila. Við núverandi óvissuástand hefur ASÍ því ekki forsendur til að sinna sem skyldi hlutverki sínu sem umsagnarað- ili um atvinnuleyfi fyrir dansara á næt- urklúbbum. Óvissan um stöðu og réttindi margra þeirra stúlkna sem hingað koma á grundvelli útgefinna atvinnu- leyfa til að stunda dans á næturklúbb- um er ef til vill enn alvarlegri þegar kemur að spurningunni um félagslegar aðstæður þeirra og tengsl við þær miðlanir sem senda stúlkur til starfa á næturklúbbum víða um lönd. Án þess að nokkuð sé fullyrt um stöðu þeirra dansara sem hingað hafa komið vill Alþýðusamband íslands vekja athygli stjórnvalda á þeim vaxandi vanda sem verslun með fólk er orðin í heiminum. Á alþjóðadegi kvenna, 8. mars sl., var sjónum beint að þessum smánarbletti. Varlega áætlað er talið að um hálf milljón kvenna sé flutt frá fátækari svæðum heimsins til starfa í kynlífs- iðnaði Vesturlanda á ári hverju. í skýrslu sem rædd var á Evrópuþinginu 8. mars sl. kemur fram að auk kvenna frá fátækum Asíuríkjum fjölgi konum frá fátækari ríkjum mið- og austur-Evr- ópu ár frá ári. Stór hluti þessara kvenna er lokkaður til fararinnar með gylliboðum um atvinnu og betra líf en þeirra bíður í raun ánauð í klóm skipu- lagðra glæpasamtaka. Margar stúlkn- anna skulda glæpasamtökunum stórfé eftir flutninginn og glata þannig frelsi sínu. Þær eru neyddar til vændis og Það er skoðun Alþýðusambandsins að stjórnvöld og löggjaf- inn verði að skera úr um til hvers konar starfa og vinnuskil- yrða umrædd atvinnuleyfi ná og tryggja að eftir því sé farið. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.