Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 57
Karen Theodórsdóttir
Skortur á fyrirmyndum
Eg hef stundum hugsað um hversu mikil breyting
það var á lífi mínu þegar ég uppgötvaði femínisma
og meðtók hann af heilum hug. Pað hefur reynst
mér hvorutveggja erfitt og ánægjulegt f senn. Það erfiða
var að endurskoða allar mínar karllægu hugmyndir og
skoðanir sem ég hafði áður haft. Það var ekki síður erfitt
að standa frammi fyrir ættingjum og vinum sem virtust
við öll tækifæri gagnrýna þessa „nýju" konu og bentu mér
á að með auknum þroska myndi ég vaxa upp úr þessu.
Þegar ég lít til baka tel ég samt að þetta hafi ekki verið
það erfiðasta þar sem ég, yfir mig ánægð yfir þessum nýju
uppgötvunum, hætti að taka þessum ábendingum per-
sónulega. Það verður hins vegar að segjast að uppeldi
dætra minna tveggja, fjögurra og sjö ára, krafðist heldur
betur endurskoðunar af minni hálfu þar sem ég gat ekki
hugsað mér að ala þær lengur upp í þeim misskilningi
sem ég hafði áður búið við. Misskilningurinn felst nefni-
lega í því að jafnrétti kynjanna sé orðið að veruleika og að
kynbundin hegðun sé eðlislæg en ekki menningarlega
mótuð og með þennan misskilning í farteskinu sendum
við börnin okkar óvarin út í lífið. Ég veit hins vegar að í
raunveruleikanum er þessu ekki svo farið þar sem konur
eru langt frá því að vera metnar til jafns á við karla. Þrátt
fyrir að engin segi það beint þá er slíkum hugmyndum
lætt til okkar þannig að við tökum sjaldnast eftir því. Ég
taldi því nauðsynlegt að reyna eftir fremsta megni að
kenna dætrum mínum að koma auga á þessi skilaboð en
gerði mér jafnframt grein fyrir því að ég yrði að gera það á
einfaldan máta sökum ungs aldurs þeirra.
Skortur á fyrirmyndum að femínísku uppeldi hefur gert
mér erfitt fyrir, því ekki virðist vera rætt um þetta og
hvergi finnast kaflar í uppeldisbókum sem fjalla um
femínískt uppeldi. Þar sem ég skil hversu fyrirmyndir eru
okkur mikilvægar og þær fyrirmyndir sem stelpurnar mínar
hafa fyrir augum sér eru síður en svo femínískar, verð ég
að vera hin femíníska fýrirmynd fyrir þær. Með þessu móti
vil ég kenna þeim að vera stoltar af kynferði sinu og að
þær tileinki sér gagnrýna hugsun til þess að geta valið
hvort þær taki þátt í hinum menningarlega mótuðu hug-
myndum um hegðun kynjanna eður ei.
Tarsan tannkrem fyrir stróka
Ég finn að það virkar vel að þenda þeim á þegar gert er
lítið úr konum og nota til þess m.a. hlutverk stelpna í
teiknimyndum og auglýsingum. Mér til mikillar ánægju
virtist yngri dóttir mín meðtaka þetta mjög fljótt þrátt fyrir
ungan aldur. Hún mótmælti t.d. hástöfum auglýsingu í
sjónvarpinu sem sagði að Tarsan tannkrem væri fyrir
stráka og bað mig um útskýringu á þessu þar sem hún átti
siálf slíkt tannkrem inni á baði. Mér varð svara fátt og
fann að ég átti bágt með að útskýra þetta fyrir henni
þannig að hún skildi. Hvernig útskýrir þú menningarmót-
aðar hugmyndir fyrir fjögurra ára gömlu barni?
Henni var einnig brugðið þegar fjögurra ára gamall
frændinn neitaði að leika Mulan og sagðist vera STRÁK-
UR, þar sem hún taldi ekkert eðlilegra en að bregða sér í
„karlahlutverk" og leika Batman eða Ping. Þrátt fyrir að ég
státi mig af eftirtektarsemi hennar þá kemur hún nánast
daglega heim af leikskólanum með nýjan „sannleika" um
t.d. að strákum finnist hjörtu vera ljót og að bleikur sé
ekki litur fyrir stráka. Ég þarf því stöðugt að útskýra fyrir
henni að það sé ekki vegna þess að þeir eru strákar.
Ég finn þó að þetta verður auðveldara eftir því sem
þær eldast og sé það hjá eldri dóttir minni sem tekur
stöðugt eftir því þegar gert er lítið úr konum.
Hún rökstyður það fyrir sjálfri sér með þvf að fólk geti
ekkert að þessu gert þar sem því hafi ekki verið kennt ann-
að. Hún ákvað því að fyrirgefa skólastjóra sínum um dag-
inn að hann skyldi ekki fatta að konur gætu haldið á stól-
um þegar hann bað um tólf hrausta karla til að rýma stóla
úr salnum á fjölskylduhátfðinni og kom með þá athuga-
semd að við ættum kannski að benda honum á þetta.
rvaliö
er hjá okku
Tryggdu barmnu þinu
öruggt sæti
MAJOR 0-13 kg. m/skermi,
höfuðpúða og geymsluhólfi kr. 8.980
TOP eins og MAJOR en
m/svuntu kr. 9.840
CHALLENGER 0-18 kg
m/stuðningspúða kr. 10.960
POLO 15-36 kg.
m/örmum kr. 1.890
SPEEDWAY 9-36 kg.
m/höfuðpúða og 5 punkta belti kr. 8.850
DUO 15-36 kg.
m/hæðarstillingu fyrir öryggisbelti kr. 6.700
*
c/ oXm/jÍA,
2001
o
Viöurkonndir og E-merktir samkv. ECE reglug. nr. 44.03
w w w * o
57