Vera


Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 41

Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 41
Ársfundur InterAction í Helsinki í fyrra. I félaginu eru þrjár konur; Vigdís, Hanna Suchocka, fv. forsætisráðherra Póllands, (við hlið Vigdísar) og Kazimiera Prunskiene, fv. forsætisráðherra Litháens. Niðurstöður miðast við heill alls mannkyns Siðferðisnefndin er Vigísi afar hugleikin og henni finnst hún vera farin að sjá árangur af starfinu. „Mér finnst þetta eins og lest sem er farin að bruna," segir hún og vill koma boðskapnum að sem víðast. „Mig dreymir um að það verði gefnir út þæklingar á sem flestum tungumálum, aðgengilegar litlar bækur sem auðvelt er að lesa og skilja." Vigdís er með skrifstofu í höfuðstöðvum UNESCO í París og þangað fer hún að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Þess á milli er hún í stöðugu sambandi við samstarfskonu sína, Chantal Ralaimihoatra, sem er mikilsvirtur lögfræðingur og hennar hægri hönd ytra. Og Chantal hringir einmitt í miðju samtali okkar og þær ræða starfið f nokkra stund. Á meðan melti ég það sem Vigdís hefur sagt mér, blaða í kynningarbæk- lingi nefndarinnar - og finnst talsvert til koma. Þetta eru jú málefni sem koma okkur öllum við enda stend- ur einfaldlega Shared Responsibilities á forsíðu bæk- lingsins - sameiginleg ábyrgð. Hér á íslandi eru varla margir sem velta fyrir sér vatnsvandamálum heimsins en hitt allt snertir okkur beinlínis; geimruslið, njósn- imar, internetið ... Tungumálasendiherra Vigdís er þekkt fyrir að bera hag íslenskrar tungu fyrir brjósti og nú lætur hún til sín taka í víðara samhengi. Hún er virkur þátttakandi í Evrópska tungumálaárinu sem nú stendur yfir auk þess sem hún er velgjörða- sendiherra tungumála (Goodwill Ambassador of Languages) UNESCO. Hún segir að sér hafi vafalaust hlotnast þetta embætti vegna þess hve mikið hún hefur talað um menningu og tungu smáþjóða á ferli sínum. Þar hefur hún gjarnan tekið mið af íslandi og því að vera íslendingur. Þetta hefur aftur leitt til þess að henni hefur verið boðið að koma á ráðstefnur og tala um hvernig varðveita bæri tungumála- og menn- ingarlegan margbreytileika (cultural diversity).Vigdfs kveðst hafa mikla ánægju af þessu embætti sínu, hef- ur ferðast vfða og séð hvernig tungumálið getur sam- einað - og sundrað. „Ég hef til dæmis verið í Baska- landi þar sem menn eiga í vök að verjast með gamla baskamálið bæði vegna áhrifa frönsku, spönsku og ensku í sjónvarpi og á internetinu. Og þegar þjóðir, eins og t.d. Indíánar í Mexíkó, finna að tungumálið er að riðlast í samfélagi þeirra verða þær árásargjarnar. Þeim finnst þær vera að týna sálfsmynd sinni og byrja að verja hana og grípa þá oft til vopna og skæruhern- aðar. Þá þarf að finna friðarferli. Þess vegna er til verkefnið LINGUAPAX (sem þýðir tunga og friður). LINGUAPAX er ætlað að ljúka upp augum manna fyrir því að það eru mannréttindi að fá að tala eigið tungumál og hvetur jafnframt til þess að læra annað tungumál til að auka skilning á ólíkum menningar- heimum." Vigdís segir að íslensk tunga sé í miklu meiri hættu en við gerum okkur grein fyrir. Viðskiptamálið verður æ enskuskotnara og börnum er orðið tamt að sletta á ensku. Þau éta upp heilu setningarnar úr sjónvarpinu án þess að hafa skilning á málinu. Vigdís hræðist það líka hve mikið er gert af þvf að nota sjón- varpið fyrir barnfóstru. „Þetta eyðileggur mikið sjálfs- mynd þess sem er að vaxa upp. Ef einstaklingur hefur ekki eigin tungu, styrkleika hennar og góðan orða- forða, kunni að beita munninum f framburði, þá getur hann orðið undir í lífinu seinna. Ég er alltaf að passa að það sé ekki of mikið opið fyrir sjónvarpið nálægt barnabarninu mínu. Hún er ekki nema eins árs en hún starir á þennan skjá því hann er svo litríkur. Svo er það barnaefnið í sjónvarpinu. Þar er öfgakennt mál. Það er með röddum sem ekki eru eðlilegar, þar er ýmist skrækt eða hummað eða hohoað, ekki talað eðlilega. Það er talað eitthvað sem á að vera sniðugt fyrir börn. En það er ekki uppá það allra besta fyrir bernskuna." Vigdís vitnar til rannsókna sérfræðinga máli sínu til stuðnings og segir að nútíma fæða skipti líka máli þegar kemur að tungumálinu. „Þessi mjúka, auðtuggna fæða - hakkað kjöt og hvers kyns tilbúinn matur - veldur því að vöðvarnir sem notaðir eru til þess að tala, grípa utan um orð og tala skýrt mál, þroskast ekki sem skyldi." Það skiptir miklu máli segir Vigdís að kunna tungumálið vel, geta beitt því og komið fyrir sig orði. „Vegna þess hve tungumálið er sterkt atriði í samskiptum manna þá finnur sá sem ekki getur beitt fyrir sig tungumálinu sig vanmáttugan og honum getur verið ýtt til hliðar ef hann kemur ekki fyrir sig orði. Við megum gæta okkar vel á Norður- löndunum því að við höldum að tungumál okkar séu ekki f neinni hættu," segir Vigdís og þendir á að nú séu um 6000 tungumál töluð í heiminum. Talið er að helmingur þeirra sé að víkja. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.