Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 62
Viðtal: Kristín Heiða Kristinsdóttir
Sigfríð Þórisdóttir býr yfir töfrum í hverjum fingri þegar kemur að mat og
matseld. Engum ætti því að koma á óvart að hún á og rekur fyrirtækið Potta-
galdra sem framleiðir krydd og olíur til matargerðar. Ævintýrið hófst fyrir 12
árum þegar hún skráði nafnið til að eiga það til góða.
„Þetta nafn, Pottagaldrar, hafði verið til
í undirvitund minni f fjölmörg ár og ég
ákvað að skrá það án þess ég vissi
nokkuð hvað ég ætlaði að gera við
það. Á þeim tíma var ég nýbúin að
eignast barn og var atvinnulaus og ég
eyddi sfðustu aurunum sem ég átti í
skráninguna. Skömmu síðar hóf Kola-
portið göngu sína og hrein og klár
sjálfsbjargarviðleitni varð til þess að
þar fór ég að selja krydd og framandi
sósur. Þá var ég með sex kryddplöntur
heima hjá mér sem ég blandaði í
púnsskál en sósurnar fékk ég að gera í
stórum potti á veitingastað. Ég fékk
strax mjög góð viðbrögð á þessa vöru
og með Kolaportssölunni hafði ég f
mig og á í tvo mánuði."
Sfðan fékk Sigfríð vinnu sem einka-
kokkur hjá bresku sendiherrahjónun-
um sem þá voru hér á landi og þar var
hún f tvö ár. Eftir það fór hún f Tækni-
skólann og um það leyti sem hún út-
skrifaðist þaðan vann hún í samkeppni
um besta lambakjötsréttinn.
„Á meðan ég var í skólanum drýgði
ég tekjurnar með því að blanda krydd
heima hjá mér og fór með þau í
kvennafyrirtæki og seldi. Ég segi
stundum að þetta hafi verið óformleg
markaðskönnun. Konurnar sem höfðu
keypt kryddin mín áður f Kolaportinu
voru rosalega ánægðar að fá þau aftur.
Ég ieit á þessi góðu viðbrögð og verð-
launin fyrir uppskriftina sem ákveðna
vísbendingu um að ég ætti að fara út í
þetta af alvöru. Svo ég tók 350.000
króna Námulán, leigði mér 20 fermetra
húsnæði og henti mér út í Pottagald-
ursævintýrið. Ég rak fyrirtækið fyrst og
fremst á óbilandi bjartsýni."
Engin aukaefni og
lág-natríum salt
Sigfríð blandaði kryddin sjálf en réð
strax manneskju f hlutastarf til að
hjálpa sér að pakka. Hún lagði mikla
vinnu í að kynna vöruna, var nánast
hverja einustu helgi með kynningar
bæði í Reykjavík og úti á landi. Hún
hefur alltaf iagt mikið upp úr hreinleika
og hollustu vörunnar og því eru engin
aukaefni f Pottagaldurs kryddunum.
„Siðfræði matvælaframleiðslu er
því miður ekki merkilegri en svo að
fólk veit sjaldan með vissu hvað það er
að láta ofan í sig. í Pottagöldrum
leggjum við áherslu á ákveðnar sið-
ferðisskyldur gagnvart neytendum. í
því felst að gera sitt besta og vera ekki
meðvitað að framleiða vöru sem getur
haft skaðleg áhrif. Fyrir utan það að
nota engin aukaefni þá erum við með
hið íslenska lág-natríum salt frá
Reykjanesi í þeim blöndum sem á
annað borð innihalda salt. Hreinsun
kryddsins fer einnig fram með náttúru-
legum hætti, sem er gufuhitameðferð.
Við teljum okkur vera skrefi á undan í
því að passa upp á gæðin okkar og
Pottagaldrar hafa mikla sérstöðu. Einn
hluti af gæðastýringunni felst í því að
ákveðnir hlutir í framleiðslunni verða
aldrei vélvæddir. Þetta er mitt hjartans
áhugamál, að efla heilsu fólks með
réttu mataræði eða í það minnsta gera
það meðvitaðra um hlutina."
Fyrirtækið er alltaf að stækka og
veltan eykst dag frá degi. Að meðaltali
bætast sex til sjö nýjar kryddtegundir í
hópinn á hverju ári og einnig fjölgar
kryddolíunum. Nú starfa þrjár konur
og ein f hálfu starfi í Pottagöldrum auk
Sigfríðar sjálfrar.
Ef ég var t.d aó elda mexík-
anskan mat þó ímyndaði ég
mér að ég væri lítil mexík-
önsk kerling með hatt oa svo
spilaði ég viðeigandi tómist
með. Þannig komst ég í réttu
stemninauna og þó varð mat-
urinn goour.
62