Vera - 01.08.2001, Side 21

Vera - 01.08.2001, Side 21
árum eftir meðferð. Þessarárang- urskannanir eru póstkannanir og fátítt er að það sé minnst á hvert svarhlutfall er. Einnig er vert að undirstrika að póst- kannanir eru óáreiðanlegar, fólk er lík- legt til þess að svara undir þóknunar- áhrifum og þar með að segja ekki satt frá. Hér á landi og erlendis eru endur- komur í meðferð of algengar til þess að hægt sé að tala um stórkostlegan ár- angur. Þegar stór hópur fólks fer ár eftir ár í afeitrun og í langtímameðferð, hlýt- ur eitthvað mikið að vera að þeirri að- ferð sem beitt er í meðferð. Það stenst engan veginn að áiykta sem svo að alkóhólistar séu bara svona lítt mót- tækilegir og að sjúkdómurinn sé bara svona. Það er talinn alvarlegur galli á meðferð þar sem allir aldurshópar og bæði kynin eru undir sama þaki og fá nákvæmlega sömu meðferðina, þótt einhver smávægilegur áherslumunur sé þar á. Konur ná ekki góðum árangri eða bata af alkóhólisma fyrr en þær fara að bera sjálfar ábyrgð á meðferðinni og byggja hana upp á forsendum kvenna. Slfk meðferð verður að vera framkvæmd af konum fyrir konur. Áfengi hefur mun skaðlegri áhrif á líkama kvenna en karla. AA-samtÖkín í Reykjavík funda í gula húsinu, Tjarnar- götu 20, alla daga og má lesa sér til um þau á www.aa.is. Alanó er sjálfstætt starfandi líknarfélag, óháð öllu öðru, þar með talið AA. Alanó fundar á Hverfisgötu 76 í Reykja- vík og má finna allt um það með því að fikra sig eftir www.alanoclubs.org Konur í bata. Allar upplýsingar gefur Sölvína Konráðsdóttir ábyrgðarmaður samtakanna. Lesefni: AA bókin. Sagan af því hvernig Bob og Bill stofnuðu AA samtökin, ásamt reynslusögum. Tólf reynsluspor og tólf erfðavenjur, gefið út af AA samtök- unum. Dæmisögur og útskýringar á grundvallaratriðum AA. 24 stunda bókin. Bók sem margir AA félagar lesa daglega. Hugleiðing hvers dags, íhugun og bæn. Engill afkimans, eftir Pál J. Einarsson. Kynning á rannsókn- um á alkóhólisma og tólfsporakerfi AA-samtakanna, ásamt öðru skyldu efni. Heimkoma/ Homecoming, endurheimtu og stattu með barn- inu sem býr í þér, eftir John Bradshaw. Healing the Shame That Binds You, eftir John Bradshaw. Við erum full af skömm sem hamlar okkur og er grunnatriði í allri fíkn. Við þurfum að horfast í augu við skömmina og losa okkur við hana. Leiðin til andlegs þroska/ The Road Less Traveled, eftir M. Scott Peck. Að horfast í augu við og leysa vandamál - og þola breytingarnar. Transforming Your Dragons eftir José Stevens. Drekarnir eru myndbirtingar ótta. Hroki, óþolinmæði, píslarvætti, sjálfseyðing, græðgi, þrjóska og sjálfsfyrirlitning eru drek- arnir sem þarf að berjast við til að ná tökum á óttanum. Drykkja - ástarsaga, eftir Caroline Knapp. Sjálfsævisaga. Gift, eftir Tove Ditlevsen. Sjálfsævisaga dönsku skáldkon- unnar sem var gift lækni sem gaf henni eiturlyf. Þessar bækur fást flestar í bókabúðum eða hjá AA samtökunum.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.