Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 33
Hvað er
orkuhleifur?
> Orkuhleifur er byggður á aðferðum
sem þróaðar hafa verið af sænsku
ráðgjafafyrirtæki.
> Orkuhleifur kallar á óbreytt flokk-
unarkerfi heimilisúrgangs (lífrænt og
ólffrænt) eins og það er fyrir hendi í
dag.
> Heimilissorpið er tætt, baggað og
grafið.
> Líkt og við hefðbundna urðun
sorps safnast metangas fyrir í haugn-
um. Gasið er brennt til að valda
minni skaða fyrir umhverfið og nýtt á
þartilgerðar bifreiðar og til rafmagns-
framleiðslu.
> Með tímanum umbreytist hluti
efnanna í afurð sem líkist mold. Al-
mennar kröfur um gæði jarðvegsbæt-
is byggja á því að nægilegt magn sé
af köfnunarefni, fosfór og kalfum.
Hvergi hafa sést niðurstöður rann-
sókna sem meta gæði afurðar orku-
hleifs til uppgræðslu.
> Þar sem upphafleg flokkun í orku-
hleif er ekki skilvirk verður að að sigta
alla aðskotahluti frá ef nýta á jarð-
vegsbætinn til uppgræðslu (gler,
Plast, járn o.s.frv.).
> Oæskileg efni, s.s. þungmálmar,
mega alls ekki vera í hráefninu ef nýta
a iarðvegsbætinn til uppgræðslu.
Þetta þýðir að ef einhver „stelst" til að
henda óæskilegum efnum í sorptunn-
una verður afurðin mengandi. ■
Auk þróunarverkefnisins f Svíþjóð
hafa orkuhleifar einungis verið settir
UPP í Pakistan og Póllandi.
> Islendingar eru bundnir urðunartil-
skipun Evrópusambandsins sem þeg-
ar er gengin í gildi. Það er alls óvíst
hvort aðferðafræði orkuhleifs sam-
ræmist urðunartilskipun Evrópusam-
handsins um minnkun á urðun líf-
ra2ns sorps.
Hægt að urða
í Álfsnesi í 30
ór í viðbót
- segir Guðrún Agða Hall-
grímsdóttir kynningar- og
fræðslufulltrúi Sorpu
Þær raddir eru af og til að skjóta
upp kollinum að það sem almenn-
ingur flokki og skili samviskusam-
lega í grenndargáma eða á endur-
vinnslustöðvar Sorpu sé urðað. Er
þetta rétt?
Þetta er útbreiddur misskilningur sem
við höfum margoft reynt að leiðrétta.
Ég vil nota hér tækifærið og koma því
að við lesendur að ALLT sem kemur til
okkar flokkað fer til endurvinnslu.
Möguleikar í flokkun úrgangs til endur-
vinnslu aukast ár frá ári. Samkvæmt
flokkunartöflu Sorpu eru í dag 25 mis-
munandi leiðir og farvegir fyrir sorp.
Ég hvet alla sem ekki þekkja núverandi
flokkunaraðferðir að kynna sér flokkun-
artöfluna, t.d. á heimasíðu Sorpu.
Nú er pappír mjög mismunandi.
Hvað t.d. með gluggapóstsumslögin
og ruslpóstinn sem er oft með lími,
hefti og glansáferð. Á þetta allt
heima í sama flokki?
Svokallaður ruslpóstur, sem mun þá
vera allur auglýsingapóstur sem kemur
inn um lúguna til okkar f miklu magni,
er oft á tfðum litríkur og mikið áprent-
aður. Þessi póstur er þvf flokkaður
með dagblöðum og tímaritum. Um-
slög, eins og t.d. gluggaumslög, verður
að setja í ruslið vegna gluggans á
þeim sem er úr plasti og einnig er lfm
á umslögunum. Auðvitað getur fólk
fjarlægt Ifm og plast og sett þau þá
með dagblöðum og tímaritum. Gæða-
pappír er flokkaður sér. Það sem telst
til gæðapappírs er allur venjulegur,
hvítur pappír eins og ljósritunarpappír.
Hvað verður t.d. um fernurnar og
dagbiöðin og spilliefnin sem skilað
er inn í endurvinnslustöðvar Sorpu?
Drykkjarfernur sem koma flokkaðar til
Sorpu eru fluttar út í endurvinnsluferli
í Svíþjóð fyrir milligöngu Tetra Pak.
Fernurnar eru bleyttar upp og unnar á
ýmsan hátt.
í Þýskalandi er byrjað að vinna efni
úr fernum sem kallast Tektan, úr þessu
efni eru búin til húsgögn. Þetta er ný
og spennandi þróunarstarfsemi. Eitur-
og spilliefni eru send til Danmerkur í
rétta eyðingu. Flokkað timbur sem