Vera


Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 36

Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 36
Sigríöur Ólafsdóttir rekstrarfulltrúi Hreinsunardeildarinnar Tilraun hefur verið í gangi í nokkurn tíma í Leirubakka og Kóngsbakka í Breiðholti með flokkun lífræns úr- gangs. Þar hefur verið komið fyrir litlu moltuhúsi. íbúar fá þartilgerða poka sem þeir safna lífrænum úr- gangi í. Þessir pokar brotna niður á skömmum tíma og því má fleygja þeim með lífrænu sorpi innf moltu- húsið. Þar er að sjálfsögðu sjáanleg minnkun á sorpi. Það er rétt að fólk sem dvalið hefur erlendis er mun meðvitaðra um sorpmál en íslend- ingar almennt. Hingað hringja oft námsmenn og aðrir sem búsettir hafa verið erlendis og eiga erfitt með að sjá á eftir t.d. bananahýðinu með almenna sorpinu. Flokkun á lífrænu sorpi kallar á mikla fræðslu, átak, auglýsingaherferðir og tvöfalt sorp- hirðukerfi. Þarna eru gríðarlega miklir fjármunir í húfi ef standa á vel að málum. Það þarf að byrja strax á áróðrinum hjá börnunum okkar og koma hugsunarhættinum þar inn. Lengi býr að fyrstu gerð! Við höfum verið með sérstaka tilraun í flokkun á pappír og fernum í grunnskólunum og dagheimilum borgarinnar. Því minna sorp í tunnunni - því ódýrara Einar Bjarni Bjarnason deild- arstjóri Hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar Burtséð frá því hvaða leið verður valin, hverjir eru kostir þess að inn- leiða nýtt sorphirðukerfi? Kostirnir eru fyrst og fremst fjáhags- legur sparnaður og aukin meðvitund íbúa um það sem endar í sorptunn- unni. Því minna sem er af sorpi f tunn- unni okkar því ódýrara er það fyrir borgarkerfið. Sjálfur bý ég í Breiðholti þar sem tíðni- og rúmmáistilraunin fer fram og hef því sjálfur reynsluna. í sorphirðunni eins og hún hefur verið hingað til, þ.e. vikulega, eru um 52 losanir á ári. Ég læt hirða hjá mér sorp á tveggja til þriggja vikna fresti. Ef við reiknum með hátíðir og álagstíma þá eru losanir hjá okkur í þessari tilraun um 26 - 30 á ári í stað 52. Nú er áætlað að rukka áfram fasta- gjald og samkvæmt sorpmagni (vigt) heimilanna í náinni framtíð. Er þá ekki hagkvæmasta leiðin að henda eigin sorpi í tunnu nágrannans? Hvaða kerfi sem tekið verður upp mun byggjast á fastagjaldi. Ég á ekki von á verulegum hækkunum á því gjaldi sem fyrir er. Markmiðið er að íbúarnir njóti góðs af og séu um leið hvattir til að nýta sér endurvinnslugámana. Grenndargámarnir eru nú á bilinu 110 til 120 og staðsettir víðsvegar um borgina. Auðvitað geta óprúttnir aðilar farið að stunda það í skjóli nætur að dreifa eigin sorpi á nágrannana. Ég á nú samt ekki von á því að það verði í einhverjum mæli. Hefur Hreinsunardeildin komið með tillögur um flokkun lífræns úrgangs á höfuðborgarsvæðinu? í starfsáætlun fyrir árið 2001 er gert ráð fyrir að kanna þessa möguleika nánar. T.a.m. hefur það verið rætt að leigja íbúum borgarinnar jarðgerðar- tunnur. Önnur leið er t.d. að neytendur flokki lífrænt frá ólífrænu inni á heim- ilinu í sömu tunnu en í tvo mislita poka. Þegar kæmi í endurvinnslustöð væru tæki sem læsu litinn og greindu þessa tvo flokka að. Til eru margar leiðir til að flokka og verið er að skoða þessi mál innan borgarinnar í tengsl- um við Staðardagskrá 21. O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.