Vera


Vera - 01.04.2001, Page 15

Vera - 01.04.2001, Page 15
landsins, muni bregða í brún við að upplifa hina einsleitu kynferðislegu ímynd ungra kvenna sem haldið er að öllum hér á landi og er svo áberandi segir hún um upplifun sína á stöðu kvenna hér á landi og skilaboðin til dætranna. Borgarbúar láti upp sínar skoðanir „Borgin hefur vissulega verið að vinna í að stemma stigu við þessari þróun, m.a. með því leggja bann við nýjum nektarstöðum í miðborginni, en það er ekki nóg. Borgarfulltrúar, þingmenn og borgarbúar allir verða að taka höndum saman og gera grein fyrir skoðun sinni á þessum málum," segir hún og bendir á að helsta vonin til framtíðar liggi líklega innan skól- anna. Þar geti ungt fólk rætt um þau gildi sem við viljum lifa við, þar geti farið fram mikilvæg siðfræði- leg umræða um hvað við samþykkjum að sé f lagi og hvað ekki. „Meginspurningin er hvort við sættum okk- ur við þessa þróun. Hvernig líður okkur konum með að verið sé að fjalla um okkur á niðurlægjandi hátt, eins og raun ber vitni? Og eru karlar sáttir við þessa kvenímynd?" Mæðgur í stjórnmálum Hvað varðar hugmyndafræði stjórnmála segist Anna Kristín ekki beinlínis hafa orðið fyrir áhrifum af stjórnmálaþátttöku móður sinnar, Láru Margrétar Ragnarsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, en sjálf er hún skráð í Samfylkinguna. „Ég hóf mína stjórn- málaþátttöku áður en mamma fór á þing og hennar áhrif eru meira óbeint á mig. Ég var í Stúdentaráði og Háskólaráði og stofnaði Röskvu með ýmsu góðu fólki og hef einfaldlega alltaf haft áhuga á stjórnmálum. Umræðan á mínu æskuheimili var líka alltaf mjög opin. Þar voru margs konar sjónarmið rædd við okkur krakkana og alltaf minnt á að tvær hliðar væru á hverju máli," rifjar hún upp. Nútímalegt ráðhús Anna Kristín vekur athygli á miklum umbótum og nýj- ungum í stjórnsýslu borgarinnar, þ.e. stjórnsýsluum- bótum líkt og sjá má gerast í ýmsum stofnunum í Bandaríkjunum. „Það er sérlega skemmtilegt að ganga inn á þennan vinnustað og fara að praktísera það nýjasta í fræðunum sem maður hefur lagt stund á. Auk þess finnst mér bæði kjörnir fulltrúar og embættismenn borgarinnar hafa kraftmikla og spenn- andi sýn á það hvernig borgarsamfélag Reykjavfk eigi að verða í framtíðinni. Það er grundvallaratriði." Með þetta í huga, og styrk kvenna innan borgar- kerfisins, segist Anna Kristín bjartsýn á getu borgaryf- irvalda til að vinna gegn niðurlægjandi viðhorfum gagnvart konum þó slíkt komi ekki í stað viðbragða almennings. Restin af fjölskyldu Önnu Kristínar kem- ur heim í lok júní. „Ég er þessa stundina að leita að heppilegu hús- næði fyrir okkur og frístundir f sumar fara væntanlega mest í það að koma okkur fyrir, hjálpa krökkunum að aðlagast og undirbúa þau fyrir skólann í haust. Von- andi verður líka tími hjá okkur í fjölskyldunni til að slappa af og njóta samverunnar eftir fjögurra mánaða aðskilnað," segir hún. Hér er þó á ferð hlaupakona mikil sem stefnir á þátttöku í hálfmaraþoni Reykjavík- urmaraþons í ágúst. „Ég er hins vegar ekki ein þeirra sem geri áætlanir mörg ár fram í tfmann svo að fag- lega einbeiti ég mér í bili stfft að því að komast betur inn í mál borgarinnar og vinna starf mitt vel næstu misseri. Það er jú kosningavetur framundan og vafa- laust verður nóg að gera!" KJÓL OG HVÍTT o Fermingarföt □ Brúðarkjóiar o Útskriftarföt o Gallabuxur og flíspeysur fyrir konur með kvenlegan vöxt SAUMASTOFA SÍMI 544 4766 LAUGAVEGUR18 Hólmfríður Ólafsdóttir Klæðskeri fyrir^Jömor og herro^ Q fatabreytingar OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 9 - 17 Selma Gfsladóttir Kjólaklæðskeri

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.