Vera


Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 42

Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 42
Vegna þess hve tungumálið er sterkt atriði í samskiptum manna þá finnur sá sem ekki getur beitt fyrir sig tungumálinu sig van- máttugan og honum getur verið ýtt til hliðar ef hann kemur ekki fyrir sig orði. Vigdís hefur haft aðsetur í Kaupmannahöfn um nokkurra ára skeið og þar hefur hún tekið þátt í einu verkefninu enn. Það er stofnun vestnorræns menning- arseturs f gömlu pakkhúsi við Kristjánshöfn en Vigdís hefur verið í broddi fylkingar þess hóps sem hefur unnið málinu fylgi. Vestnorræna menningarsetrið er nú orðið að veruleika og nefnist Norðurbryggja. í framhaldi af þessu spyr ég hana hvort hún finni fyrir því að fólk vilji nýta sér þekkingu hennar og kunnáttu - og frægð - margvíslegum málefnum til framdráttar. „Það er eiginlega þrennt sem kemur til. í fyrsta lagi það að ég hef notið þess mjög á síðustu árum að ég er kunn úti í löndum, miklu þekktari en menn kann að gruna. í öðru lagi er ég kunn fyrir að vera talsmað- ur menningar og mannréttinda og í þriðja lagi þá þyk- ir gott að beita fyrir sig nafni sem einhverjir aðrir treysta." Vigdís segist hafa notið þess ríkulega að fólk ber virðingu fyrir henni og ég stenst ekki freistinguna og segi henni frá því þegar bláókunnugur miðaldra Norðmaður leyfði mér að nota símakortið sitt á brautarstöð í Ósló fyrir það eitt að vera samlandi Vig- dísar. Hún hlær, hefur heyrt svipaðar sögur áður. Vig- dís segist líka hafa notið góðs af því að vera kona. „Af því að ég er kona hefur verið hlustað miklu meira á það sem ég hafði að segja og ég talaði náttúrlega allt öðru vísi. Ég talaði um menningu og sjálfsmynd þjóða, um tungumál og allt sem lýtur að mannrétt- indum. Að við ættum rétt á að lifa með reisn þar sem við erum stödd og ég sagði sögur. Þeir segja alltof lft- ið af sögum í pólitíkinni." Jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs í nóvember fékk Vigdís jafnréttisviðurkenningu |afn- réttisráðs ásamt fimm öðrum konum, þeim Auði Eir Vilhjálmsdóttur, Svövu lakobsdóttur, Bjarnfrfði Leós- dóttur, Helgu Kress og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur. Allar eru þessar konur frumkvöðlar og hafa látið til sín taka í jafnréttismálum.Vera náði tali af öllum nema Vigdísi fyrir desemberblaðið 2000. Nú spyr ég Vigdísi hvað hafi gert hana að femínista. „Móðir mín. Og uppeldið. Ég er alin upp við það að við eigum að sitja við sama borð, karlar og konur. Faðir minn átti sinn hlut í því að því leyti að hann sýndi aldrei neinn áhuga á jafnréttismálum fyrr en hann eign- aðist dóttur. Þá var ekkert nógu gott fyrir dótturina. Þá átti dóttirin að ganga nákvæmlega sömu leið og karl- mennirnir, strákarnir. Sitja við sama borð." Hverju finnst þér mikilvægast að vinna að í jafn- réttismálum á næstu árum? „Að hífa konur uppúr því plógfari sem þær hafa verið að detta ofan í síðustu ár. Og reyna að breyta þeirri mynd sem fjölmiðlar eru að búa til af konum. Vinna einhvern veginn að því, hvernig sem á að gera það. Gerum það náttúrlega best með því að hasla okkur völl til jafns við karla í karlagreinunum og þá segi ég vísindin, vísindin og tölvunarfræði, að konur sýni styrk sinn á því sviði." Röddin hennar ömmu Ertu flutt heim, Vigdís? „Ég hef eiginlega aldrei flutt að heiman, ég bara fór, taldi það viturlegast. Ég hef auðvitað alltaf haldið mínu heimili hér en í stað þess að taka íbúð í París þar sem öll þessi verkefni eru þá leigði ég ágæta íbúð á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn. í stað þess að fara frá París til íslands hverju sinni þá fór ég til Danmerk- ur. Dóttir mín fór með mér þannig að við gátum verið saman í Danmörku." 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.