Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 25
Forvitni, löngun í kynlífstilbreytingu og þægindi, einmanaleiki og vandi við
að mynda tengsl og vandi í samskiptum við maka geta verið ástæður þess
að menn kaupa kynlífsþjónustu.
Stofnanir Sameinuðu þjóðanna
hafa unnið margar samþykktir og
skýrslur um efnið og Evrópusam-
bandið hefur staðið fyrir fjölmörg-
um aðgerðum til að vinna gegn
verslun með fólk í kynlífsþrældóm.
Interpol hefur hafið viðamikla
gagnasöfnun og skipulagt sig í
samvinnu við Sameinuðu þjóðirn-
ar og ESB. Það samstarf hófst upp
úr fyrstu öldu innflutnings kvenna
frá suðaustur Asfu. Alþjóðainn-
flytjendastofnunin (IOM) sinnir
einnig skýrslugerð og útgáfu upp-
lýsinga, svo og Öryggis- og sam-
vinnustofnun Evrópu (OSCE).
Samband milli eiturlyfja-
smygls, peningajovættis og
verslunar meo folk
Evrópuráðið héit alþjóðlega ráð-
stefnu um málið 1998, síðan voru
haldnir vinnufundir og fleiri að-
gerðir og unnið að skýrslu- og til-
lögugerð á árunum 1998-2000 um
efnið. í henni er lögð mikil áhersla
á samræmdar aðgerðir allra aðila
til að geta mætt með nógu áhrifa-
ríkum hætti útsmognum aðferðum
glæpahringja sem t.d. flytja kon-
urnar ört milli landa til að forðast
eftirlit. Einnig hefur komið f ljós
að oft er mjög náið samband milli
eiturlyfjasmygls, peningaþvættis
og viðskipta með fólk til kynlífs-
þjónustu eða -þrælkunar og kyn-
lífsferðamennsku og misnotkunar
barna. Lögð var áhersla á að fylgj-
ast vel með netinu en þar fer fram
mansal t.d. með tölvupósti þar
sem beitan getur verið giftingartil-
boð í nafni hjónabandsmiðlana
sem hafa að yfirskini að koma pör-
um saman, einnig með sölu á
klámi og vændi.
Um leið og karlarnir
eru aðalkaupendur
kynlífsþjónustu og eftir-
spurn þeirra ræður
markaðnum eru þeir
flestir nafnlausir
og ósýnilegir.
Hverjir eru neytendur lcyn-
lífsþjónustunnar?
f skýrslunni segir einnig að mikil-
vægt sé að rannsaka viðskiptavini
eða neytendur kynlífsþjónustunnar
til að skilja eftirspurnina og neysl-
una en hún er aðalundirstaða
þessara viðskipta með fólk. Mjög
fáar rannsóknir eru til en Svíar og
Norðmenn hafa safnað upplýsing-
um um forsendur þess að menn
kaupa kynlífsþjónustu. í þessum
könnunum hefur komið fram að
forvitni, löngun f kynlífstilbreyt-
ingu og þægindi, einmanaleiki og
vandi við að mynda tengsl og
vandi í samskiptum við maka geta
verið ástæður. Staðreyndin er samt
sú að konur sem eru í svipuðum
félagslegum eða tilfinningalegum
aðstæðum og karlar kaupa sér ekki
kynlífsþjónustu. Norsk könnun
(Prior og Taksdal) sýnir að ástæður
fyrir því að karlar kaupa kynlífs-
þjónustu hafa breyst. Áður voru
þær staðfesting á yfirráðum karls-
ins en eftir breytingar í samfélag-
inu eru þær nú fremur viðleitni til
að ná aftur glötuðum yfirráðum.
Um leið og karlarnir eru aðalkaup-
endur kynlífsþjónustu og eftir-
spurn þeirra ræður markaðnum
eru þeir flestir nafnlausir og ósýni-
legir. Erfitt er að mæla magn kyn-
lífsþjónustunnar og hve yfirgrips-
mikil hún er en nauðsynlegt er að
það verði rannsakað. Einnig er
mikilvægt að stunda fræðslu í
þeim löndum sem stúlkurnar
koma frá. Þar vita konur mjög lítið
um hina raunverulegu lífshætti á
vesturlöndum og mikið af rang-
hugmyndum og goðsögnum eru í
gangi. Sem dæmi má nefna að í
skoðanakönnun sem gerð var hjá
menntaskólastúlkum í Moskvu
1998 kom í ljós að framtíðar-
draumar þeirra um störf voru að
verða annað hvort fyrirsæta eða
vændiskona.
(S °
Aukin ökuréttindi
Kennsla á leigu- vöru- og hópbifreið
og vörubifreið með eftirvagn.
Hægt er að hefja nám alla miðvikudaga. (áfangakerfi)
Reyndir kennarar og góðir kennslubílar.
Aukið við atvinnumöguleikana.
Hringið eða komið og leitið upplýsinga.
Sími 567-0300
Námskeið fyrir almennt ökupróf B. réttindi,
einnig fyrir ensku- og taílensku mælandi.
Endurbætt kennsluaðstaða
Frábærir kennarar
Þarabakka 3 109 Reykjavík
E-mail okusk,mjodd@simnet.is
<fi>
OKU
SKOUNN
IMJODD