Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 47
vera karla er svo óvanaleg, eru viðbrögð margra gagn-
rýnenda að túlka þessa fjarveru sem hatur á karl-
mönnum. Viðbrögð gagnrýnenda eru skiljanleg í karl-
miðjuðu samfélagi okkar. Þeir vita hreinlega ekki
hvernig bregðast á við kvenmiðjun Píkusagna.
Píkan og dýrkun hennar
Píkusögur er furðuleg blanda af póstfemínisma og ný-
aldartrúarbrögðum níunda áratugarins. Póstfemín-
isminn birtist í því hvernig Ensler leggur aðaláherslu
á fjölbreytileikann, það að allar konur og allar píkur
séu hver annarri ólíkar. Allar eigum við það þó sam-
eiginlegt að við kunnum ekki að meta píkuna og kraft
hennar.
Eins og aðrir póstmódernistar leggur Ensler mikla
aherslu á kraft orða til þess að breyta skynjun og
skilningi okkar. Hún skrifar því Píkusögur til að endur-
heimta orðið „píka". Rétt eins og samfélag samkyn-
hneigðra tók upp skammaryrðið „queer" og breytti
merkingu þess svo að það varð að nýju og spennandi
heiti fyrir samkynhneigða, þá vill Ensler að konur geti
notað orðið píka skammlaust og fundið nýjan kraft
innra með sér með notkun þess. Píkan hefur í leikriti
Enslers á sér goðsagnablæ. Mikil áhersia er lögð á
dulúð píkunnar og stjórnleysi hennar. í leikritinu
sprettur Píkan fram á sjónarsviðið sem sjálfstæð vera.
Þessi gyðjusköpun Enslers á Pfkunni er sérstaklega
dregin fram í formála Gloriu Steinem að bókarútgáfu
Píkusagna. Þar tengir Steinem píku Enslers við trúar-
brögð heimsins og reynir að sýna fram á hvernig Pík-
an sé upphafskraftur allrar trúar og trúarbragða.
Ensler fellur hér í gryfju nýaldarhyggjunnar. Eins og
furðufuglarnir sem kveikja á reykelsum í tíma og
ótíma og tala um innri kjarna sálarinnar, þá upphefja
Píkusögur píkuna sem aðaldrifkraft konunnar. Leikrit-
ið hvetur konur til að finna þennan miðpunkt sinn,
möndul og aflvaka. Ensler vill að konur hugsi og lifi í
gegnum píkuna. Kraftur konunnar felst nefnilega ekki
í heilanum heldur í píkunni. Þessi heimspeki Enslers
er þó ekki ný og vísar óþægilega til fortíðarinnar þeg-
ar konur voru ekki taldar rökverur, heldur fyrst og
fremst kynverur sem einungis gátu hugsað með lfk-
amanum. Ensler á þó hrós skilið fyrir að reyna að
endurskapa femínismann með píkupælingu sinni, og
víst er að leikrit hennar hefur hleypt nýju blóði í kven-
réttindabaráttuna.
Píkusögur í Borgarleikhúsinu
Óhætt er að hvetja alla til að fara á uppsetningu
Borgarleikhússins á Píkusögum. í tilefni af sýningu
leikritsins var skapað nýtt kaffihús f Borgarleikhúsinu
þar sem áhorfendur horfa á leikritið meðan þeir sötra
kaffi og narta í píkukökur. Þessi kaffihúsastemning
eykur nálægð áhorfenda við leiksviðið og ná leikpík-
urnar þrjár, Halldóra, lóhanna og Sóley, góðum
tengslum við áhorfendur.
Texti Píkusagna lifnarvið íþýðingu IngunnarÁs-
dísardóttur og eina stutta kvöldstund í Borgarleikhús-
inu stíga píkur á svið og fá loksins að hlæja og gráta,
öskra og hvísla og syngja og dansa með áhorfendum.
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
Hjá Útfararstofu kirkjugarðanna
starfa nú 14 manns með áratuga
reynslu við útfararþjónustu.
Stærsta útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan sólarhringinn.
ÚTFARARSTOFA
K1RKJ UGARÐAINNA EHF.
Vesturhlið2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
ErFidrykkja
MYNDLISTASKOLINN
THE REYKJAVÍK SCHOOL OF ART
í REYKJAVÍK
HRINGBRAUT 121 • 107 REYKJAVÍK • SÍMI 551 1990
Vor- og sumarnámskeið
í maí
Námskeið í fullorðinsdeildum 16. - 30. maí.
Módelteikning-byrjendur, módelteikning-frh.,
málun-frh., vatnslitir, leir.
Kennt verður 16. 17. 21. 22. 23. 28. 29 & 30. maí
kl. 17:30-21:25. Alls 40 kennslustundir.
í júnf
Námskeið í barna-og unglingadeildum:
Vikunámskeið, 20 kennslustundir hvert.
Fyrir 6-10 ára og 10-12 ára:
5.-8., 11.-15., 18,- 22. og 25,-29. júní.
Fyrir 13-16 ára:
5,- 15. og 5. 7. 11. 12 & 14. júní.
Nánari upplýsingar og innritun á skrifstofu skólans,
símar 551 1990 og 551 1936.
Opnunartími mán.- fim. 14-18 og fös. 14-17.
www.myndlistaskolinn.is