Vera - 01.08.2001, Side 30

Vera - 01.08.2001, Side 30
Jóhanna Vilhjálmsdóttir (56) starfar á skrifstofu Málmtækni h/f „Si'ðastliðin 13 ár hef ég stundað líkamsrækt í (azz- ballettskóla Báru. Mér finnst mikill kostur að hér eru eingöngu konur, það skapar alveg sérstakt andrúms- loft og hún Bára hugsar svo vel um okkur. Ég mæti fjórum til fimm sinnum í viku og er alltaf á sama tíma á morgnana. Þetta er almenn leikfimi til að styrkja og liðka skrokkinn. Við gerum teygjur, notum lóð, palla og annað. Við erum um 20 konur á milii fimmtugs og sextugs sem höfum kynnst vel af því að vera saman í þessum tímum. Við höldum alltaf hóp- inn og sumar okkar eru búnar að mæta hér í 30 ár! Við hefðum sennilega aldrei kynnst nema af því við mætum hér og við gerum líka ýmislegt saman fyrir utan leikfimitímana. Við göntumst stundum með það að við hittum hver aðra oftar en fjölskyldurnar okkar. Við förum í óvissuferðir út fyrir bæinn, árlegt jólahlaðborð og þegar stórafmæli er í hópnum þá troðum við upp, syngjum og sprellum. Á meðal okk- ar er hirðskáld og hún semur Ijóð til heiðurs afmæl- isbarninu. Stundum förum við í göngutúra innan- bæjar og tökum þá mennina okkar með. Þeir eru farnir að þekkjast ágætlega og eru margir orðnir góð- ir kunningjar. Við eigum líka vísan stuðning hver í annarri ef erfiðleikar steðja að og það er miklis virði. Þannig er félagslegi þátturinn þó nokkur hluti af því að við mætum saman f leikfimi." Theodóra Sigurðardóttir (33) eigandi hárgreiðslustofunnar Salon Paris, Skúlagötu 40 „Ég átti þriðja barnið mitt í mars á síðasta ári og við það bætti ég á mig nokkrum aukakílóum sem ég vildi gjarnan losa mig við. Foreldrar mfnir gáfu mér f afmælisgjöf þriggja mánaða gjafakort í Planet Pump í Frostaskjóli og ég dreif mig loksins af stað í júní síðastliðnum, degi áður en það var orðið of seint! Ég mæti þrisvar í viku í æfingar hjá einkaþjálfaranum mínum honum Hannesi Jónssyni sem setur upp æfingaprógramm fyrir mig, ráð- leggur mér í mataræði og fylgist með þyngdinni. Svo reyni ég að mæta tvisvar í viku þar fyrir utan. Ég hef ekki farið í markvissa líkamsrækt í meira en áratug og mér finnst þetta alveg frábært, bæði fyrir líkama og sál. Ég finn mikinn árangur, ég er búin að styrkjast mikið og missa tæp fimm kfló á einum og hálfum mánuði. Mér líður betur með sjálfa mig, finnst ég vera heilbrigðari og er þrælánægð með að þurfa að kaupa ný föt því þau gömlu eru öll að verða of stór!" ______ ■ + | Konur í ■ ikamsrækt A haustin heita margar konur því að gera átak í líkamsrækt. Hér segja þrjár konur sína líkamsræktarsögu. Kristín Heiða Kristinsdóttur

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.