Vera


Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 73

Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 73
Bækur Bára Magnúsdóttir Launhelgi lyganna eftir Baugalín Mál og Menning 2000 - skáldsaga Það er ekki auðvelt verk að reyna að skilgreina „Launhelgi iyganna". Þetta er engin venjuleg saga - en hún er því miður sönn. Þetta er saga sem gerist að mestu leyti á sfðustu fjórum áratug- um og er sögð í fyrstu persónu af höf- undinum sem kýs að kalla sig Bauga- lín. Hún segir sögu fjölskyldu sinnar, hvernig foreldrar hennar kynntust og úr hvernig fjölskyldum þau komu. Frá skilnaði þeirra og stofnun nýrrar fjöl- skyldu. Þetta er samsuðu bók, ævisaga, örlagasaga, ættarsaga, saga um íslend- inga sem eru alltaf að byggja - alltaf f leit að húsnæði sem skjóli. Saga kyn- slóða sem hver um sig upplifir hörm- ungar en er ófær um að búa börnum sínum betra skjól. Þar sem ein lygin rekur aðra þar til ekkert er orðið eftir nema nístandi þögn og afneitun. Þetta er líka samfélagsleg saga. Hún segir jafnt frá unglingakúltúr sem félagslegu umhverfi fátæklinga á 20. öld. Segir frá samtryggingu kerfiskalla, afglöpum starfsmanna félagslega kerf- isins og glæpsamlegum athæfum. Sagan er sögð undir dulnefni og eflaust öll nöfn og einhverjir stað- hættir eða atburðir dulbúnir, enda á- stæða til, því annars gæti höfundur átt yfir höfði sér málshöfðun fyrir meið- yrði og róg. Svona eru lögin undarleg og ósanngjörn. Reyndar er sístur sá kafli sem fjallar um iögin og máttleysi / viljaleysi þeirra sem að þeim koma. Sannarlega þarfur en siítur sögulokin úr eðlilegu framhaldi af sögunni. Sögu sem sögð er af tilgerðarleysi og óhugnanlegu raunsæi. Af konu sem ber heila ættarsögu á bakinu og neitar að þegja, neitar að láta eins og allt sé í besta lagi. Það er ekki þægilegt að lesa þessa bók, það svfður undan henni. Samt ættu allir að lesa hana, hún er ekki svo yfirgengilega svæsin að viðkvæmum sálum sé háski búinn. En reyndar ættu þau helst að lesa þessa bók sem álíta sig ekki viðkvæmar sálir. Þau sem hitta fyrir fólk eins og er f bókinni; félagsráð- gjafar, lögreglumenn, lögfræðingar, læknar og dómarar. Þau þurfa að sjá hina hlið málsins, sjá orsakirnar en ekki bara afleiðingarnar. Og sjá að ein- hversstaðar, einhverntíman þarf að stoppa einstaklinga af, hjálpa þeim, til þess að rjúfa keðju eyðileggingar. o Ertu í fýlu? Fáðu þér þá Air sponge lyktargleypi á næstu Esso stöð eða í verslunum Húsasmiöjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.