Vera


Vera - 01.04.2001, Side 36

Vera - 01.04.2001, Side 36
Sigríöur Ólafsdóttir rekstrarfulltrúi Hreinsunardeildarinnar Tilraun hefur verið í gangi í nokkurn tíma í Leirubakka og Kóngsbakka í Breiðholti með flokkun lífræns úr- gangs. Þar hefur verið komið fyrir litlu moltuhúsi. íbúar fá þartilgerða poka sem þeir safna lífrænum úr- gangi í. Þessir pokar brotna niður á skömmum tíma og því má fleygja þeim með lífrænu sorpi innf moltu- húsið. Þar er að sjálfsögðu sjáanleg minnkun á sorpi. Það er rétt að fólk sem dvalið hefur erlendis er mun meðvitaðra um sorpmál en íslend- ingar almennt. Hingað hringja oft námsmenn og aðrir sem búsettir hafa verið erlendis og eiga erfitt með að sjá á eftir t.d. bananahýðinu með almenna sorpinu. Flokkun á lífrænu sorpi kallar á mikla fræðslu, átak, auglýsingaherferðir og tvöfalt sorp- hirðukerfi. Þarna eru gríðarlega miklir fjármunir í húfi ef standa á vel að málum. Það þarf að byrja strax á áróðrinum hjá börnunum okkar og koma hugsunarhættinum þar inn. Lengi býr að fyrstu gerð! Við höfum verið með sérstaka tilraun í flokkun á pappír og fernum í grunnskólunum og dagheimilum borgarinnar. Því minna sorp í tunnunni - því ódýrara Einar Bjarni Bjarnason deild- arstjóri Hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar Burtséð frá því hvaða leið verður valin, hverjir eru kostir þess að inn- leiða nýtt sorphirðukerfi? Kostirnir eru fyrst og fremst fjáhags- legur sparnaður og aukin meðvitund íbúa um það sem endar í sorptunn- unni. Því minna sem er af sorpi f tunn- unni okkar því ódýrara er það fyrir borgarkerfið. Sjálfur bý ég í Breiðholti þar sem tíðni- og rúmmáistilraunin fer fram og hef því sjálfur reynsluna. í sorphirðunni eins og hún hefur verið hingað til, þ.e. vikulega, eru um 52 losanir á ári. Ég læt hirða hjá mér sorp á tveggja til þriggja vikna fresti. Ef við reiknum með hátíðir og álagstíma þá eru losanir hjá okkur í þessari tilraun um 26 - 30 á ári í stað 52. Nú er áætlað að rukka áfram fasta- gjald og samkvæmt sorpmagni (vigt) heimilanna í náinni framtíð. Er þá ekki hagkvæmasta leiðin að henda eigin sorpi í tunnu nágrannans? Hvaða kerfi sem tekið verður upp mun byggjast á fastagjaldi. Ég á ekki von á verulegum hækkunum á því gjaldi sem fyrir er. Markmiðið er að íbúarnir njóti góðs af og séu um leið hvattir til að nýta sér endurvinnslugámana. Grenndargámarnir eru nú á bilinu 110 til 120 og staðsettir víðsvegar um borgina. Auðvitað geta óprúttnir aðilar farið að stunda það í skjóli nætur að dreifa eigin sorpi á nágrannana. Ég á nú samt ekki von á því að það verði í einhverjum mæli. Hefur Hreinsunardeildin komið með tillögur um flokkun lífræns úrgangs á höfuðborgarsvæðinu? í starfsáætlun fyrir árið 2001 er gert ráð fyrir að kanna þessa möguleika nánar. T.a.m. hefur það verið rætt að leigja íbúum borgarinnar jarðgerðar- tunnur. Önnur leið er t.d. að neytendur flokki lífrænt frá ólífrænu inni á heim- ilinu í sömu tunnu en í tvo mislita poka. Þegar kæmi í endurvinnslustöð væru tæki sem læsu litinn og greindu þessa tvo flokka að. Til eru margar leiðir til að flokka og verið er að skoða þessi mál innan borgarinnar í tengsl- um við Staðardagskrá 21. O

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.