Vera


Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 23

Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 23
Margar stúlknanna skulda glæpa- samtökunum stórfé eftir flutninginn og glata þannig frelsi sínu. rannsóknir hafa sýnt að alvarlegu of- beldi á borð við ítrekaðar nauðganir er beitt til að brjóta vilja þeirra og sjálfs- virðingu á bak aftur. Þá ánetjast marg- ar þeirra ffkniefnum. Með slíkum gróf- um mannréttindabrotum eignast glæpasamtökin liðssveit kynlífsþræla sem síðan eru gerðir út til starfa vfða um lönd. í ljósi félagslegrar stöðu stúlknanna og alls þess sem þær hafa mátt ganga f gegnum verða hefð- bundnar vangaveltur á borð við „frjálst val" eða vilja þeirra til starfans næsta merkingarlausar. í Ijósi þess að Evrópuríki hafa verið hvött til að berjast gegn verslun með fólk telur Alþýðusamband fslands nauðsynlegt að stjórnvöld upplýsi hvaða aðgerðum er beitt til að grafast fyrir um félagslega stöðu þeirra stúlkna sem hingað koma til starfa á nektardansstöðum og bakgrunn þeirra erlendu fyrirtækja sem senda þær eða sjá um að koma þeim í samband við fslensku klúbbana. f þessu sambandi hlýtur náið samstarf lögreglu- og fé- lagsmálayfirvalda þvert á landamæri að skipta sköpum. Þá hafa ríki verið hvött til þess að veita þeim stúlkum varanlegt hæli sem vitna gegn þræla- höldurum sínum fyrir rétti. Það yrði óafmáanlegur smánarblettur ef upp kæmist að hér þrifist kynlífsþrælkun skipulagðra glæpasamtaka í skjóli op- inberra atvinnuleyfa. f skýrslunni til Evrópuþingsins er fullyrt að verslun með konur til kynlífsiðnaðar snerti öll ríki Evrópusambandsins að meira eða minna leyti. Engin dæmi um slíkt hafa verið staðfest hér á landi en Ijóst er að stjórnvöld verða að vera á varðbergi gagnvart þessari nútíma þrælasölu sem vex ár frá ári. Að lokum vill Alþýðusamband ís- lands minna á að í umræðum um þessi mál sem önnur ber ASÍ að hafa í huga hagsmuni alls launafólks og þau markmið í jafnréttis- og mannréttinda- málum sem verkalýðshreyfingin stend- ur fyrir. ASÍ stendur því bæði vörð um virðingu og réttindi þeirra erlendu dansara sem hingað koma, kvenna al- mennt og ekki síst þeirra ungu stúlkna sem eru að hefja þátttöku á vinnu- markaðnum. íslenskum stjórnvöldum ber að verja sömu hagsmuni og því vaknar sú spurning hvort einhverjar rannsóknir séu fyrirhugaðar á þvf hvaða áhrif skipulögð og viðurkennd atvinnustarfsemi, þar sem seldur er aðgangur að líkama kvenna, hefur á viðhorf til kvenna og þar af leiðandi stöðu þeirra á vinnumarkaði. Út- breiðsla starfsemi af þessu tagi kann að hafa áhrif á sjálfsmynd hópa kvenna og þau viðhorf og það viðmót sem viðkomandi mæta. Um þetta hef- ur verið deilt og því eðlilegt að gengið sé úr skugga um slíkt áður en teknar eru ákvarðanir til frambúðar um það hvað telst til opinberlega viðurkenndr- ar atvinnustarfsemi. Slfkar rannsóknir þarf að efla til muna enda eðlilegur hluti af metnaðarfullri jafnréttisstefnu stjórnvalda. Halldór Grönvold sfirifstofustjóri ASÍ Það yrði óafmáanlegur smánarblettur ef upp kæmist að hér þrifist kynlífs- þrælkun skipulagðra glæpasamtaka í skjóli opinberra atvinnuleyfa. Nýjung á matseðli meistarans Bragðið þekkja allir en tilfinningin er ný. gerðu það gott með After Eight ístertunni 4* Q1 lílW^ 1 r- '1 >4 if t Sími: 588 3700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.