Vera


Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 24

Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 24
Kynlífsvæðíng Guðrún Agnarsdóttir yfirlæknir Neyðarmóttöku vegna nau&gunar 500.000 - 600.000 austur-evrópskar konur hafa verið hnepptar í kynlífsþrœldóm efnd á vegum jafnréttisnefndar Evrópuráðsins hefur sent frá sér upplýs- ingar um viðskipti með fólk til kynlífsþjónustu og kynlífsþrælkunar og tillögur um leiðir til að stemma stigu við því. Guðrún Agnarsdóttir yfir- læknir Neyðarmóttöku vegna nauðgunar var formaður í sambærilegri nefnd sem vann að tillögum um lagabreytingar og aðgerðir við ofbeldi gegn konum og börnum. Hún kynnti vinnu þessara nefnda á fundi UNIFEM á íslandi nýlega. Eftirfarandi er erindi hennar um vinnu nefndarinnar sem rannsakaði viðskipti með fólk til kynlífsþrælkunar. að er staðreynd að mansal til kynlífsþrælkunar er hnattrænt vandamál þar sem fólk er sent að sunnan til norðurs og að austan til vesturs, frá svæðum þar sem ríkir örbirgð til efnasvæða. Hrun austur og mið-Evrópu, þar sem ríkir atvinnuleysi og fátækt, á stóran þátt í því vandamáli sem við stönd- um nú frammi fyrir. Talið er að um 500.000 - 600.000 austur-evrópskar stúlkur hafi verið hnepptar í kynlífs- þrældóm á undanförnum 5-6 árum og þeir miklu flutningar sem fram fara eru ekki mögulegir nema með vel skipulögðum netum sem byggja á eftirspurn stórs hóps neytenda, en þeir eru yfirleitt nafnlausir og ósýnilegir. Þrenns konar samtök sjá um dreifingu Talið er að þrenns konar samtök sjái um dreifingu á fólkinu. í fyrsta lagi eru það stór samtök með alþjóð- legu stjórnkerfi og pólitíska og efnahagslega tengiliði á öllum stigum, bæði í upprunalöndum og í áfanga- löndum. Mansalið byggist á gagngerri þekkingu á lög- um og stjórnkerfi áfangalandanna og þeirra sem ferð- ast er um og hulið á bak við löglegt yfirborð. Fórnar- lömbum er lofað háum launum og samþykkt er munnlega eða skriflega að þær muni vinna sem bar- þjónar, dansarar, „fylgdarkonur" eða vændiskonur. Fórnarlömb hafa skýrt frá því að þau hafi verið flutt í hópum og farið um hendur margra milliliða og mörg lönd áður en áfangastað var náð og voru skoðaðar á leiðinni með tilliti til kynsjúkdóma. Þær höfðu yfirleitt enga hugmynd um hvar þær voru eða hvert ferðinni var heitið. Stundum voru þær skildar eftir og neyddar í vændi. Á áfangastað voru vegabréf tekin af þeim. Meðalstór samtök: Einnkenni þeirra er að þau selja ekki fórnarlömb til annnarra hópa en hafa sjálf stjórn á þeim og koma þeim fyrir í eigin klúbbum eða vænd- ishúsum. Fórnarlömb þessara samtaka eru undir ströngu eftirliti, neydd til að undirrita skuldayfirlýs- ingar eða taka viðamikil lán í heimalandi sínu. Sömu- leiðis eru þau neydd til að afhenda stóran hluta tekna sinna af vændi fyrir afnot af herbergjum og öðrum að- stæðum. Nauðungin er oft mikil, fórnarlömbum er haldið gegn vilja sínum, þau barin, nauðgað, gefin lyf, eru vannærð og sektuð og refsað ef þau hlýðnast ekki samtökunum. Lítil samtölc Þau byggjast á eftirspurn næturklúbba, dansstaða og útvega bæði konur og karla. Síðan er lítill hluti fólks sem hefur komið til Evrópu án þess að fara um hendur þessara samtaka og hefur nýtt sér margvíslegar eigin leiðir, löglegar eða ólöglegar, oft með hjálp annarra. En hvernig sem fólk kemur, endar það oft á því að lenda í sama vítahring vændis og misnotkunar og nýta sér þjónustu glæpahringjanna. Samvinna alþjóðlegra stofnana Lög Evrópulandannan eru mjög misjöfn hvað málið varðar, allt frá sérstökum lögum sem banna kynlífs- mansal niður í engin lagaákvæði um málið. Sama gildir um vændi, það er allt frá banni til þess að vera löglegt eða þá að einungis er bannað að hagnast á því. Þetta veldur ósamkomulagi á alþjóðavettvangi en nefndin hvetur til þess að lögin verði samræmd á milli landa og samin með það að markmiði að vinna gegn verslun með fólk. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.