Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 44
Anna Guðlaugsdóttir og Erla Margrét Hjartar
Konur
jaðaríþróttir
- af hveriu erum við ekki með?
Nýlega hefur rutt sér til rúms
hér á landi áhugi á þvf sem
kallað er jaðaríþróttir og
mætti jafnvel segja að þær
séu f tfsku. Jaðaríþróttir eru t.d. snjó-
bretti, hjólabretti, freestyle-línuskaut-
ar, teygjustökk, fallhlífastökk og fleira í
þeim dúr. Iðkendur jaðaríþrótta stunda
fþrótt sína óháð íþróttafélögum, svo
þær byggjast að mörgu leyti á einstak-
lingsframtakinu. Þegar talað er um
jaðaríþróttir dettur fólki iðulega í hug
eitthvað sem er erfitt, hættulegt og
spennandi. Þetta þykja, samkvæmt
hefðinni, mjög karlmannleg element
enda eru karlmenn í miklum meiri-
hluta iðkenda þessara íþrótta. Fólk
tengir konur ekki við þessi hugtök því
að konum er því miður ekki kennt f
uppeldinu að hætta, spenna og erfiði
sé eitthvað fyrir þær.
Kannski er það líka það sem hindr-
ar konur í að svo mikið sem prófa
jaðaríþróttir, því að flestar stelpur al-
ast ekki upp við slagsmál og byssó og
„ekki gráta þó maður meiði sig". Þetta
veldur því að þær eru hræddar við að
reyna eitthvað nýtt sem gæti reynst
sársaukafullt og ef þeim mistekst er
hættara við að gert sé grín að þeim af
karlkyns meirihlutanum f íþróttinni.
Hver kannast ekki við hvatningarhróp-
ið „eruð þið algerar stelpur?" af því að
það á að vera svo ræfilslegt að vera
stelpa. Þar sem að strákum er kennt
að bíta á jaxlinn eru þeir líklegri til að
þráast við þótt þeir meiði sig og að
þola meiðsli þykir merki um styrk.
Strákar í hóp eru líklegri til að gagn-
rýna félaga sem mistekst en stelpur
afturá móti hugga og uppörva.
Ekki gert róð fyrir stelpum
Þrátt fyrir karlmannlega ímynd jaðar-
íþrótta er ekkert sem aftrar konum frá
þátttöku í þessum íþróttum og þær
standa körlum jafnfætis hvað varðar
tækni, getu og þol. Þegar kemur að lík-
amsstyrk geta konur því miður aldrei
náð körlum þó þær geti komist mjög
nálægt því. Að öðru leyti eru það aðal-
lega samfélagsleg gildi sem koma f
veg fyrir að konur leggi út á þessa
braut. Kynjamisréttið kemur yfirleitt
ekki fram við beina ástundun, eins og
t.d. uppi í fjöllum, á götum borganna,
eða í hnefaleikasalnum, en þegar kem-
44