Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 32

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 32
Konur | lýðræði Reykjavík Vilnius Kaupstefna hugmynda í janfréttismálum Dagana 15. - 17. júní sl. var haldin ráðstefna í Vilnius í Litháen sem nefndist WoMen and Democracy: From Reykjavik to Vilnius. Um 40 þátttakendur fóru frá íslandi á ráðstefn- una, þeirra á meðal Tinna Arnardóttir fulltrúi Bríetanna og Rósa Erlingsdóttir fulltrúi Háskóla íslands. Þær tóku saman eftirfarandi efni um ráðstefnuna. í október 1999 stóð rfkisstjórn íslands í samvinnu við ríkisstjórn Bandaríkjanna og Norræna ráðherraráðið fyrir ráðstefnunni Konur og lýðræði við árþúsundamót. Þátttakendur voru frá íslandi, Bandaríkjun- um, Rússlandi, Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum og íVilnius bættust við fulltrúar frá Póllandi, Þýskaiandi og Evrópuráðinu. Tilgang- ur ráðstefnunnar í Reykjavík var að skapa umræðuvettvang fólks sem vinnur á sviði jafnréttismála og hefur áhuga á lýðræðisþróun með til- liti til þjóðfélagslegrar stöðu kvenna í umræddum löndum. Ráðstefn- unni var ætlað að vera upphaf að framkvæmdaferli á þessu sviði og síðan yrði haldin framhaldsráðstefna innan tveggja ára þar sem árang- ur verkefnanna yrði metinn og drög lögð að framhaldi þeirra og nýjum verkefnum. í Reykjavík var einnig lagður grunnur að margvíslegum tengslanetum sem nýtast einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum í öllum þessum löndum. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur var ráðin til starfa í forsætisráðuneytinu sem tengiliður við framkvæmda- aðila verkefna og til að leggja mat á það fjármagn sem safnaðist á ráð- stefnunni í Reykjavík. Svokölluð þjóðanefnd, skipuð fulltrúum allra þátttökulandanna, hafði yfirumsjón með skipulagningu ráðstefnunnar í Vilnius og eftirfylgni með verkefnunum. Tveir fulltrúar voru frá hverju þátttökulandi og voru Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, tilnefnd af ut- anríkisráðuneyti, og Sigríður Lillý Baldursdóttir, tilnefnd af félagsmála- ráðuneyti, fulltrúar íslands í þjóðanefndinni. Á ráðstefnunni Konur og lýðræði við árþúsundamót var lögð á- hersla á að virkja aðila utan opinbera geirans til að leggja ýmsum verkefnum tengdum konum og jafnrétt- ismálum lið og var fulltrúum fjölmargra samtaka og fyrirtækja boðin þátttaka á ráðstefnunni. Óhætt er að fullyrða að án þátttöku þeirra hefðu fjölmörg verk- efni ekki orðið að veruleika. Með þátt- töku á ráðstefnunni hétu einkafyrirtæki og samtök því að að leggja fram þekk- ingu, vinnu og/eða fjármagn til verk- efna sem stofnað yrði til í þátttöku- löndunum meðan á framkvæmdaferl- inu stendur. Ráðstefnurnar tvær hafa því verið nefndar "kaupstefnur hug- myndanna" meðal kvenna sem komið hafa að kvenfrelsisbaráttu á íslandi síð- astliðna áratugi. Kveður þar við nýjan tón í jafnréttismálum. Upplýsingaskrif- stofa Norræna ráðherraráðsins íVilnius hefur safnað saman upplýsingum um verkefnin sem hrundið hefur verið af stað í þátttökulöndunum og má finna þær á slóðinni: http://www.nmr.lt/ Þar er einnig að finna niðurstöður vinnu- hópa ráðstefnunnar. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.