Vera - 01.08.2001, Síða 32

Vera - 01.08.2001, Síða 32
Konur | lýðræði Reykjavík Vilnius Kaupstefna hugmynda í janfréttismálum Dagana 15. - 17. júní sl. var haldin ráðstefna í Vilnius í Litháen sem nefndist WoMen and Democracy: From Reykjavik to Vilnius. Um 40 þátttakendur fóru frá íslandi á ráðstefn- una, þeirra á meðal Tinna Arnardóttir fulltrúi Bríetanna og Rósa Erlingsdóttir fulltrúi Háskóla íslands. Þær tóku saman eftirfarandi efni um ráðstefnuna. í október 1999 stóð rfkisstjórn íslands í samvinnu við ríkisstjórn Bandaríkjanna og Norræna ráðherraráðið fyrir ráðstefnunni Konur og lýðræði við árþúsundamót. Þátttakendur voru frá íslandi, Bandaríkjun- um, Rússlandi, Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum og íVilnius bættust við fulltrúar frá Póllandi, Þýskaiandi og Evrópuráðinu. Tilgang- ur ráðstefnunnar í Reykjavík var að skapa umræðuvettvang fólks sem vinnur á sviði jafnréttismála og hefur áhuga á lýðræðisþróun með til- liti til þjóðfélagslegrar stöðu kvenna í umræddum löndum. Ráðstefn- unni var ætlað að vera upphaf að framkvæmdaferli á þessu sviði og síðan yrði haldin framhaldsráðstefna innan tveggja ára þar sem árang- ur verkefnanna yrði metinn og drög lögð að framhaldi þeirra og nýjum verkefnum. í Reykjavík var einnig lagður grunnur að margvíslegum tengslanetum sem nýtast einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum í öllum þessum löndum. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur var ráðin til starfa í forsætisráðuneytinu sem tengiliður við framkvæmda- aðila verkefna og til að leggja mat á það fjármagn sem safnaðist á ráð- stefnunni í Reykjavík. Svokölluð þjóðanefnd, skipuð fulltrúum allra þátttökulandanna, hafði yfirumsjón með skipulagningu ráðstefnunnar í Vilnius og eftirfylgni með verkefnunum. Tveir fulltrúar voru frá hverju þátttökulandi og voru Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, tilnefnd af ut- anríkisráðuneyti, og Sigríður Lillý Baldursdóttir, tilnefnd af félagsmála- ráðuneyti, fulltrúar íslands í þjóðanefndinni. Á ráðstefnunni Konur og lýðræði við árþúsundamót var lögð á- hersla á að virkja aðila utan opinbera geirans til að leggja ýmsum verkefnum tengdum konum og jafnrétt- ismálum lið og var fulltrúum fjölmargra samtaka og fyrirtækja boðin þátttaka á ráðstefnunni. Óhætt er að fullyrða að án þátttöku þeirra hefðu fjölmörg verk- efni ekki orðið að veruleika. Með þátt- töku á ráðstefnunni hétu einkafyrirtæki og samtök því að að leggja fram þekk- ingu, vinnu og/eða fjármagn til verk- efna sem stofnað yrði til í þátttöku- löndunum meðan á framkvæmdaferl- inu stendur. Ráðstefnurnar tvær hafa því verið nefndar "kaupstefnur hug- myndanna" meðal kvenna sem komið hafa að kvenfrelsisbaráttu á íslandi síð- astliðna áratugi. Kveður þar við nýjan tón í jafnréttismálum. Upplýsingaskrif- stofa Norræna ráðherraráðsins íVilnius hefur safnað saman upplýsingum um verkefnin sem hrundið hefur verið af stað í þátttökulöndunum og má finna þær á slóðinni: http://www.nmr.lt/ Þar er einnig að finna niðurstöður vinnu- hópa ráðstefnunnar. 32

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.