Vera - 01.08.2001, Qupperneq 3

Vera - 01.08.2001, Qupperneq 3
Blað fyrir hugsandi fólk Hjúkrunarfræðingurinn og pönkarinn Sigurður Harðarson heldur úti heimasíðu og á henni mátti nýlega lesa eftirfarandi texta: „Á bóka- búðagramsinu sé ég tímaritaflóruna sem frekar sorg- lega. ... Eina tímaritið sem hefur eitthvað að segja er Kvennablaðið VERA. í VERU eru stutt viðtöl við fólk sem saman mynda þverskurð af samfélaginu í staðinn fyrir yfirstéttardýrkun hins draslsins. Þarer umfjöllun um fordóma á íslandi frá sjónarhóli þeirra sem verða fyrir fordómunum í staðinn fyrir yfirborðslega umfjöll- un um ástandið í samfélaginu með dæmum uppúr kennslubók í félagsfræði. VERA bendir á hin félagslegu krabbamein eins og afleiðingar kapital- ismans í launamisrétti og afleiðingar þjóðrembunnar í fordómum. VERA er ekki bara blað fyrir konur heldur og fyrir karlmenn sem vilja og þurfa að skilja betur gang samfélags okkar." Flott, Sigurður! Kærar þakkir fyrir þessi fallegu ummæli, segjum við hér á Veru. Við gleðjumst yfir því að sú áhersla sem við höfum lagt í umfjöllun okkar undanfarið hefur skilað sér út í samfélagið, m.a. það að VERA er ekki eingöngu blað fyrir konur, heldur hugsandi fólk af báðum kynjum. Við erum enn þá sannfærðar um að mikil þörf sé fyrir rödd VERU í sam- félagsumræðunni og hvetjum allt stuðningsfólk til að styrkja hag hennar með fleiri áskrifendum og/ eða hluthöfum. Fyrsti aðalfundur hins nýja hlutafélags um VERU verður í september og þá gefst tækifæri til að ræða hvernig við getum styrkt undirstöðurnar og haldið áfram að gefa út gott blað. í þessu tölublaði er fjallað um ýmis mikilvæg sam- félagsmál, svo sem alkóhólisma kvenna, einelti á vin- nustöðum og nýafstaðna ráðstefnu í Vilnius þar sem áhersla var lögð á mansal og vændi. Aðalviðtalið er við kvenhetjuna og hæstaréttarlögmanninn Sif Konráðsdóttur sem hefur berist ótrauð fyrir réttlætinu í umdeildu kynferðisbrotamáli. Málinu er ekki lokið, það býður niðurstöðu mannréttindadómstólsins í Strassbourg og í júlí úrskurðaði héraðsdómur að í málinu hafi |ón Steinar Gunnlaugsson brotið mikil- væg ákvæði laga um meðferð opinberra mála. Enn er svo rekið stjórnsýslumál fyrir landlækni vegna ófagle- gra vinnubragða geðlæknis sem að málinu kom. Það má því með sanni segja að Sif Konráðsdóttir berjist við dreka á ýmsum vígstöðvum. + PLÚS Þórey Edda Elísdóttir fyrir frábæran árang- ur á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum. Þórey Edda varð sjötta í stangarstökki og þarf að fara tíu ár aftur í tímann til að finna sam- bærilegan árangur íslendings á heimsmeistara- móti í frjálsum íþróttum. fyrir að halda alþjóðlega ráðstefnu, ásamt fleirum, fyrir hönd samtakanna Norrænar konur gegn ofbeldi. Yfirskrift ráðstefnunnar var: Hinir óbifanlegu - ofbeldismenn, og hana sóttu um 200 konur frá Evrópu og Bandaríkjunum. Nánar verður sagt frá ráðstefnunni í næstu VERU. fyrir að vera vakandi gagnvart málefnum innflytjenda og fjalla um þau með því að tala við fólk af öðru þjóðerni sem vill búa hér á landi. Fréttablaðið MINUS 1 fyrir klámsíð- una og klámmenguð skrif sem þeim virðist finnast alveg sjálfsögð. Það er einmitt fjölmiðill af þessu tagi sem mótar það viðhorf hjá ungu fólki að líkami kvenna sé bara kyntákn sem sjálfsagt sé að tala niðurlægjandi um. og þá einkum barnaklám sem allt of auðvelt er að nálgast. Hvaða áhrif hefur það þegar það verður daglegt brauð í vefskoðun að rekast á gróft klám eða fá það sent í tölvupósti? yrir að auglýsa Bleikt og Blátt áður en byrjað er að sýna barnamyndir klukkan tvö á daginn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.