Vera


Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 15

Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 15
landsins, muni bregða í brún við að upplifa hina einsleitu kynferðislegu ímynd ungra kvenna sem haldið er að öllum hér á landi og er svo áberandi segir hún um upplifun sína á stöðu kvenna hér á landi og skilaboðin til dætranna. Borgarbúar láti upp sínar skoðanir „Borgin hefur vissulega verið að vinna í að stemma stigu við þessari þróun, m.a. með því leggja bann við nýjum nektarstöðum í miðborginni, en það er ekki nóg. Borgarfulltrúar, þingmenn og borgarbúar allir verða að taka höndum saman og gera grein fyrir skoðun sinni á þessum málum," segir hún og bendir á að helsta vonin til framtíðar liggi líklega innan skól- anna. Þar geti ungt fólk rætt um þau gildi sem við viljum lifa við, þar geti farið fram mikilvæg siðfræði- leg umræða um hvað við samþykkjum að sé f lagi og hvað ekki. „Meginspurningin er hvort við sættum okk- ur við þessa þróun. Hvernig líður okkur konum með að verið sé að fjalla um okkur á niðurlægjandi hátt, eins og raun ber vitni? Og eru karlar sáttir við þessa kvenímynd?" Mæðgur í stjórnmálum Hvað varðar hugmyndafræði stjórnmála segist Anna Kristín ekki beinlínis hafa orðið fyrir áhrifum af stjórnmálaþátttöku móður sinnar, Láru Margrétar Ragnarsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, en sjálf er hún skráð í Samfylkinguna. „Ég hóf mína stjórn- málaþátttöku áður en mamma fór á þing og hennar áhrif eru meira óbeint á mig. Ég var í Stúdentaráði og Háskólaráði og stofnaði Röskvu með ýmsu góðu fólki og hef einfaldlega alltaf haft áhuga á stjórnmálum. Umræðan á mínu æskuheimili var líka alltaf mjög opin. Þar voru margs konar sjónarmið rædd við okkur krakkana og alltaf minnt á að tvær hliðar væru á hverju máli," rifjar hún upp. Nútímalegt ráðhús Anna Kristín vekur athygli á miklum umbótum og nýj- ungum í stjórnsýslu borgarinnar, þ.e. stjórnsýsluum- bótum líkt og sjá má gerast í ýmsum stofnunum í Bandaríkjunum. „Það er sérlega skemmtilegt að ganga inn á þennan vinnustað og fara að praktísera það nýjasta í fræðunum sem maður hefur lagt stund á. Auk þess finnst mér bæði kjörnir fulltrúar og embættismenn borgarinnar hafa kraftmikla og spenn- andi sýn á það hvernig borgarsamfélag Reykjavfk eigi að verða í framtíðinni. Það er grundvallaratriði." Með þetta í huga, og styrk kvenna innan borgar- kerfisins, segist Anna Kristín bjartsýn á getu borgaryf- irvalda til að vinna gegn niðurlægjandi viðhorfum gagnvart konum þó slíkt komi ekki í stað viðbragða almennings. Restin af fjölskyldu Önnu Kristínar kem- ur heim í lok júní. „Ég er þessa stundina að leita að heppilegu hús- næði fyrir okkur og frístundir f sumar fara væntanlega mest í það að koma okkur fyrir, hjálpa krökkunum að aðlagast og undirbúa þau fyrir skólann í haust. Von- andi verður líka tími hjá okkur í fjölskyldunni til að slappa af og njóta samverunnar eftir fjögurra mánaða aðskilnað," segir hún. Hér er þó á ferð hlaupakona mikil sem stefnir á þátttöku í hálfmaraþoni Reykjavík- urmaraþons í ágúst. „Ég er hins vegar ekki ein þeirra sem geri áætlanir mörg ár fram í tfmann svo að fag- lega einbeiti ég mér í bili stfft að því að komast betur inn í mál borgarinnar og vinna starf mitt vel næstu misseri. Það er jú kosningavetur framundan og vafa- laust verður nóg að gera!" KJÓL OG HVÍTT o Fermingarföt □ Brúðarkjóiar o Útskriftarföt o Gallabuxur og flíspeysur fyrir konur með kvenlegan vöxt SAUMASTOFA SÍMI 544 4766 LAUGAVEGUR18 Hólmfríður Ólafsdóttir Klæðskeri fyrir^Jömor og herro^ Q fatabreytingar OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 9 - 17 Selma Gfsladóttir Kjólaklæðskeri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.