Vera - 01.08.2001, Side 22

Vera - 01.08.2001, Side 22
Faldi sjúkdómurinn I VERKJA- OG SVEFMLYF í SJÖ ÁR Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvenær ég missti tökin á neyslunni en líklega var það mjög snemma. Sem unglingur gat ég til dæmis aldrei smakkað áfengi án þess að fara verulega yfir strikið. Eg mundi sjaldnast eftir kvöldinu áður og drakk yfirleitt bæði meira og hraðar en aðrir í kringum mig. Þegar neyslu- mynstrið breyttist úr helgar- neyslu í dagneyslu með til- komu svefn- og verkjalyfjanna held ég að andlegt og líkam- legt ástand mitt hafi versnað hrikalega og ég missti gjör- samlega tökin á lífinu, þó svo að ég hefði geta stundað nám og að allt hafi virkað í lagi á yfirborðinu. Á tímabili fór ég til hvers „sérfræðings- ins" á fætur öðrum en aldrei til þess að ræða mína áfengis- eða pilluneyslu. Ég sá neysluna aldrei sem vandamál held- ur sem nauðsyn til þess að komast í gegnum daginn. Mér fannst ekkert eðli- legra en að ung kona eins og ég tæki svefntöflur á hverju kvöldi, „ég meina ég gat ekki sofið". Það var miklu frekar að ég leitaði mér aðstoðar vegna andlegrar vanlíðunar sem ég tengdi engan veginn neyslu. Ég hef ekki lengurtöluna á þeim „sérfræðingum" sem ég hef hitt í gegn- um tfðina en þeir eru ansi margir. Það skipti engu máli hvers konar sérfræð- inga ég hitti, ég var á eilífum flótta og 22

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.