Vera


Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 61

Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 61
Nýbúi! Af hverju á alltaf að kalla okkur „nýbúa"? Þótt ég búi hér í tuttugu ár þá á samt endalaust að kalla mig nýbúa. Reyndar vildi ég vinna á leikskóla til þess að koma dóttur minni inn. Það segir einhversstaðar að ef barn talar tvö eða fleiri tungumál þá séu þau í forgangs- hópi. Dóttir mín talar þrjú tungumál, íslensku, fil- ippísku og ensku. En þá var mér sagt að forgangurinn gilti ekki fyrr en barnið væri þriggja ára. Leikskólaald- urinn er tvö ár en tvítyngd börn fá ekki forgang fyrr en þau eru orðin þriggja. Þar með hafa þau ekki forgang. Forgangur þýðir að barnið kemst inn strax." Lagafrumvarpið um innflytjendur óásættanlegt SegSu mér meira af mannréttindasamtökunum sem þú ert í. „Þetta eru fjölþjóðleg samtök, þar eru íslendingar og fólk frá Asíu og Afríku. Það er ekki mikið um að Evr- ópubúar taki þátt. Það eru t.d. ekki margir frá Pól- landi eða gömlu lúgóslavíu. Ég og maðurinn minn vorum meðal stofnfélaga og hann hefur verið mjög virkur, sjálf á ég erfiðara um vik vegna tungumálsins. Ég skil meira en ég get talað en það er samt ákveðin hindrun. Samtökin beita sér fyrst og fremst á lagalega sviðinu. Þannig er grundvallaratriði að fá lög um rétt innflytjenda. Ef lögin eru til staðar þarf bara að tryggja að þeim sé framfylgt. Eins og ástandið er í dag er þetta allt svo tilviljunarkennt. Einn fær eitt- hvað en ekki sá næsti. Og það er bara tilviljun sem ræður. f núgildandi lögum fær fólk rétt til vinnu þegar það giftist íslendingi. Það er hinsvegar mjög óljóst hvað gerist ef fólk skilur innan þriggja ára eða eitt- hvað annað kemur upp á, t.d. dauðsfall. En við erum að reyna að fá það á hreint í lögunum að einstakling- urinn haldi sínum rétti. Núna liggur fyrir þinginu nýtt lagafrumvarp um innflytjendur. Okkar sérfræðingar fullyrða að lögin séu algjörlega óásættanleg. Dæmi um misrétti þar er að ef útlendingur ætlar að giftast Islendingi þá þarf hann eða hún að fá allskonar papp- >ra og gögn send frá heimalandi sínu, sem oft getur verið mjög flókið ferli. íslendingar eru hinsvegar aldrei krafðir um slíka pappírsvinnu. Og svo er það tungumálið. Þessi ofuráhersla á að læra íslensku. Auðvitað þurfum við að læra tungu- málið ef við ætlum að búa í landinu. Það gildir alls- staðar. En að setja það í lög að útlendingar séu skyldugir til að læra íslensku - það er allt annar hlut- ur. Hvar annars staðar myndir þú sjá slík lög? Og það er ekki eins og okkur sé þá boðið upp á ókeypis kennslu. Nei, við þurfum sjálf að kosta tungumála- námið. Þannig að kvöðin er öll á okkur, ríkið setur bara lögin en tekur ekki á sig neina ábyrgð á móti. Ég var einu sinni í strætó og bað um skiptimiða. Fram- burðurinn var ekki mjög góður svo ég endurtók: miða Þá sagði bílstjórinn: „Þú verður að læra íslensku af því að þú býrð á íslandi." Og ég svaraði: „|á, ég bý hér en ég tala ensku, og þú líka, og þú skildir mig." Ég veit ekki, við erum bara svo oft látin finna fyrir því að við séum „annars flokks fólk". Auðvitað er ég ekki annars flokks manneskja en þetta er eitthvað sem við erum svo oft látin fá á tilfinninguna. Sumir líta á mann sem „trash" (rusl). Hvers vegna veit ég ekki. Ég borga mína skatta hér og er fuilgildur borgari." Agaleysi ó íslandi Hvað með injbúa hugtakið? „Nýbúi! Af hverju á alltaf að kalla okkur „nýbúa"? Þótt ég búi hér í tuttugu ár þá á samt endalaust að kalla mig nýbúa. Hvað er nýbúi? Það eru ekki allir innflytj- endur nýbúar. Það erum bara við sem lítum öðru vfsi út, erum með kolsvart hár. Við erum kölluð nýbúar til þess að hægt sé að skilja okkur frá heildinni. Ég upp- lifi þetta stundum þegar ég er úti með dóttur minni og krakkar spyrja: „Er hún útlendingur?" Ég vil ekki að fólk kalli hana útlending. Hún er íslendingur, fædd hér og uppalin. En orðið nýbúi á sér djúpar rætur, við verðum alltaf kölluð nýbúar. Það er ekkert annað al- mennilegt hugtak til. Mér finnst orðið „fjölmenningar" miklu betra hugtak. fsland er að verða fjölmenningar- samfélag. " Eitthvað að lokum? „|á, ég vona að sá tími muni koma að það verði ekki litið á okkur sem annars flokks borgara. Kannski breytist það ekki með þessari kynslóð en vonandi þeirri næstu. En til þess að það geti gerst verður að breyta uppeldinu. Uppeldi íslenskra barna er mjög ólíkt því sem þekkist á Filippseyjum. Ef þú ert kennari á Filippseyjum þá nýtur þú virðingar. Fimm ára börn bera viðringu fyrir þér, þau jafnvel óttast þig. En hér er viðhofið: „Ég get allt, ég kann allt, ég þarf ekki að bera virðingu fyrir neinum." Þetta er menningarmun- ur. Það má ekki sífellt vera að staglast á því að ísland sé besta land í heimi og íslendingar séu mestir og bestir. Ef þetta er það sem börnin heyra alla tíð þá fara þau að trúa að það sé rétt. Þau hugsa: „)á, við erum þau bestu í heimi, það hlýtur þá að þýða að allt annað fólk sé annars, eða þriðja flokks." En breytingar gerast ekki af sjálfu sér. Þetta verður að byrja í undirstöðunni - fjölskyldunni." O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.