Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 64
Frásögn um margboðað jafnrétti
■P1!'■ PRPP"' : p m' 9 9npippiRMMI ' '
JÍCtKORKA
3. HEFTl OKTÚBER 1150 S. AHO.
í-
Melkorka -tfmarit kvenna kom
út frá 1944 til 1962. Rannveig Krist-
jánsdóttir var ritstjóri þess fyrstu
fjögur árin en eftir það tók Mál og
menning við útgáfu þess. Melkorka
var sósíalískt tímarit og voru marg-
ar greinar þess mjög pólitískar og
þá ekki síst gegn hersetunni.
Árið 1950 voru eftirfarandi spurn-
ingar lagðar fyrir lesendur Melkorku
og þær beðnar um að svara þeim
skriflega og senda til ritstjórnar.
1. Hver voru viðhorf þín til kven-
réttindamála áður en þú fórst að fá
sérstakan áhuga fyrir þeim?
2. Hvers vegna eru ungar stúlkur
tregar til að vinna að kvenréttinda-
málum? Vantar þær skilning eða
eru aðrar ástæður til þess?
3. Hvernig verður áhugi ungra
stúlkna á réttindamálum bezt vak-
inn?
4. Hver er ástæðan til þess, að
stjórnmálamenn og karlmenn yfir-
leitt eru skilningslitlir á réttindamál
kvenna og vilja lftt leggja konum lið í
jafnréttisbaráttu þeirra?
5. Hvers vegna ertu kvenréttinda-
kona?
6. Hvers vegna heldur þú, að
kunningjakonur þínar og nágranna-
konur hafi ekki áhuga á kvenrétt-
indamálum, eða vilji ekki láta á-
huga sinn í Ijósi með þátttöku í fé-
lagsstarfinu?
7. Hvernig viltu láta meta hús-
móðurstörf þín og störf húsmæðra
yfirleitt?
8. Hvaða konur fá, lífs eða liðnar,
mest dugnaðar- og myndarskapar-
orð?
9. Á hvern hátt telur þú, að stjórn-
arskráin geti tryggt konum fullt
jafnrétti í hvívetna?
10. Tel ur þú konur ábyrgðarlausari
en karla um stjórnarfarið í landinu?
(Gerðu stutta grein fyrir svari þínu.)
1 . Hvers vegna eru svo fáar ís-
lenzkar konur í opinþerum stöðum?
O
„Þessar stúlkur eru ekki heimskar!"
Nýverið birtist grein á vef-
svæði USA TODAY um
nýjung í markaðssetn-
ingu Flugleiða. Herkænskan sem
gekk út á að bjóða Bandaríkja-
mönnum á keppnina Ungfrú
ísland.is virðist falla vel í kramið
þar ytra. 260 bandarískir karlmenn
mættu í svokallaða „Midnight
Madness'' dvöl sem stóð í 4 daga.
Hápunktur dvalarinnar var að berja
16 íslenskar ungar stúlkur augum
sem voru þátttakendur í keppn-
inni. Kaninn fékk tækifæri til að
hitta ungviðið eftir keppni enda
um svokallaðan VlP-pakka (Very-
Important-Person) að ræða.
f umræddri grein USA TODAY er
m.a. haft eftirfarandi eftir amerí-
könunum:
„VÁ! Sií lakasla afþeim er meira að
segja æðisleg. Markmið mitt var að fiitta
sex stúlkur og ég náði að tala við þrjárl
Ég ælla að hengja veggspjaldið af þeim
upp heimaV'
John Timm, (34) ráðgjafi.
Vera bendir John á: Það er einnig
hægt að fá veggspjald af íslensku
sauðkindinni ef það er enn autt
svæði á veggjum heimilis lohns'.
„VÁ! Pærfara langlfram úrvænting-
um okkar."
Omri Dahan (27), nemi.
Vera ráðleggur Omri: Að Ijúka
námi og uppfylla væntingar for-
eldra sinna.
„Ég hef komið til 113 landa og íslensku
stelpurnar eru langfallegastar. Víking-
arnir sem settust að á íslandi þustu áður
um Evrópu og náðu fallegustu konun-
um. Og af því að ísland er eyja hafa gen
íslenskra kvenna ekki blandast öðrum.
Þær borða mikinn fisk, synda og af því
að það er ekki mikil sól fá þær ekki
hrukkur". Gregg Schmidt (49) starfs-
maður í bílaverksmiðju.
Vera þakkarGregg, hinum siglda,
fyrir að fræða bandaríska lesendur
um íslenska sögu, fæði og hrukku-
leysi íslenskra kvenna.
„Þessar stúlkur eru ekki heimskar."
upplýsti Bob Geldof, tónlistar-
maður áhorfendur Ungfrú ísland
punktur is.
Vera er sammála Geldof en skilur
ekki af hverju hann þarf að taka
þetta sérstaklega fram.
Greinarhöfundur hefur eftir Þór-
dísi Oddsdóttur (17) einum kepp-
anda Ungfrú ísland.is að henni
finnist skrýtið að hafa 260 banda-
ríska karlmenn, sem gætu verið
feður hennar, gónandi á.
„Hún lekurþessu þó með hðgværð, ró
og sjálfstrausti sem einkennir stúlkurn-
ar" bætir greinahöfundur við.
Vera telur að flestum keppenda
hijóti að hafa misboðið þetta
nýjasta uppátæki Flugleiða í mark-
aðssetningu. Þessar stúlkur eru
ekki heimskar!
Nú er á dagskrá Flugleiða að mat-
reiða Mæðradaginn í Kanann.
Frétt um það hefst á orðunum:
„Our beauliful lcelandic mothers." Vera
vonar að einhvers staðar verði tek-
ið fram í kynningu að þær séu
heldur ekki heimskar!
64
o