Vera - 01.08.2001, Síða 6

Vera - 01.08.2001, Síða 6
Af hverju heldur þú að launamisrétti á milli kynja sé til staðar á íslandi? Sigrún Siggeirsdóttir Er það ekki bara vegna þess að hinir ríku verða alltaf ríkari? Július Snorrason Líklega vegna þess að þær hafa verið skemur á vinnumarkaðinum. Gróa Eiðsdóttir Af því að við konur erum ekki nógu harðar að berjast. Þórarinn Þórarinsson Lífið er ósanngjarnt. Guðrún Meyvantsdóttir Þetta er bara einhver gömul hefð sem hefur enn ekki breyst. Adam Örn Jóhannsson Vegna þess að vinnuveitendurnir komast upp með það. Sjöfn Kjartansdóttir Af því að það er meiri hefð fyrir því að karlar vinni úti í launuðum störfum. Ágúst Bogason Þetta má rekja til kristinnar trúar og gamalla fordóma tengdum henni. Konur mættu líka vera kröfuharðari við að ganga á eftir rétti sínum. KONUR VIÐ VÖLD í ASÍU Chandrika Kumaratunge er forseti Sri Lanka, HMH móðir hennar, Sirimavo Bandaranaike, var I fyrsta konan í sögunni til að gegna embætti j , ® forsætisráðherra. Chokila lyer er utanríkisráðherra indlands. Gloria Macapagal Arroyo er forseti Filippseyja. Madior Moye er forsætisráðherra Senegal. | INDÓNESÍA Nýlega tók við embætti forseta Indónesfu Megawati Sukarnoputri, dóttir Sukarno I fyrrverandi forseta sem var bolað frá völdum 1967 af Suharto, sem síðan réð lögum og lofum í land- inu í rúm þrjátfu ár. Megawati hefur heitið því að koma á lögum og reglu og hefur beðist afsökunar á mannrétt- indabrotum sem framin voru í tíð fyrirrennara hennar. Hún er demókrati en varaforseti hennar er Hamzah Haz, leiðtogi sam- einaða þróunarflokksins, sem er múslimskur stjórmálaflokkur. Ekki horfir þyrlega fyrir samstarfi þeirra en Haz hefur sagt að kona væri ekki hæf til að stjórna fjölmennustu og fremstu múslimaþjóð í heimi. Lesendabréf Kæru Verur:) Mamma mfn hefur verið áskrifandi að Veru frá upphafi. Allir í fjölskyldunni lesa blaðið og stundum skapast miklar umræður um einstök efni. Þegar við systir mín vorum litlar og skildum ekki allt sem við lásum voru umræðurnar yfirleitt tengdar spuming- um okkar og útskýringum pabba og mömmu en núna snúast þær meira um hvaða afstöðu hver tekur til einstakra mála og rök fyrir afstöðunni. Það má margt læra af Veru. f viðtölum kemur margt athyglisvert fyrir og oftast segir viðmælandinn eitthvað sem fær mann til að hugsa eða taka sértil eftirbreytni. Þannig fáum við fyrirmyndir í Veru. (Mér finnst oft koma fram í blaðinu það við- horf að stelpur vanti fyrirmyndir. Mín skoðun er hins vegar sú að okkur vanti ekki fyrirmyndir heldur þurfi bara að gera allan þann aragrúa af fyrirmyndum sem eru í kringum okkur sýnilegar. Það tekst til dæmis með góðum viðtölum.) Vera tekur líka á málum líðandi stundar bæði hér heima og erlendis. Það er alltof auðvelt að útiloka sig frá öllu því hræðilega sem er að gerast í dag. Um- ræðan ykkar „vekur" okkur og er undanfari aðgerða til að bæta úr því sem betur má fara. Þegar ég fór að hugsa um þá hluti sem ég hef lært af Veru fékk ég hugmynd: Hvernig væri að gefa áhuga- sömum kennurum nokkrar Verur til að leggja út frá í umræðum við nemendur? Frumskilyrði er auðvitað að þessir kennarar hafi áhuga og vilji nota Veru við kennslu. Blöðin mætti t.d. nota til að skapa umræður í lífsleikni eða samfélagsfræðitfmum. Þetta þyrftu ekki endilega að vera nýjustu blöðin, bara að kennaranum finnist þema blaðsins áhugavert og telji að nemendum sínum komi til með að finnast það líka. Það eru nefnilega ekki svo margir krakkar, einhverra hluta vegna, sem vita að Vera er til og mér finnst að til þess að vekja athygli á Veru meðal þeirra sé þetta betri kostur en að dreifa dýrum auglýsingum. í síðustu Veru hófst liður í blaðinu sem mér líst mjög vel á um að segja sína skoðun og skora á einhvern annan að gera hið sama. Einnig finnst mér skyndimyndin alltaf skemmtileg og þættirnir um tón- list, bókmenntir, kvikmyndir, leikhús, framandi menningu og fleira ómissandi. Mig langar að óska ykkur alls hins besta í framtíðinni með Veru og endilega haldið áfram að hafa efnið svona fjölbreytilegt eins lengi og þið getið. Kær kveðja, Bjarnheiður Kristinsdóttir 6

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.